Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar 24. október 2025 08:32 Frá unga aldri hefur mér verið innrætt að við getum öll gert það sem við viljum og við getum öll látið draumana okkar rætast. Konur geta verið hvað sem þær vilja, meira að segja forsetar, sagði mamma. Sjálf hef ég lagt talsvert á mig til þess að láta mína drauma rætast. Ég var talsvert feimin þegar ég var yngri, átti t.d. erfitt með að mæta í skóla og hvað þá fara með glærukynningu í skólanum, en hef núna talað á sviði fyrir framan þúsundir. Leiðin að því var talsvert ströng en svo ótrúlega gefandi. Ég hef fengið tækifæri til þess að æfa framkomu og kynnast stórkostlegum konum sem hafa sýnt og sannað að þeim eru allir vegir færir. Það er dásamlegt að tilheyra sterkum hópi kvenna sem trúa á sig og hverja aðra og standa við bakið á hver annarri í sönnu systraþeli. Vinkonur eru dýrmætar. Það er dýrmætt að tilheyra og það er dýrmætt að fá að láta ljós sitt skína. Allt þetta sameinast í Ungfrú Ísland, og aðeins eftir nokkra daga held ég til Tælands, þar sem ég mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe og fæ að spreyta mig á einum stærsta vettvangi veraldar á þessu sviði. Sumum kann að finnast svokallaðar fegurðarsamkeppnir barn síns tíma, og það voru þær svo sannarlega áður fyrr. En tímarnir breytast og mennirnir með. Í nútímanum, eru allt aðrar áherslur en áður fyrr í svona keppnum. Það er auðvitað einhver munur á milli keppna og milli landa, en eftir að hafa sökkt mér í þennan keppnisheim get ég fyrir mitt leyti sagt að ég sé ekki eftir því eina mínútu. Mitt Ungfrú Ísland ævintýri hefur verið geysimikill lærdómur og stórkostlegt ferðalag. Tími minn sem titilhafi Ungfrú Ísland hefur ekki bara verið mér dýrmætur, heldur líka gefandi. Eitt af því mest gefandi hefur verið að fylgja eftir dásamlegu stúlkunum sem kepptu í Ungfrú Ísland Teen. Þær hafa svo sannarlega sýnt sig og sannað og blómstrað í ferlinu. Margar hafa lýst ávinningnum og vináttunni sem skapast, en líka sjálfstraust og öryggi. Ein sagði nýlega að sér hefði gengið betur í atvinnuviðtali en nokkru sinni fyrr, og landað starfinu. Önnur sagði að það hefði verið dýrmætast að eignast nýjar vinkonur með sömu áhugamál. Samkenndin innan hópsins og stemmingin var yndisleg. Það er mikilvægt að ungt fólk finni sinn vettvang þar sem það getur blómstrað. Ungfrú Ísland Teen hentar ekki fyrir öll, en að sjálfsögðu sum. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála, hvort sem við erum fagurkerar eða ekki. Þessi fyrsta Ungfrú Ísland Teen stóð svo sannarlega fyrir sínu og ég hlakka til samstarfsins með nýkrýndri Ungfrú Ísland Teen. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að eignast vinkonur á þessum vettvangi og veit að við erum tengdar fyrir lífstíð. Í tilefni dagsins bið ég öll vel að njóta og hvet fólk til þess að elta draumana sína og finna sinn draumavettvang. Það er aldrei of seint. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála og við eigum svo sannarlega öll skilið að tilheyra. Við erum öll í þessu saman. Kvenréttindi eru mannréttindi og mannréttindi eru kvenréttindi. Höfundur er Ungfrú Ísland 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hefur mér verið innrætt að við getum öll gert það sem við viljum og við getum öll látið draumana okkar rætast. Konur geta verið hvað sem þær vilja, meira að segja forsetar, sagði mamma. Sjálf hef ég lagt talsvert á mig til þess að láta mína drauma rætast. Ég var talsvert feimin þegar ég var yngri, átti t.d. erfitt með að mæta í skóla og hvað þá fara með glærukynningu í skólanum, en hef núna talað á sviði fyrir framan þúsundir. Leiðin að því var talsvert ströng en svo ótrúlega gefandi. Ég hef fengið tækifæri til þess að æfa framkomu og kynnast stórkostlegum konum sem hafa sýnt og sannað að þeim eru allir vegir færir. Það er dásamlegt að tilheyra sterkum hópi kvenna sem trúa á sig og hverja aðra og standa við bakið á hver annarri í sönnu systraþeli. Vinkonur eru dýrmætar. Það er dýrmætt að tilheyra og það er dýrmætt að fá að láta ljós sitt skína. Allt þetta sameinast í Ungfrú Ísland, og aðeins eftir nokkra daga held ég til Tælands, þar sem ég mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe og fæ að spreyta mig á einum stærsta vettvangi veraldar á þessu sviði. Sumum kann að finnast svokallaðar fegurðarsamkeppnir barn síns tíma, og það voru þær svo sannarlega áður fyrr. En tímarnir breytast og mennirnir með. Í nútímanum, eru allt aðrar áherslur en áður fyrr í svona keppnum. Það er auðvitað einhver munur á milli keppna og milli landa, en eftir að hafa sökkt mér í þennan keppnisheim get ég fyrir mitt leyti sagt að ég sé ekki eftir því eina mínútu. Mitt Ungfrú Ísland ævintýri hefur verið geysimikill lærdómur og stórkostlegt ferðalag. Tími minn sem titilhafi Ungfrú Ísland hefur ekki bara verið mér dýrmætur, heldur líka gefandi. Eitt af því mest gefandi hefur verið að fylgja eftir dásamlegu stúlkunum sem kepptu í Ungfrú Ísland Teen. Þær hafa svo sannarlega sýnt sig og sannað og blómstrað í ferlinu. Margar hafa lýst ávinningnum og vináttunni sem skapast, en líka sjálfstraust og öryggi. Ein sagði nýlega að sér hefði gengið betur í atvinnuviðtali en nokkru sinni fyrr, og landað starfinu. Önnur sagði að það hefði verið dýrmætast að eignast nýjar vinkonur með sömu áhugamál. Samkenndin innan hópsins og stemmingin var yndisleg. Það er mikilvægt að ungt fólk finni sinn vettvang þar sem það getur blómstrað. Ungfrú Ísland Teen hentar ekki fyrir öll, en að sjálfsögðu sum. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála, hvort sem við erum fagurkerar eða ekki. Þessi fyrsta Ungfrú Ísland Teen stóð svo sannarlega fyrir sínu og ég hlakka til samstarfsins með nýkrýndri Ungfrú Ísland Teen. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að eignast vinkonur á þessum vettvangi og veit að við erum tengdar fyrir lífstíð. Í tilefni dagsins bið ég öll vel að njóta og hvet fólk til þess að elta draumana sína og finna sinn draumavettvang. Það er aldrei of seint. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála og við eigum svo sannarlega öll skilið að tilheyra. Við erum öll í þessu saman. Kvenréttindi eru mannréttindi og mannréttindi eru kvenréttindi. Höfundur er Ungfrú Ísland 2025.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun