Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. október 2025 16:03 Þuríður Björg hefur hvergi starfað annars staðar en hjá Nova frá því að hún náði átján ára aldri. Nova Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri markaðssóknar hjá Nova, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hún byrjaði 18 ára í þjónustuveri félagsins þegar það var stofnað og hefur setið í framkvæmdastjórn frá árinu 2017. Í tilkynningu Nova þess efnis til Kauphallar segir að Þuríður láti af störfum um næstu mánaðarmót en muni áfram veita félaginu ráðgjöf og styðja við yfirstandandi verkefni. Þuríður sé með B.Sc. í Rekstrarverkfræði og sé stjórnendamarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hafi hafið störf 18 ára gömul í þjónustuveri Nova, við stofnun félagsins, og hafi síðan sinnt margvíslegum verkefnum, meðal annars sem sölu- og þjónustustjóri, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, framkvæmdastjóri upplifunar og síðast sem framkvæmdastjóri markaðssóknar. Þuríður hafi setið í stjórn Lyfju á árunum 2018 til 2024 og sitji nú í stjórn Vís trygginga. Tímabært að flytja að heiman Í tilkynningunni er haft eftir Þuríði að hún sé ótrúlega stolt af árangrinum sem starfsfólk Nova hafi náð saman og því sem það hafi byggt upp. Það hafi alltaf haft óbilandi trú á því að hægt sé að gera hlutina öðruvísi, skemmtilegri og betur. „Það hefur verið lykillinn að okkar árangri og ég er mjög spennt fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér – bæði fyrir mig og fyrir Nova. Það hefur verið algjörlega einstakt að fá að vera í hópi Nova dansaranna, að tilheyra stærsta skemmtistað í heimi allan þennan tíma, ástríðufullum hópi sem brennur fyrir árangri og gefst aldrei upp. Núna er réttur tími fyrir mig að flytja að heiman og stíga inn í nýjar áskoranir. Ég held áfram að hvetja Nova af hliðarlínunni og fylgjast með félaginu vaxa áfram, dafna og vinna stóra sigra í góðum höndum.“ Nýr kafli í sögu Nova „Það er alltaf eftirsjá að frábæru fólki en Þuríður skilur eftir sig mikið og mikilvægt starf sem við búum að. Hún hefur verið lykilmanneskja í því að móta, hlúa að og auka viðskiptaánægju meðal viðskiptavina Nova með frábærum árangri. Nú þegar við hefjum nýjan kafla í sögu Nova og stígum næstu skref inn í framtíðina byggjum við á þeim góða grunni sem hefur gert Nova að því magnaða fyrirtæki sem það er í dag. Við óskum Þuríði alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með henni takast á við næstu verkefni,“ er haft eftir Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, forstjóra Nova. Nova Vistaskipti Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Í tilkynningu Nova þess efnis til Kauphallar segir að Þuríður láti af störfum um næstu mánaðarmót en muni áfram veita félaginu ráðgjöf og styðja við yfirstandandi verkefni. Þuríður sé með B.Sc. í Rekstrarverkfræði og sé stjórnendamarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hafi hafið störf 18 ára gömul í þjónustuveri Nova, við stofnun félagsins, og hafi síðan sinnt margvíslegum verkefnum, meðal annars sem sölu- og þjónustustjóri, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, framkvæmdastjóri upplifunar og síðast sem framkvæmdastjóri markaðssóknar. Þuríður hafi setið í stjórn Lyfju á árunum 2018 til 2024 og sitji nú í stjórn Vís trygginga. Tímabært að flytja að heiman Í tilkynningunni er haft eftir Þuríði að hún sé ótrúlega stolt af árangrinum sem starfsfólk Nova hafi náð saman og því sem það hafi byggt upp. Það hafi alltaf haft óbilandi trú á því að hægt sé að gera hlutina öðruvísi, skemmtilegri og betur. „Það hefur verið lykillinn að okkar árangri og ég er mjög spennt fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér – bæði fyrir mig og fyrir Nova. Það hefur verið algjörlega einstakt að fá að vera í hópi Nova dansaranna, að tilheyra stærsta skemmtistað í heimi allan þennan tíma, ástríðufullum hópi sem brennur fyrir árangri og gefst aldrei upp. Núna er réttur tími fyrir mig að flytja að heiman og stíga inn í nýjar áskoranir. Ég held áfram að hvetja Nova af hliðarlínunni og fylgjast með félaginu vaxa áfram, dafna og vinna stóra sigra í góðum höndum.“ Nýr kafli í sögu Nova „Það er alltaf eftirsjá að frábæru fólki en Þuríður skilur eftir sig mikið og mikilvægt starf sem við búum að. Hún hefur verið lykilmanneskja í því að móta, hlúa að og auka viðskiptaánægju meðal viðskiptavina Nova með frábærum árangri. Nú þegar við hefjum nýjan kafla í sögu Nova og stígum næstu skref inn í framtíðina byggjum við á þeim góða grunni sem hefur gert Nova að því magnaða fyrirtæki sem það er í dag. Við óskum Þuríði alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með henni takast á við næstu verkefni,“ er haft eftir Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, forstjóra Nova.
Nova Vistaskipti Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira