Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Valur Páll Eiríksson skrifar 25. október 2025 07:01 Freyr og hans menn höfðu sannarlega ástæðu til að fagna í fyrrakvöld. EPA/Paul S. Amundsen NORWAY OUT Brann vann í fyrrakvöld einn sinn stærsta sigur í sögu liðsins þegar það malaði lið Rangers frá Glasgow 3-0. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir kvöldið hafa verið einstakt og vonast til að það skili frekari orku fyrir spennandi lokakafla á tímabilinu. Brann er eina félagið í Bergen og hefur gengi félagsins mikið um stemninguna í bænum að gera. Norskir fjölmiðlar hafa lýst sigrinum sem einum þeim stærsta í sögu félagsins, enda ekki daglegt brauð að sögufrægt evrópskt félag á við Rangers vinnist örugglega, 3-0. Stemningin var eftir því. „Það snýst allt um þetta í bænum og svo var þetta svo mikill draumur hjá liðinu og félaginu að skapa þessi Evrópukvöld. Að leyfa fólkinu að dreyma og fá upplifanir. Svo er ég svo stoltur af liðinu, hvernig þeir náðu að taka inn alla stemniguna og pressuna og njóta þess,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það var einstakt andrúmsloft. Það er ótrúlega erfitt að lýsa því. Maður fann það áþreifanlega. Stundum er það svoleiðis þegar koma saman 17 þúsund manns og senda frá sér einhverja tíðni,“ „Við þorum að vera Brann og spila eins og við spilum og erum bara orðnir helvíti góðir í því,“ segir Freyr. Er það svo þitt verkefni að rífa menn niður á jörðina í dag fyrir spennandi lokakafla á tímabilinu? „Já, en samt að taka skriðþungann með okkur áfram. Það er að ná réttu spennustigi. Við erum að fara að spila á móti Rosenborg á Lerkendal, þannig að fá menn til að finna þessa síðustu prósentu. Við erum að spila klukkan tvö á sunnudegi, við komum heim klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta er ótrúlega stutt. Það er að finna þennan neista og vera klárir í slaginn. Það er það sem þetta snýst um núna,“ segir Freyr. Líkt og hann nefnir er Brann að mæta Rosenborg í Þrándheimi á morgun áður en það tekst á við sterkt lið Bodö/Glimt í miðri næstu viku. Það er því skammt stórra högga á milli en Brann keppist við að nálgast Viking og Bodö sem eru efst í norsku deildinni. Brann er með 49 stig í þriðja sæti á meðan Viking leiðir deildina með 56 stig og Bodö/Glimt með 55 stig í öðru sæti. Brann og Bodö eiga inni leik á Viking, sem er innbyrðis leikur liðanna í næstu viku. Norski boltinn Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Brann er eina félagið í Bergen og hefur gengi félagsins mikið um stemninguna í bænum að gera. Norskir fjölmiðlar hafa lýst sigrinum sem einum þeim stærsta í sögu félagsins, enda ekki daglegt brauð að sögufrægt evrópskt félag á við Rangers vinnist örugglega, 3-0. Stemningin var eftir því. „Það snýst allt um þetta í bænum og svo var þetta svo mikill draumur hjá liðinu og félaginu að skapa þessi Evrópukvöld. Að leyfa fólkinu að dreyma og fá upplifanir. Svo er ég svo stoltur af liðinu, hvernig þeir náðu að taka inn alla stemniguna og pressuna og njóta þess,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það var einstakt andrúmsloft. Það er ótrúlega erfitt að lýsa því. Maður fann það áþreifanlega. Stundum er það svoleiðis þegar koma saman 17 þúsund manns og senda frá sér einhverja tíðni,“ „Við þorum að vera Brann og spila eins og við spilum og erum bara orðnir helvíti góðir í því,“ segir Freyr. Er það svo þitt verkefni að rífa menn niður á jörðina í dag fyrir spennandi lokakafla á tímabilinu? „Já, en samt að taka skriðþungann með okkur áfram. Það er að ná réttu spennustigi. Við erum að fara að spila á móti Rosenborg á Lerkendal, þannig að fá menn til að finna þessa síðustu prósentu. Við erum að spila klukkan tvö á sunnudegi, við komum heim klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta er ótrúlega stutt. Það er að finna þennan neista og vera klárir í slaginn. Það er það sem þetta snýst um núna,“ segir Freyr. Líkt og hann nefnir er Brann að mæta Rosenborg í Þrándheimi á morgun áður en það tekst á við sterkt lið Bodö/Glimt í miðri næstu viku. Það er því skammt stórra högga á milli en Brann keppist við að nálgast Viking og Bodö sem eru efst í norsku deildinni. Brann er með 49 stig í þriðja sæti á meðan Viking leiðir deildina með 56 stig og Bodö/Glimt með 55 stig í öðru sæti. Brann og Bodö eiga inni leik á Viking, sem er innbyrðis leikur liðanna í næstu viku.
Norski boltinn Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira