Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2025 09:25 Kristófer Acox hélt um úlnliðinn og var sóttur af sjúkraþjálfara en gat snúið aftur á völlinn hálfri mínútu síðar. Skjáskot/Sýn Sport Það vakti athygli í seinni framlengingu leiks Þórs Þ. og Vals í Bónus-deild karla þegar Kristófer Acox virtist meiðast og slapp þá við að taka tvö víti sem hann hafði fengið. Hann kom svo aftur inn á völlinn eftir að hafa misst af aðeins 39 sekúndum. Fáránlegt eða klókindi? Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds veltu atvikinu fyrir sér og sagði Hlynur Bæringsson að auðvitað yrðu einhverjir pirraðir yfir þessu. Hann sagði að Kristófer virtist gera sér upp meiðsli til þess að betri vítaskytta tæki vítin sem hann fékk en að hann væri hrifinn af þessu. Menn gerðu einfaldlega allt til að vinna leiki og Valur vann einmitt að lokum, 119-117. Hér að neðan má sjá umræðuna. Klippa: Kristófer slapp við að taka vítin Hlynur nýtti tækifærið og skaut aðeins á Valsmenn vegna fyrri yfirlýsingar þeirra í máli Pablo Bertone, þar sem þeir sökuðu Stjörnuna um óheiðarleika. Hann sagði Kristófer hafa verið klókan. Mjög vel gert að fatta þetta á svona skömmum tíma „Það lítur þannig út að hann sé ekki mikið meiddur. Ef hann náði að fatta þetta... hann veit alveg að hann hefur verið að skjóta illa og að það er væntanlega einhver betri vítaskytta. Ef hann fattaði þetta á svona skömmum tíma þá er það bara mjög vel gert. Auðvitað verður einhver pirraður yfir þessu. Kannski meiddi hann sig, allt í góðu, en þetta sýnir í enn eitt skiptið að í meistaraflokki karla í efstu deild… ef það má, þá gerir fólk það. Ég veit að fólki fannst þetta skrýtið, að þetta megi í raun og veru, en það var þetta sem gerðist þarna hjá Val,“ sagði Hlynur. Greinilega löglegt en algjörlega fáránlegt „Ég veit að þeir eru nýbúnir að skrifa einhvern pistil um anda leiksins… Ég dæmi þetta ekki,“ bætti Hlynur við og sagðist sjálfur hafa verið tilbúinn að gera það sama sem leikmaður. Hermann Hauksson var ekki jafnhrifinn og kallaði eftir reglubreytingum svo að menn gætu ekki komið svo fljótt inn á völlinn eftir að hafa farið meiddir af velli. „Þetta er greinilega löglegt en mér finnst algjörlega fáránlegt að horfa upp á þetta. Ef það er þannig að þetta séu ekki það mikil meiðsli að maðurinn geti tekið vítaskot þá hefði ég bara viljað sjá hann taka þessi vítaskot. En að fara út af og geta bara fengið að koma inn á strax aftur er fáránlegt. Í handboltanum þarftu held ég að sitja af þér tvær sóknir. Ef það þarf að hlúa að þér þá þarftu að vera út af í einhvern tíma,“ sagði Hermann en umræðuna má heyra í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds veltu atvikinu fyrir sér og sagði Hlynur Bæringsson að auðvitað yrðu einhverjir pirraðir yfir þessu. Hann sagði að Kristófer virtist gera sér upp meiðsli til þess að betri vítaskytta tæki vítin sem hann fékk en að hann væri hrifinn af þessu. Menn gerðu einfaldlega allt til að vinna leiki og Valur vann einmitt að lokum, 119-117. Hér að neðan má sjá umræðuna. Klippa: Kristófer slapp við að taka vítin Hlynur nýtti tækifærið og skaut aðeins á Valsmenn vegna fyrri yfirlýsingar þeirra í máli Pablo Bertone, þar sem þeir sökuðu Stjörnuna um óheiðarleika. Hann sagði Kristófer hafa verið klókan. Mjög vel gert að fatta þetta á svona skömmum tíma „Það lítur þannig út að hann sé ekki mikið meiddur. Ef hann náði að fatta þetta... hann veit alveg að hann hefur verið að skjóta illa og að það er væntanlega einhver betri vítaskytta. Ef hann fattaði þetta á svona skömmum tíma þá er það bara mjög vel gert. Auðvitað verður einhver pirraður yfir þessu. Kannski meiddi hann sig, allt í góðu, en þetta sýnir í enn eitt skiptið að í meistaraflokki karla í efstu deild… ef það má, þá gerir fólk það. Ég veit að fólki fannst þetta skrýtið, að þetta megi í raun og veru, en það var þetta sem gerðist þarna hjá Val,“ sagði Hlynur. Greinilega löglegt en algjörlega fáránlegt „Ég veit að þeir eru nýbúnir að skrifa einhvern pistil um anda leiksins… Ég dæmi þetta ekki,“ bætti Hlynur við og sagðist sjálfur hafa verið tilbúinn að gera það sama sem leikmaður. Hermann Hauksson var ekki jafnhrifinn og kallaði eftir reglubreytingum svo að menn gætu ekki komið svo fljótt inn á völlinn eftir að hafa farið meiddir af velli. „Þetta er greinilega löglegt en mér finnst algjörlega fáránlegt að horfa upp á þetta. Ef það er þannig að þetta séu ekki það mikil meiðsli að maðurinn geti tekið vítaskot þá hefði ég bara viljað sjá hann taka þessi vítaskot. En að fara út af og geta bara fengið að koma inn á strax aftur er fáránlegt. Í handboltanum þarftu held ég að sitja af þér tvær sóknir. Ef það þarf að hlúa að þér þá þarftu að vera út af í einhvern tíma,“ sagði Hermann en umræðuna má heyra í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum