Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 09:30 Rafa Benítez hefur marga fjöruna sopið sem knattspyrnustjóri. Getty/Robbie Jay Barratt Rafa Benítez, fyrrverandi stjóri stórliða á borð við Liverpool og Real Madrid, hefur verið ráðinn til að stýra gríska stórliðinu Panathinaikos. Benítez verður þar með stjóri Sverris Inga Ingasonar, landsliðsmiðvarðar, sem verið hefur leikmaður Panathinaikos frá því í fyrrasumar. Þetta er í annað sinn sem að Benítez tekur við Íslendingaliði því hann var ráðinn stjóri Everton sumarið 2021, þegar Gylfi Þór Sigurðsson var enn leikmaður liðsins en Gylfi var þó tekinn út úr leikmannahópi félagsins áður en hann náði nokkurn tímann að spila undir stjórn Spánverjans. Sagður fá meira en hálfan milljarð í árslaun Benítez tekur við Panathinaikos eftir að hafa verið án starfs síðan hann var rekinn frá spænska félaginu Celta Vigo í mars á síðasta ári. Þessi 65 ára gamli, reynslumikli knattspyrnustjóri er sagður fá hæstu laun í sögu gríska fótboltans, eða um 570 milljónir króna í árslaun. Benítez tekur við Panathinaikos í 7. sæti grísku úrvalsdeildarinnar, með níu stig eftir sex leiki en leik til góða á önnur lið. PAOK er efst með 17 stig. Panathinaikos er einnig í Evrópudeildinni, sem Benítez vann með Chelsea árið 2013, og eru Sverrir og félagar þar með þrjú stig eftir þrjá leiki en þeir töpuðu 3-1 fyrir Feyenoord í Hollandi í gær eftir stormasaman dag. Benítez hefur unnið fleiri titla, meðal annars Meistaradeildina með Liverpool árið 2005 og UEFA-bikarinn 2004 með Valencia, sem og HM félagsliða með Inter 2010, bikarmeistaratitil með Napoli 2014 og ensku B-deildina með Newcastle 2017. Gríski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Benítez verður þar með stjóri Sverris Inga Ingasonar, landsliðsmiðvarðar, sem verið hefur leikmaður Panathinaikos frá því í fyrrasumar. Þetta er í annað sinn sem að Benítez tekur við Íslendingaliði því hann var ráðinn stjóri Everton sumarið 2021, þegar Gylfi Þór Sigurðsson var enn leikmaður liðsins en Gylfi var þó tekinn út úr leikmannahópi félagsins áður en hann náði nokkurn tímann að spila undir stjórn Spánverjans. Sagður fá meira en hálfan milljarð í árslaun Benítez tekur við Panathinaikos eftir að hafa verið án starfs síðan hann var rekinn frá spænska félaginu Celta Vigo í mars á síðasta ári. Þessi 65 ára gamli, reynslumikli knattspyrnustjóri er sagður fá hæstu laun í sögu gríska fótboltans, eða um 570 milljónir króna í árslaun. Benítez tekur við Panathinaikos í 7. sæti grísku úrvalsdeildarinnar, með níu stig eftir sex leiki en leik til góða á önnur lið. PAOK er efst með 17 stig. Panathinaikos er einnig í Evrópudeildinni, sem Benítez vann með Chelsea árið 2013, og eru Sverrir og félagar þar með þrjú stig eftir þrjá leiki en þeir töpuðu 3-1 fyrir Feyenoord í Hollandi í gær eftir stormasaman dag. Benítez hefur unnið fleiri titla, meðal annars Meistaradeildina með Liverpool árið 2005 og UEFA-bikarinn 2004 með Valencia, sem og HM félagsliða með Inter 2010, bikarmeistaratitil með Napoli 2014 og ensku B-deildina með Newcastle 2017.
Gríski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira