Haaland skorar og skorar og Man City heldur á­fram að vinna

Erling Haaland fagnar marki sínu fyrir Manchester City í kvöld.
Erling Haaland fagnar marki sínu fyrir Manchester City í kvöld. EPA/Andreu Esteban

Erling Haaland var áfram á skotskónum þegar Manchester City sótti sigur suður til Spánar í Meistaradeildinni í kvöld.

Manchester City vann þá 2-0 útisigur á Villarreal.

Erling Haaland kom City í 1-0 á 17. mínútu eftir stoðsendingu frá Rico Lewis með dæmigerðu framherjamarki eftir fyrirgjöf.

Bernardo Silva bætti við marki á 40. mínútu með skalla eftir sendingu frá Savinho.

Haaland er þar með kominn með fimmtán mörk í ellefu leikjum á leiktíðinni þar af eru fögur mörk í þremur leikjum í Meistaradeildinni.

City er með sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur Meistaradeildarleikjum tímabilsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira