Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 08:11 Þingsályktunartillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um stefnu i öryggis- og varnarmálum er komin til þingsins. Vísir/Ívar Fannar Þingsályktunartillögu um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hefur verið dreift á Alþingi. Tillagan felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september. Samkvæmt tillögunni er markmið stefnunnar að „tryggja sjálfstæði, fullveldi, lýðræðislegt stjórnarfar, friðhelgi landamæra Íslands, öryggi borgaranna og vernd stjórnkerfis og mikilvægra innviða samfélagsins gegn hernaðarlegri ógn,“ en framkvæmd stefnunnar taki mið af ógnarmati og þróun öryggismála hverju sinni. Í samræmi við tillögur þingmannahóps Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra boðaði mótun stefnunnar sem nú er komin til þingsins, en hún byggir meðal annars á vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi, utan fulltrúa Miðflokksins sem sagði sig frá starfi nefndarinnar í sumar, áður en hópurinn skilaði af sér skýrslu fyrr í haust. Megináherslurnar þrettán sem settar eru fram í tillögunni sem nú liggur fyrir Alþingi er efnislega í svo gott sem fullu samræmi við það sem þingmannahópurinn lagði til, í sumum tilfellum orðrétt þær sömu. „Stefna stjórnvalda um varnar- og öryggismál byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsáttmálanum, tvíhliða samningum við önnur ríki og grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins. Stefnan verði hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta. Ísland tryggi öryggi sitt gagnvart slíkri hættu með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana samhliða uppbyggingu á innlendum, borgaralegum viðbúnaði og getu,“ segir meðal annars í tillögunni, sem á eftir að koma til umræðu á Alþingi. Boðar ekki grundvallarbreytingu Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur við Bandaríkin verði meginstoðir stefnunnar, sem er í takt við gildandi þjóðaröryggisstefnu og þá utanríkisstefnu íslensk stjórnvöld hafa almennt rekið hvað lítur að öryggis- og varnarmálum, en stendur nú til að formfesta í nýrri varnar- og öryggisstefnu. Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögunni að þótt formleg stefna í varnar- og öryggismálum hafi ekki áður verið sett fram, hafi stjórnvöld þó til þessa unnið eftir „ákveðnum leiðarljósum á sviði varnar- og öryggismála.“ Þau leiðarljós sé meðal annars að finna í alþjóðlegum skuldbindingum, tvíhliðasamningum við önnur ríki sem og í íslenskum lögum og stefnumörkun á borð við þjóðaröryggisstefnu og varnarmálalögum svo fátt eitt sé nefnt. Fram kemur einnig í greinargerðinni að á grundvelli stefnunnar verði mótuð aðgerðaáætlun um framkvæmd hennar ásamt kostnaðaráætlun, auk þess sem stefnan verði endurskoðuð innan þriggja ára eða eftir þörfum. Þrettán megináherslur settar fram Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að þetta verði megináherslur í varnar- og öryggisstefnu Íslands: 1. Að auka þátttöku í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins sem er meginvettvangur varnarsamvinnu Íslands. 2. Að efla varnarsamstarf við Bandaríkin á grundvelli varnarsamnings frá 1951 með áherslu á sameiginlega varnarhagsmuni og áhættuþætti sem hafa áhrif á þá. 3. Að styrkja þátttöku í svæðisbundnu samstarfi um varnar- og öryggismál með áherslu á norðurslóðir, norrænt varnarsamstarf, samstarf innan sameiginlegu viðbragðssveitarinnar og samstarf bandalagsríkja á norðurskautssvæðinu. 4. Að þróa og efla varnar- og öryggissamvinnu við helstu samstarfsríki Íslands innan Evrópu, Evrópusambandið og Kanada á grundvelli sameiginlegra varnar- og öryggishagsmuna. 5. Að tryggja auknar og stigvaxandi fjárveitingar til varnartengdra verkefna og innviða sem gera Íslandi kleift að auka varnarviðbúnað, innlendan borgaralegan viðbúnað og getu, þátttöku í varnarsamstarfi og standa við skuldbindingar Íslands. 6. Að tryggja getu innan lands, mannauð, áætlanir, varnarmannvirki og búnað til að mæta öryggisáskorunum og uppfylla skuldbindingar. 7. Að efla áfallaþol íslensks samfélags, almannavarnir og vernd borgara gagnvart hernaðarógnum. 8. Að auka greiningargetu og upplýsingamiðlun um áskoranir og ógnir sem geta haft áhrif á Ísland. 9. Að stuðla að fleiri og umfangsmeiri varnaræfingum og virkri þátttöku íslenskra viðbragðsaðila til samræmis við líklegar sviðsmyndir og ógnir. 10. Að stuðla að fjárfestingum, uppbyggingu og nýsköpun á sviði varnar- og öryggismála. 11. Að efla þjálfun, kennslu og rannsóknir á sviði varnar- og öryggismála og bæta virka upplýsingamiðlun um málaflokkinn. 12. Að íslensk löggjöf á sviði varnar- og öryggismála sé skýr og samræmd hvað varðar ábyrgð og heimildir stjórnvalda, ákvarðanatöku og verkaskiptingu, sem og aðkomu og eftirlitshlutverk Alþingis. 13. Að þróa stofnanaumgjörð varnarmála sem tryggisamhæfingu, skilvirkni, ábyrgð og eftirlit, samhliða því að efla enn frekar samstarf innan stjórnsýslunnar um verkefni á sviði varnar- og öryggismála. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjölþáttaógnir Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Samkvæmt tillögunni er markmið stefnunnar að „tryggja sjálfstæði, fullveldi, lýðræðislegt stjórnarfar, friðhelgi landamæra Íslands, öryggi borgaranna og vernd stjórnkerfis og mikilvægra innviða samfélagsins gegn hernaðarlegri ógn,“ en framkvæmd stefnunnar taki mið af ógnarmati og þróun öryggismála hverju sinni. Í samræmi við tillögur þingmannahóps Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra boðaði mótun stefnunnar sem nú er komin til þingsins, en hún byggir meðal annars á vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi, utan fulltrúa Miðflokksins sem sagði sig frá starfi nefndarinnar í sumar, áður en hópurinn skilaði af sér skýrslu fyrr í haust. Megináherslurnar þrettán sem settar eru fram í tillögunni sem nú liggur fyrir Alþingi er efnislega í svo gott sem fullu samræmi við það sem þingmannahópurinn lagði til, í sumum tilfellum orðrétt þær sömu. „Stefna stjórnvalda um varnar- og öryggismál byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsáttmálanum, tvíhliða samningum við önnur ríki og grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins. Stefnan verði hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta. Ísland tryggi öryggi sitt gagnvart slíkri hættu með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana samhliða uppbyggingu á innlendum, borgaralegum viðbúnaði og getu,“ segir meðal annars í tillögunni, sem á eftir að koma til umræðu á Alþingi. Boðar ekki grundvallarbreytingu Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur við Bandaríkin verði meginstoðir stefnunnar, sem er í takt við gildandi þjóðaröryggisstefnu og þá utanríkisstefnu íslensk stjórnvöld hafa almennt rekið hvað lítur að öryggis- og varnarmálum, en stendur nú til að formfesta í nýrri varnar- og öryggisstefnu. Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögunni að þótt formleg stefna í varnar- og öryggismálum hafi ekki áður verið sett fram, hafi stjórnvöld þó til þessa unnið eftir „ákveðnum leiðarljósum á sviði varnar- og öryggismála.“ Þau leiðarljós sé meðal annars að finna í alþjóðlegum skuldbindingum, tvíhliðasamningum við önnur ríki sem og í íslenskum lögum og stefnumörkun á borð við þjóðaröryggisstefnu og varnarmálalögum svo fátt eitt sé nefnt. Fram kemur einnig í greinargerðinni að á grundvelli stefnunnar verði mótuð aðgerðaáætlun um framkvæmd hennar ásamt kostnaðaráætlun, auk þess sem stefnan verði endurskoðuð innan þriggja ára eða eftir þörfum. Þrettán megináherslur settar fram Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að þetta verði megináherslur í varnar- og öryggisstefnu Íslands: 1. Að auka þátttöku í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins sem er meginvettvangur varnarsamvinnu Íslands. 2. Að efla varnarsamstarf við Bandaríkin á grundvelli varnarsamnings frá 1951 með áherslu á sameiginlega varnarhagsmuni og áhættuþætti sem hafa áhrif á þá. 3. Að styrkja þátttöku í svæðisbundnu samstarfi um varnar- og öryggismál með áherslu á norðurslóðir, norrænt varnarsamstarf, samstarf innan sameiginlegu viðbragðssveitarinnar og samstarf bandalagsríkja á norðurskautssvæðinu. 4. Að þróa og efla varnar- og öryggissamvinnu við helstu samstarfsríki Íslands innan Evrópu, Evrópusambandið og Kanada á grundvelli sameiginlegra varnar- og öryggishagsmuna. 5. Að tryggja auknar og stigvaxandi fjárveitingar til varnartengdra verkefna og innviða sem gera Íslandi kleift að auka varnarviðbúnað, innlendan borgaralegan viðbúnað og getu, þátttöku í varnarsamstarfi og standa við skuldbindingar Íslands. 6. Að tryggja getu innan lands, mannauð, áætlanir, varnarmannvirki og búnað til að mæta öryggisáskorunum og uppfylla skuldbindingar. 7. Að efla áfallaþol íslensks samfélags, almannavarnir og vernd borgara gagnvart hernaðarógnum. 8. Að auka greiningargetu og upplýsingamiðlun um áskoranir og ógnir sem geta haft áhrif á Ísland. 9. Að stuðla að fleiri og umfangsmeiri varnaræfingum og virkri þátttöku íslenskra viðbragðsaðila til samræmis við líklegar sviðsmyndir og ógnir. 10. Að stuðla að fjárfestingum, uppbyggingu og nýsköpun á sviði varnar- og öryggismála. 11. Að efla þjálfun, kennslu og rannsóknir á sviði varnar- og öryggismála og bæta virka upplýsingamiðlun um málaflokkinn. 12. Að íslensk löggjöf á sviði varnar- og öryggismála sé skýr og samræmd hvað varðar ábyrgð og heimildir stjórnvalda, ákvarðanatöku og verkaskiptingu, sem og aðkomu og eftirlitshlutverk Alþingis. 13. Að þróa stofnanaumgjörð varnarmála sem tryggisamhæfingu, skilvirkni, ábyrgð og eftirlit, samhliða því að efla enn frekar samstarf innan stjórnsýslunnar um verkefni á sviði varnar- og öryggismála.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjölþáttaógnir Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira