„Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 14:09 Formaðurinn Kristinn Albertsson segir það vægast sagt óheppilegt að Hugi Halldórsson, sem situr í stjórn KKÍ, auglýsi ólöglega, erlenda veðmálasíðu. Samsett/Sigurjón/X Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag hefur Hugi Halldórsson, sem kjörinn var í stjórn KKÍ í vor um leið og Kristinn, reglulega auglýst veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Kristinn segir Huga hafa tjáð sér að hann sé nú hættur að auglýsa Coolbet en segir jafnframt að hver stjórnarmaður verði að eiga það við sína samvisku hvort hann tali fyrir munn slíkra fyrirtækja. „Þetta er ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir, það er alveg ljóst. Í besta falli óheppilegt,“ segir Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það er náttúrulega ekki æskilegt að bendla sig við þessa starfsemi sem þar að auki er ólögleg, það liggur í hlutarins eðli,“ segir Kristinn. Áður hefur verið fjallað um mál Kristófers Acox sem einnig auglýsti Coolbet, og þá sérstaklega veðmál á leiki í Bónus-deildinni sem hann sjálfur spilar í, en mál hans mun enn vera til skoðunar. Sagðist hættur en stutt frá síðustu auglýsingu Formaðurinn segist ekki hafa vitað af tengslum Huga við Coolbet fyrr en fyrir skömmu síðan. „Ég frétti bara af þessu núna nýlega, í tengslum við þessar veðmálaumræður sem hafa verið í gangi. Ég er svo heppinn, eða óheppinn, að ég hef aldrei verið á neinum samfélagsmiðlum svo ýmislegt svona fer framhjá mér,“ segir Kristinn sem sá ástæðu til að ræða málið við Huga. „Hann tjáði mér að hann hefði hætt þessu fyrir einhverjum vikum síðan. Það voru sem sagt ekki viðbrögð við þessu sem er í gangi í dag heldur var hann hættur,“ segir Kristinn en þó má til að mynda heyra Huga nefna Coolbet sem sinn veðbanka í nýjasta þætti 70 mínútna, fyrir níu dögum síðan. „Hann sagðist alla vega vera hættur fyrir einhverjum tíma,“ segir Kristinn. Veltur á samvisku hvers og eins Ekki hefur náðst í Huga Halldórsson í dag. Hann var í vor kjörinn til fjögurra ára og Kristinn segir ekki hafa komið til tals í spjalli þeirra að Hugi myndi mögulega víkja úr stjórn. „Stjórn KKÍ er kjörin á ársþingi. Það veltur bara á samvisku hvers og eins hvort honum þyki ástæða til að gera einhverja breytingu. Það er ekki beint annarra stjórnarmanna eða formanns að leggja einhverjar línur með það. En þó vil ég segja að þetta er ekki æskilegt.“ KKÍ Fjárhættuspil Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag hefur Hugi Halldórsson, sem kjörinn var í stjórn KKÍ í vor um leið og Kristinn, reglulega auglýst veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Kristinn segir Huga hafa tjáð sér að hann sé nú hættur að auglýsa Coolbet en segir jafnframt að hver stjórnarmaður verði að eiga það við sína samvisku hvort hann tali fyrir munn slíkra fyrirtækja. „Þetta er ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir, það er alveg ljóst. Í besta falli óheppilegt,“ segir Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það er náttúrulega ekki æskilegt að bendla sig við þessa starfsemi sem þar að auki er ólögleg, það liggur í hlutarins eðli,“ segir Kristinn. Áður hefur verið fjallað um mál Kristófers Acox sem einnig auglýsti Coolbet, og þá sérstaklega veðmál á leiki í Bónus-deildinni sem hann sjálfur spilar í, en mál hans mun enn vera til skoðunar. Sagðist hættur en stutt frá síðustu auglýsingu Formaðurinn segist ekki hafa vitað af tengslum Huga við Coolbet fyrr en fyrir skömmu síðan. „Ég frétti bara af þessu núna nýlega, í tengslum við þessar veðmálaumræður sem hafa verið í gangi. Ég er svo heppinn, eða óheppinn, að ég hef aldrei verið á neinum samfélagsmiðlum svo ýmislegt svona fer framhjá mér,“ segir Kristinn sem sá ástæðu til að ræða málið við Huga. „Hann tjáði mér að hann hefði hætt þessu fyrir einhverjum vikum síðan. Það voru sem sagt ekki viðbrögð við þessu sem er í gangi í dag heldur var hann hættur,“ segir Kristinn en þó má til að mynda heyra Huga nefna Coolbet sem sinn veðbanka í nýjasta þætti 70 mínútna, fyrir níu dögum síðan. „Hann sagðist alla vega vera hættur fyrir einhverjum tíma,“ segir Kristinn. Veltur á samvisku hvers og eins Ekki hefur náðst í Huga Halldórsson í dag. Hann var í vor kjörinn til fjögurra ára og Kristinn segir ekki hafa komið til tals í spjalli þeirra að Hugi myndi mögulega víkja úr stjórn. „Stjórn KKÍ er kjörin á ársþingi. Það veltur bara á samvisku hvers og eins hvort honum þyki ástæða til að gera einhverja breytingu. Það er ekki beint annarra stjórnarmanna eða formanns að leggja einhverjar línur með það. En þó vil ég segja að þetta er ekki æskilegt.“
KKÍ Fjárhættuspil Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira