Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2025 08:02 Kristófer Acox gæti enn átt yfir höfði sér refsingu fyrir sinn þátt í að auglýsa veðmál í Bónus-deildinni fyrir ólöglega veðmálasíðu. Vísir / Guðmundur Mál Kristófers Acox vegna auglýsinga hans á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. Veðmálastarfsemi hefur verið mikið til umræðu hérlendis undanfarnar vikur, sér í lagi eftir að Kristófer Acox, leikmaður Vals, auglýsti veðmál á Coolbet, ólöglegri erlendri veðmálasíðu, á leiki í Bónus-deild karla á samfélagsmiðlum. Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ vill lítið sjá sig um einstök mál en segir að enn sé til skoðunar hvort eigi að refsa eigi Kristófer vegna auglýsingarinnar. Rætt var við hann í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Við höfum verið að skoða þetta mál og munum skoða það áfram. Hvað er að auglýsa og hvað er ekki að auglýsa? Það er ljóst að öllum sem koma nálægt íslenskum körfubolta eða íþróttum er bannað að veðja á sína eigin leiki en það er ekki ljóst í þessu tilviki eða öðrum sem upp hafa komið,“ segir Hannes og bætir við: „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp.“ Því sé þörf á sameiginlegu átaki og líkt og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, hefur greint frá hefur verið fundað stíft um málið innan hreyfingarinnar. Hagsmunir ÍSÍ eru miklir vegna stórs eignarhluta í Íslenskum getraunum og íslenskri getspá sem hafa sérleyfi á íslenskum markaði. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum Í 14 ár og á þeim tíma hefur hlutdeild téðra erlendra veðmálasíðna aukist til muna þar sem talið er að Íslendingar veðji á íþróttaleiki fyrir um 20 milljarða á ári. Íþróttahreyfingin hefur barist hart gegn breytingum en nú kveður við nýjan tón. Kominn tími á breytingar „Það er kominn tími á það að við breytum öllu þessu regluverki varðandi veðmálastarfsemi á Íslandi, þegar kemur að veðmálum á íþróttaleiki. Við erum með veðmálastarfsemi í dag sem einskorðast við íslenskt fyrirtæki og það fer í íslenska íþróttahreyfingu og annað, en við þurfum að taka næsta skref og skoða þessi mál,“ segir Hannes sem kallar eftir því að íþróttahreyfing og stjórnvöld taki höndum saman við að skattleggja starfsemina og skila þannig tekjum af henni hingað til lands. „Þessi starfsemi ólöglegra fyrirtækja hér á landi þarf að vera þannig að það komi af því skattar hingað inn eða að því fylgi skyldur. Við þurfum alla vega með einhverju móti að fá af þessu tekjur,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. KKÍ Fjárhættuspil ÍSÍ Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Veðmálastarfsemi hefur verið mikið til umræðu hérlendis undanfarnar vikur, sér í lagi eftir að Kristófer Acox, leikmaður Vals, auglýsti veðmál á Coolbet, ólöglegri erlendri veðmálasíðu, á leiki í Bónus-deild karla á samfélagsmiðlum. Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ vill lítið sjá sig um einstök mál en segir að enn sé til skoðunar hvort eigi að refsa eigi Kristófer vegna auglýsingarinnar. Rætt var við hann í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Við höfum verið að skoða þetta mál og munum skoða það áfram. Hvað er að auglýsa og hvað er ekki að auglýsa? Það er ljóst að öllum sem koma nálægt íslenskum körfubolta eða íþróttum er bannað að veðja á sína eigin leiki en það er ekki ljóst í þessu tilviki eða öðrum sem upp hafa komið,“ segir Hannes og bætir við: „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp.“ Því sé þörf á sameiginlegu átaki og líkt og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, hefur greint frá hefur verið fundað stíft um málið innan hreyfingarinnar. Hagsmunir ÍSÍ eru miklir vegna stórs eignarhluta í Íslenskum getraunum og íslenskri getspá sem hafa sérleyfi á íslenskum markaði. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum Í 14 ár og á þeim tíma hefur hlutdeild téðra erlendra veðmálasíðna aukist til muna þar sem talið er að Íslendingar veðji á íþróttaleiki fyrir um 20 milljarða á ári. Íþróttahreyfingin hefur barist hart gegn breytingum en nú kveður við nýjan tón. Kominn tími á breytingar „Það er kominn tími á það að við breytum öllu þessu regluverki varðandi veðmálastarfsemi á Íslandi, þegar kemur að veðmálum á íþróttaleiki. Við erum með veðmálastarfsemi í dag sem einskorðast við íslenskt fyrirtæki og það fer í íslenska íþróttahreyfingu og annað, en við þurfum að taka næsta skref og skoða þessi mál,“ segir Hannes sem kallar eftir því að íþróttahreyfing og stjórnvöld taki höndum saman við að skattleggja starfsemina og skila þannig tekjum af henni hingað til lands. „Þessi starfsemi ólöglegra fyrirtækja hér á landi þarf að vera þannig að það komi af því skattar hingað inn eða að því fylgi skyldur. Við þurfum alla vega með einhverju móti að fá af þessu tekjur,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
KKÍ Fjárhættuspil ÍSÍ Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02
Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00
Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02