„Þessi starfsemi er komin til að vera“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2025 22:31 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. Íslendingar stunda veðmál næst mest allra þjóða heims. Um tíu milljarðar króna renna úr landi árlega til erlendra spilasíðna sem ekki eru með starfsleyfi hér á landi. Lögin hafa vart verið uppfærð síðan árið 2005 og starfa erlendu vefsíðurnar í raun í skjóli úreltra laga sem gera lítið ráð fyrir erlendri netspilun. Óbreytt staða vandamál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist vilja breyta reglunum. „Ég held að óbreytt staða sé vandamál. Við sjáum að þetta er risastór markaður og tölurnar hlaupa á milljörðum, jafnvel tugum milljarða. Óbreytt staða held ég að sé vandamál. Ég hef aðeins verið að skoða þetta og líta til þess hvernig regluverkinu á Norðurlöndunum er háttað. Ég held við þurfum að horfast í augu við það að þessi starfsemi er komin til að vera. Við séum frekar að horfa til þess hvernig við getum búið til eðlilega umgjörð þessara mála,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vill ekki banna meira Fyrir þremur árum skilaði starfshópur á vegum ráðuneytisins skýrslu um málaflokkinn. Þar voru fulltrúar allra hagsmunaaðila en gátu þeir ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það bendir til þess að sama hvernig lögunum verður breytt, þá verður ákveðinn hópur ósáttur. Ráðherra hallast að því að opna markaðinn frekar en að loka honum meira. „Sjálf er ég þeirrar skoðunar að ég held að bann sé ekki lausnin út úr þessu. Svo er ég líka jarðtengd hvað varðar væntingar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þannig þig langar að reyna að opna aðeins á þennan markað hér á landi. Erlendir aðilar geti líka verið hér? „Ég held að það sé jarðtengdasta niðurstaðan. Ég er sjálf ekki hrifin af óþarfa bönnum. Mér finnst skipta máli að það verði heilbrigð umgjörð utan um þennan markað. Að við höfum yfirsýn, innsýn og reglur. Eftirlit og séum meðvituð um hætturnar þarna. En eins og ég segi, ég er ekki hrifin af algjöri banni á þessum markaði, nei.“ Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58 Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Íslendingar stunda veðmál næst mest allra þjóða heims. Um tíu milljarðar króna renna úr landi árlega til erlendra spilasíðna sem ekki eru með starfsleyfi hér á landi. Lögin hafa vart verið uppfærð síðan árið 2005 og starfa erlendu vefsíðurnar í raun í skjóli úreltra laga sem gera lítið ráð fyrir erlendri netspilun. Óbreytt staða vandamál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist vilja breyta reglunum. „Ég held að óbreytt staða sé vandamál. Við sjáum að þetta er risastór markaður og tölurnar hlaupa á milljörðum, jafnvel tugum milljarða. Óbreytt staða held ég að sé vandamál. Ég hef aðeins verið að skoða þetta og líta til þess hvernig regluverkinu á Norðurlöndunum er háttað. Ég held við þurfum að horfast í augu við það að þessi starfsemi er komin til að vera. Við séum frekar að horfa til þess hvernig við getum búið til eðlilega umgjörð þessara mála,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vill ekki banna meira Fyrir þremur árum skilaði starfshópur á vegum ráðuneytisins skýrslu um málaflokkinn. Þar voru fulltrúar allra hagsmunaaðila en gátu þeir ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það bendir til þess að sama hvernig lögunum verður breytt, þá verður ákveðinn hópur ósáttur. Ráðherra hallast að því að opna markaðinn frekar en að loka honum meira. „Sjálf er ég þeirrar skoðunar að ég held að bann sé ekki lausnin út úr þessu. Svo er ég líka jarðtengd hvað varðar væntingar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þannig þig langar að reyna að opna aðeins á þennan markað hér á landi. Erlendir aðilar geti líka verið hér? „Ég held að það sé jarðtengdasta niðurstaðan. Ég er sjálf ekki hrifin af óþarfa bönnum. Mér finnst skipta máli að það verði heilbrigð umgjörð utan um þennan markað. Að við höfum yfirsýn, innsýn og reglur. Eftirlit og séum meðvituð um hætturnar þarna. En eins og ég segi, ég er ekki hrifin af algjöri banni á þessum markaði, nei.“
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58 Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58
Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31