Íslenski boltinn

Óskar Hrafn fer ekki fet

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Áfram í Vesturbænum.
Áfram í Vesturbænum. Vísir/Anton Brink

Óskar Hrafn Þorvaldsson verður áfram þjálfari KR í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð.

Þetta staðfesti Magnús Orri Schram, formaður fótboltadeildar KR, í viðtali við Fótbolti.net.

Etir slakt gengi síðari hluta Íslandsmótsins voru orðrómar þess efnis að Óskar Hrafn myndi hætta með liðið orðnir háværari. Magnús Orri blæs á slíkar sögusagnir.

„Hans verkefni er rétt að byrja í Vesturbænum,“ segir formaðurinn meðal annars. Þá bætir han við hversu mikill KR-ingur Óskar Hrafn er.

Jafnframt segir Magnús Orri að verði gerðar einhverjar breytingar á leikmannahópnum, en þó ekkert meira en gengur og gerist ár hvert.

Að endingu bætir hann svo að félagið sé mjög sterkan kjarna leikmanna og muni berjast um titla í náinni framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×