Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2025 13:17 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað. Veginum um Fjarðarheiði var lokað fyrir hádegi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að óvíst sé hvort það takist opna hana aftur í dag. Staðan verði endurmetin klukkan tvö. Austurfrétt greinir frá því að moksturstæki hafi verið á heiðinni í morgun en að ákveðið hafi verið að loka eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir í samtali við Vísi að björgunarsveitir aðstoði nú fólk sem er fast á heiðinni við að komast niður. Eitthvað hefur einnig verið um að rútur með erlendum ferðamönnum hafi lagt á heiðina, en næsta ferð Norrænu á samkvæmt áætlun að leggja frá Seyðisfirði klukkan átta annað kvöld. Víða vetrarfærð og útköll á nokkrum stöðum Rétt fyrir klukkan eitt í dag barst svo útkall til björgunarsveitarinnar á Blönduósi vegna fólks sem hefur fest bíl sinn á veginum um Kjöl. Björgunarfélag Hornafjarðar var einnig kallað út í morgun vegna foktjóns og þá fóru björgunarsveitir til aðstoðar vegna bíls sem sat fastur við Norðfjarðargöng að sögn Jóns Þórs. Í gær hafi fólk lent í vandræðum einnig á Siglufjarðarvegi á leiðinni inn til Siglufjarðar og fóru björgunarsveitir í nágrenninu af stað þeim til aðstoðar. Óvissustig er einnig í gildi vegna snjóflóðahættu á Fagradal þar sem er snjóþekja, hálka og skafrenningur. Snjóflóðahætta er einnig á fjallvegum á Norður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og er vetrarfærð, hálka eða éljagangur víða á vegum norðan og austanlands sem og á Vestfjörðum en greiðfært að mestu sunnan til á landinu. Tími kominn til að huga að vetrardekkjum Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á í færslu á Facebook í dag að nú sé veturinn mættur og tilefni til að huga að því hvort farartækin séu klár. „Snjór og hálka eru farin að gera vart við sig víða um umdæmið, og nú er rétti tíminn til að skipta yfir á vetrardekk ef fólk er ekki búið að því nú þegar. Rétt útbúinn bíll skiptir sköpum fyrir öryggi allra í umferðinni. Ef bíllinn er ekki kominn á vetrardekk eða er illa búinn fyrir aðstæður, látum hann bíða og göngum frekar. Það er alltaf betra að komast seinna á áfangastað – eða einfaldlega ekki leggja í hann – en að lenda í slysi,” segir meðal annars í færslunni. Um leið er ökumönnum bent á að huga að ástandi dekkja og loftþrýstingi, að aka varlega og miða hraða við aðstæður. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. „Það skiptir máli að menn séu búnir til aksturs við þær aðstæður sem eru. Tímasetningin 1. Nóvember með nagladekkin, við erum ekki að fara eftir því heldur eru það aðstæður. Ef að aðstæður krefjast þess að menn séu á nagladekkjum, þá eru menn á nagladekkjum. Enda segir reglugerðin það,“ segir Þorsteinn M. Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Veður Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Veginum um Fjarðarheiði var lokað fyrir hádegi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að óvíst sé hvort það takist opna hana aftur í dag. Staðan verði endurmetin klukkan tvö. Austurfrétt greinir frá því að moksturstæki hafi verið á heiðinni í morgun en að ákveðið hafi verið að loka eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir í samtali við Vísi að björgunarsveitir aðstoði nú fólk sem er fast á heiðinni við að komast niður. Eitthvað hefur einnig verið um að rútur með erlendum ferðamönnum hafi lagt á heiðina, en næsta ferð Norrænu á samkvæmt áætlun að leggja frá Seyðisfirði klukkan átta annað kvöld. Víða vetrarfærð og útköll á nokkrum stöðum Rétt fyrir klukkan eitt í dag barst svo útkall til björgunarsveitarinnar á Blönduósi vegna fólks sem hefur fest bíl sinn á veginum um Kjöl. Björgunarfélag Hornafjarðar var einnig kallað út í morgun vegna foktjóns og þá fóru björgunarsveitir til aðstoðar vegna bíls sem sat fastur við Norðfjarðargöng að sögn Jóns Þórs. Í gær hafi fólk lent í vandræðum einnig á Siglufjarðarvegi á leiðinni inn til Siglufjarðar og fóru björgunarsveitir í nágrenninu af stað þeim til aðstoðar. Óvissustig er einnig í gildi vegna snjóflóðahættu á Fagradal þar sem er snjóþekja, hálka og skafrenningur. Snjóflóðahætta er einnig á fjallvegum á Norður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og er vetrarfærð, hálka eða éljagangur víða á vegum norðan og austanlands sem og á Vestfjörðum en greiðfært að mestu sunnan til á landinu. Tími kominn til að huga að vetrardekkjum Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á í færslu á Facebook í dag að nú sé veturinn mættur og tilefni til að huga að því hvort farartækin séu klár. „Snjór og hálka eru farin að gera vart við sig víða um umdæmið, og nú er rétti tíminn til að skipta yfir á vetrardekk ef fólk er ekki búið að því nú þegar. Rétt útbúinn bíll skiptir sköpum fyrir öryggi allra í umferðinni. Ef bíllinn er ekki kominn á vetrardekk eða er illa búinn fyrir aðstæður, látum hann bíða og göngum frekar. Það er alltaf betra að komast seinna á áfangastað – eða einfaldlega ekki leggja í hann – en að lenda í slysi,” segir meðal annars í færslunni. Um leið er ökumönnum bent á að huga að ástandi dekkja og loftþrýstingi, að aka varlega og miða hraða við aðstæður. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. „Það skiptir máli að menn séu búnir til aksturs við þær aðstæður sem eru. Tímasetningin 1. Nóvember með nagladekkin, við erum ekki að fara eftir því heldur eru það aðstæður. Ef að aðstæður krefjast þess að menn séu á nagladekkjum, þá eru menn á nagladekkjum. Enda segir reglugerðin það,“ segir Þorsteinn M. Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Veður Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira