Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2025 07:15 Að óbreyttu munu yfir 40 milljónir Bandaríkjamanna verða af mataraðstoð frá og með næstu mánaðamótum. Getty/Orange County Register/Paul Bersebach Forsvarsmenn svokallaðra „matarbanka“ í Bandaríkjunum eru uggandi um ástandið sem þeir búast við að muni skapast í nóvember, þegar stjórnvöld hætta að fjármagna mataraðstoð til handa þeim sem þurfa. Fjöldi þeirra sem nýta sér matarbanka hefur aukist verulega á síðustu misserum vegna hækkandi verðlags en á sama tíma hefur þrengt verulega að „bönkunum“, vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera. Matarbankarnir eru reknir af góðgerðafélögum og svipar til Mæðrastyrksnefndar hér heima. Repúblikanar og Demókratar hafa enn ekki náð saman um áframhaldandi fjármögnun alríkisins vestanhafs. Vegna þessa munu þeir sem hafa reitt sig á svokallaða „matarmiða“ ekki fá neina aðstoð frá ríkinu frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kom í ljós fyrir helgi, þegar stjórnvöld greindu frá því að neyðarfjármunum yrði ekki veitt til stærsta mataraðstoðarkerfis landsins, SNAP en skammstöfunin stendur fyrir Supplemental Nutrition Assistance Program. Um það bil 42 milljónir Bandaríkjamanna reiða sig á SNAP en munu nú þurfa að leita annarra leiða til að fæða sig og fjölskyldur sínar. Margir þeirra munu leita til matarbanka, sem óttast að geta ekki annað eftirspurninni. „Þegar það öryggisnet brestur, þá munum við gera það sem við getum,“ hefur New York Times eftir Andreu Williams hjá Oregon Food Bank, sem dreifir matvælum til 1.200 banka og eldhúsa í Oregon og suðvesturhluta Washington. „En það mun ekki duga.“ Skjólstæðingum þeirra stofnana sem Oregon Food Bank þjónustar hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, meðal annars vegna hækkandi matvöruverðs. Þá skáru stjórnvöld niður nærri milljarð dala í fjárveitingum til mataraðstoðar, eftir að Donald Trump tók aftur við embætti forseta. Forsvarsmenn matarbankanna segja ljóst að þeir muni ekki geta annað eftirspurninni ef fjármögnun SNAP verður ekki tryggð áfram. „Það þýðir að fólk mun verða án matar og ekki síst krakkar og eldra fólk í dreifbýlinu,“ segir Williams. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Fjöldi þeirra sem nýta sér matarbanka hefur aukist verulega á síðustu misserum vegna hækkandi verðlags en á sama tíma hefur þrengt verulega að „bönkunum“, vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera. Matarbankarnir eru reknir af góðgerðafélögum og svipar til Mæðrastyrksnefndar hér heima. Repúblikanar og Demókratar hafa enn ekki náð saman um áframhaldandi fjármögnun alríkisins vestanhafs. Vegna þessa munu þeir sem hafa reitt sig á svokallaða „matarmiða“ ekki fá neina aðstoð frá ríkinu frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kom í ljós fyrir helgi, þegar stjórnvöld greindu frá því að neyðarfjármunum yrði ekki veitt til stærsta mataraðstoðarkerfis landsins, SNAP en skammstöfunin stendur fyrir Supplemental Nutrition Assistance Program. Um það bil 42 milljónir Bandaríkjamanna reiða sig á SNAP en munu nú þurfa að leita annarra leiða til að fæða sig og fjölskyldur sínar. Margir þeirra munu leita til matarbanka, sem óttast að geta ekki annað eftirspurninni. „Þegar það öryggisnet brestur, þá munum við gera það sem við getum,“ hefur New York Times eftir Andreu Williams hjá Oregon Food Bank, sem dreifir matvælum til 1.200 banka og eldhúsa í Oregon og suðvesturhluta Washington. „En það mun ekki duga.“ Skjólstæðingum þeirra stofnana sem Oregon Food Bank þjónustar hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, meðal annars vegna hækkandi matvöruverðs. Þá skáru stjórnvöld niður nærri milljarð dala í fjárveitingum til mataraðstoðar, eftir að Donald Trump tók aftur við embætti forseta. Forsvarsmenn matarbankanna segja ljóst að þeir muni ekki geta annað eftirspurninni ef fjármögnun SNAP verður ekki tryggð áfram. „Það þýðir að fólk mun verða án matar og ekki síst krakkar og eldra fólk í dreifbýlinu,“ segir Williams. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira