Fótbolti

Jón Dagur gull­tryggði sigurinn með sínu fyrsta marki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kominn á blað í Berlín.
Kominn á blað í Berlín. Getty/Soeren Stache

Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson skoraði þriðja mark Herthu Berlínar gegn Elversberg í þýsku bikarkeppninni í fótbolta.

Jón Dagur hefur ekki fengið mörk tækifæri í byrjunarliði Berlínarliðsins og var enn eina ferðina á bekknum þegar leikur hófst í kvöld. Raunar var hann á bekknum allt fram á 86. mínútu leiksins, staðan þá orðin 2-0 og svo gott sem öruggt að Hertha væri á leið áfram.

Í uppbótartíma Lukas Pinckert af sér innan vítateigs og fékk að líta rauða spjaldið eftir að vítaspyrna var dæmd. Jón Dagur fór á punktinn og tryggði 3-0 sigur heimaliðsins. Var þetta hans fyrsta mark á leiktíðinni og raunar hans fyrsta mark fyrir félagið.

Önnur úrslit í þýski bikarkeppninni voru þau að Wolfsburg tapaði óvænt 0-1 á heimavelli fyrir Holstein Kiel og HSV lagði Heidenheim á útivelli með sama mun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×