Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar 27. október 2025 09:31 Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði. Í Farsældarvísum grunnskóla í íslensku æskulýðsrannsókninni sem gerð var síðastliðið vor, kemur fram í landsskýrslu að lestur ungmenna á skáldsögum minnkar verulega frá 6. til 10. bekkjar. Hlutfall þeirra sem lesa skáldsögur „á hverjum degi“, „í hverri viku“ eða „í hverjum mánuði“ fer úr 43% niður í 31%. Því miður er svipuð þróun einnig sjáanleg þegar annað lesefni er skoðað, t.d. tímarit og fræðagreinar, myndasögur, o.fl. Það er mikilvægt að börn tileinki sér lestur sem hluta af daglegu lífi og foreldrar gegna þar lykilhlutverki. Lestur bóka hefur margvísleg jákvæð áhrif á þroska barna – hann styrkir tungumálakunnáttu og eykur orðaforða en hefur einnig áhrif á sköpunargáfu, einbeitingu og þolinmæði. Lestur getur auk þess eflt félagsfærni og siðferðisvitund, þar sem börn læra að setja sig í spor annarra og velta fyrir sér flóknum spurningum um rétt og rangt. Að eiga samtal við börn um það sem þau lesa er áhrifarík leið til að hvetja þau til dáða og auka áhuga þeirra á lestri. Það gefur einnig möguleika á að ræða orð og orðasambönd og þannig auka orðaforðann en hann er grunnur þess að geta lesið sér til gangs. Í skólum landsins fá börn tækifæri til að lesa annað efni en námsbækur og þar kynnast þau skólabókasöfnum. En það eitt og sér er ekki nóg – lestur er hæfni sem þarf að þjálfa, líkt og aðra færni. Það sem skiptir kannski mestu máli er að lestur og góður skilningur á tungumálinu eru undirstaða alls náms. Íslendingar hafa löngum verið taldir bókaþjóð og því hefur verið haldið fram að engin þjóð í heiminum gefi út jafnmargar bækur miðað við höfðatölu höfðatölu. Það er til mikið af góðu og fjölbreyttu lesefni og bókasöfn landsins eru fjölmörg og skemmtileg að heimsækja. Til þess að búa til framtíðarnotendur bókasafna ættu foreldrar að heimsækja bókasöfn reglulega með börnunum sínum – helst vikulega. Í dag gegna bókasöfn oft hlutverki menningarmiðstöðva þar sem fram fer fjölbreytt og skapandi starfsemi. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að kynnast bókasöfnum, heimsækja þau reglulega og fá lánaðar bækur sem vekja áhuga þeirra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: hvetjum börn til lesturs, lesum með þeim og ræðum við þau um það sem þau lesa. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Steinn Jóhannsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði. Í Farsældarvísum grunnskóla í íslensku æskulýðsrannsókninni sem gerð var síðastliðið vor, kemur fram í landsskýrslu að lestur ungmenna á skáldsögum minnkar verulega frá 6. til 10. bekkjar. Hlutfall þeirra sem lesa skáldsögur „á hverjum degi“, „í hverri viku“ eða „í hverjum mánuði“ fer úr 43% niður í 31%. Því miður er svipuð þróun einnig sjáanleg þegar annað lesefni er skoðað, t.d. tímarit og fræðagreinar, myndasögur, o.fl. Það er mikilvægt að börn tileinki sér lestur sem hluta af daglegu lífi og foreldrar gegna þar lykilhlutverki. Lestur bóka hefur margvísleg jákvæð áhrif á þroska barna – hann styrkir tungumálakunnáttu og eykur orðaforða en hefur einnig áhrif á sköpunargáfu, einbeitingu og þolinmæði. Lestur getur auk þess eflt félagsfærni og siðferðisvitund, þar sem börn læra að setja sig í spor annarra og velta fyrir sér flóknum spurningum um rétt og rangt. Að eiga samtal við börn um það sem þau lesa er áhrifarík leið til að hvetja þau til dáða og auka áhuga þeirra á lestri. Það gefur einnig möguleika á að ræða orð og orðasambönd og þannig auka orðaforðann en hann er grunnur þess að geta lesið sér til gangs. Í skólum landsins fá börn tækifæri til að lesa annað efni en námsbækur og þar kynnast þau skólabókasöfnum. En það eitt og sér er ekki nóg – lestur er hæfni sem þarf að þjálfa, líkt og aðra færni. Það sem skiptir kannski mestu máli er að lestur og góður skilningur á tungumálinu eru undirstaða alls náms. Íslendingar hafa löngum verið taldir bókaþjóð og því hefur verið haldið fram að engin þjóð í heiminum gefi út jafnmargar bækur miðað við höfðatölu höfðatölu. Það er til mikið af góðu og fjölbreyttu lesefni og bókasöfn landsins eru fjölmörg og skemmtileg að heimsækja. Til þess að búa til framtíðarnotendur bókasafna ættu foreldrar að heimsækja bókasöfn reglulega með börnunum sínum – helst vikulega. Í dag gegna bókasöfn oft hlutverki menningarmiðstöðva þar sem fram fer fjölbreytt og skapandi starfsemi. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að kynnast bókasöfnum, heimsækja þau reglulega og fá lánaðar bækur sem vekja áhuga þeirra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: hvetjum börn til lesturs, lesum með þeim og ræðum við þau um það sem þau lesa. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun