Fótbolti

Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku

Valur Páll Eiríksson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, og Ólafur Ingi Skúlason, nýr þjálfari liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, og Ólafur Ingi Skúlason, nýr þjálfari liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag. Vísir/Sigurjón

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, og nýr þjálfari liðsins, Ólafur Ingi Skúlason, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir viðburðarríka viku í Kópavogi. Breiðablik mætir KuPS frá Finnlandi í Sambandsdeild Evrópu á Laugardalsvelli á morgun.

Það hefur gengið á ýmsu í Kópavogi í vikunni en Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum sem þjálfara karlaliðs félagsins eftir tap fyrir Víkingi um helgina. Tilkynnt var um það á mánudag og samtímis var opinberað að Ólafur Ingi Skúlason yrði nýr þjálfari liðsins.

Ólafur hefur því haft skamman tíma til að setja sig inn í hluta og náð tveimur heilum æfingum með liði Blika fyrir leik morgundagsins sem er fyrsti heimaleikur Breiðabliks í keppninni.

Blaðamannafundinn má sjá í heild sinni í spilaranum.

Klippa: Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku



Fleiri fréttir

Sjá meira


×