Körfubolti

Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu fé­lögunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson var í eldlínunni í kvöld.
Elvar Már Friðriksson var í eldlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Elvar Már Friðriksson mætti sínum gömlu félögum frá Grikklandi í Evrópubikarkeppnni í kvöld og varð að sætta sig við tap eftir æsispennandi framlengdan leik.

Elvar og félagar i pólska liðinu Anwil Wloclawek fengu gríska liðið PAOK BC í heimsókn. Elvar lék með PAOK BC við góðan orðstír tímabilið 2023–2024.

PAOK vann að lokum 94-93 sigur eftir framlengdan leik. Gríska liðið skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tryggðu sér sigurinn. Stephen Brown var með sigurkörfuna á lokasekúndum leiksins.

Elvar gerði vel á þeim rúmu 24 mínútum sem hann spilaði og var með 11 stig og 6 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×