Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 23. október 2025 22:01 Kvennaár 2025 á Íslandi. Fimmtíu ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf 24. október 1975, bæði launuð og ólaunuð, með þeim afleiðingum að samfélagið stöðvaðist. Þetta var sögulegur dagur sem vakti athygli um heim allan, breytti viðhorfum til kvenna og hvatti til lagabreytinga. En hálfri öld síðar er baráttunni ekki ennþá lokið. Þann 24. október 2023 lögðu yfir 100.000 konur og kvár niður störf aftur í annarri stærstu jafnréttisaðgerð Íslandssögunnar af þeirri ástæðu að enn búa konur við margvíslega mismunun, launamun og kynbundið ofbeldi. Ennþá eru störf sem lúta að því að sinna börnum, eldra fólki og samfélaginu minna metin en það að stjórna, byggja eða selja. Enn eru konur með 21% lægri atvinnutekjur en karlar og konur í umönnun, ræstingum og leikskólum eru með lægstu laun landsins. Þetta er ekki náttúrulögmál, þetta er afleiðing kerfisbundins vanmats og pólitísks vilja sem hefur brugðist. Kvennaár 2025 er ákall um aðgerðir. Við krefjumst þess að launakerfi verði endurskoðuð þannig að hægt sé að bera saman jafn verðmæt störf þvert á vinnustaði. Að komið verði á virku launagagnsæ, í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins. Að starfsmat sveitarfélaga og ríkis verði endurskoðað með það að markmiði að leiðrétta vanmat á kvennastörfum. Við krefjumst þess jafnframt að réttur barna til leikskóladvalar verði lögfestur strax að loknu fæðingarorlofi sem ríkið á að lengja. Eins þarf að tryggja jafnan rétt foreldra enda er það gríðarlegt jafnréttismál að feður taki fæðingarorlof sem og að einstæðir foreldrar fái rétt til töku alls orlofs. Tryggja þarf að fæðingarorlofsgreiðslur verði aldrei lægri en lágmarkslaun, ekki heldur hjá nemum og að skerðingum verði aflétt. Í dag lækka tekjur mæðra um 30–50% eftir fæðingu barns um leið og þær dreifa úr orlofinu yfir fleiri mánuði. Þær vinna gjarna hlutastörf þegar þær fara aftur á vinnumarkað og eru oft nokkur ár að ná fyrri tekjum, hins vegar hækka tekjur feðra aftur innan árs. Þetta er kerfisbundið óréttlæti sem bitnar á konum, börnum og samfélaginu öllu. Baráttan fyrir jafnrétti er krafa um réttlæti og þolinmæðin er á þrotum. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og vanmat á kvennastörfum eru birtingarmyndir sama vandans; samfélag sem metur konur og kvár ekki til jafns. Við segjum hingað og ekki lengra! Árið 2025 er runnið upp. Við krefjumst raunverulegs jafnréttis. Við höfum sannarlega beðið nógu lengi! Höfundar eru Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir leik- og grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Kvennaár 2025 á Íslandi. Fimmtíu ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf 24. október 1975, bæði launuð og ólaunuð, með þeim afleiðingum að samfélagið stöðvaðist. Þetta var sögulegur dagur sem vakti athygli um heim allan, breytti viðhorfum til kvenna og hvatti til lagabreytinga. En hálfri öld síðar er baráttunni ekki ennþá lokið. Þann 24. október 2023 lögðu yfir 100.000 konur og kvár niður störf aftur í annarri stærstu jafnréttisaðgerð Íslandssögunnar af þeirri ástæðu að enn búa konur við margvíslega mismunun, launamun og kynbundið ofbeldi. Ennþá eru störf sem lúta að því að sinna börnum, eldra fólki og samfélaginu minna metin en það að stjórna, byggja eða selja. Enn eru konur með 21% lægri atvinnutekjur en karlar og konur í umönnun, ræstingum og leikskólum eru með lægstu laun landsins. Þetta er ekki náttúrulögmál, þetta er afleiðing kerfisbundins vanmats og pólitísks vilja sem hefur brugðist. Kvennaár 2025 er ákall um aðgerðir. Við krefjumst þess að launakerfi verði endurskoðuð þannig að hægt sé að bera saman jafn verðmæt störf þvert á vinnustaði. Að komið verði á virku launagagnsæ, í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins. Að starfsmat sveitarfélaga og ríkis verði endurskoðað með það að markmiði að leiðrétta vanmat á kvennastörfum. Við krefjumst þess jafnframt að réttur barna til leikskóladvalar verði lögfestur strax að loknu fæðingarorlofi sem ríkið á að lengja. Eins þarf að tryggja jafnan rétt foreldra enda er það gríðarlegt jafnréttismál að feður taki fæðingarorlof sem og að einstæðir foreldrar fái rétt til töku alls orlofs. Tryggja þarf að fæðingarorlofsgreiðslur verði aldrei lægri en lágmarkslaun, ekki heldur hjá nemum og að skerðingum verði aflétt. Í dag lækka tekjur mæðra um 30–50% eftir fæðingu barns um leið og þær dreifa úr orlofinu yfir fleiri mánuði. Þær vinna gjarna hlutastörf þegar þær fara aftur á vinnumarkað og eru oft nokkur ár að ná fyrri tekjum, hins vegar hækka tekjur feðra aftur innan árs. Þetta er kerfisbundið óréttlæti sem bitnar á konum, börnum og samfélaginu öllu. Baráttan fyrir jafnrétti er krafa um réttlæti og þolinmæðin er á þrotum. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og vanmat á kvennastörfum eru birtingarmyndir sama vandans; samfélag sem metur konur og kvár ekki til jafns. Við segjum hingað og ekki lengra! Árið 2025 er runnið upp. Við krefjumst raunverulegs jafnréttis. Við höfum sannarlega beðið nógu lengi! Höfundar eru Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir leik- og grunnskólakennari
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun