Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar 30. október 2025 07:31 Hugvekja flutt á Kirkjuþingi, 28. október 2025 Mig langar að segja ykkur aðeins frá ferð okkar Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands til Úkraínu þar sem við vorum ásamt lúterskum höfuðbiskupum Norðurlandanna og einum biskupi frá finnsku rétttrúnaðarkirkjunni. Þetta var afskaplega áhrifamikil ferð eins og þið getið ímyndað ykkur. Að fara í gegnum landamæri lands sem er í stríði, að keyra framhjá vegatálmum hermanna, að fara í loftvarnarbyrgi þegar hætta var á árás. Að heimsækja áfallamiðstöð sem verið var að reyna að þjálfa eins margt fólk og þau geta til þess að aðstoðað fólk sem glímir við áföll. Því öll úkraínska þjóðin glímir við stöðug áföll. Það var líka upplifun að heyra frá starfi kirknanna við víglínuna og á hernumdum svæðum rússneskra stjórnvalda. Það var líka áhugavert að sitja fund í úkraínska þinginu þar sem dagskráin sem gestgjafar okkar höfðu útbúið var á þá leið að eftir að forseti úkraínska þingsins hafði talað mættu norrænu biskuparnir tala í virðingarröð. Við ritararnir hlógum aðeins að þessu saman, loksins fengjum við að vita hver virðingarröð norrænu biskupana væri. Ég var ekki búin að nefnaað allir norrænu höfuðbiskuparnir eru karlar einmitt núna fyrir utan biskupinn okkar, en fyrir sænsku kirkjuna var þarna samt kona, Antje Jackelén biskup emerítus. Þegar kom að því að tala var röðin svo þessi, biskup finnsku rétttrúnaðarkirkjunnar var fyrstur, svo finnski biskupinn, svo sá norski, svo danski og allir voru þeir ávarpaðir með nafni og gjörðu svo vel, en svo þegar kom að sænska og íslenska biskupnum þá máttu þær bara ráða hvor myndi tala fyrst, ekkert nafn…bara nú megið þið. Ég deili þessu með ykkur af því að eftir þessa heimsókn er ég ekki bara þakklát fyrir að búa við frið, heldur líka fyrir það hvað við lifum í góðu samfélagi. Þetta norræna velferðarsamfélag sem einkennist af félagslegri ábyrgð, lýðræði og jöfnuði. Í fjölskylduvænu samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er það sjálfsagt að okkar konur gátu ákveðið að sleppa því að móðgast við þessa uppákomu í úkraínska þinginu. Ég held að þetta samfélag okkar, sé samfélag sem frjálslynd lútersk kirkja hefur átt mikinn þátt í að byggja upp. Á tímum þar sem valdaskak einstaka þjóðhöfðingja ógnar heimsfriði, er þessi dýrmæta þjóðfélagsgerð okkar síður en svo sjálfsögð. Á tímum þar sem allt í einu er í boði að tala niður minnihlutahópa, konur og mannréttindi er þessi þjóðfélagsgerð viðkvæm. Það er virkilega uppörvandi að sitja á Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar og hlusta á fólk tala um hvað við erum stolt af því hvað við erum komin langt í jafnréttismálum. Það er líka gott að heyra vilja þingsins til þess að auka hlut ungs fólks á Kirkjuþingi. Ég er viss um að við finnum leiðir til þess. Við skulum ganga inn í þennan dag þakklát fyrir allt sem hefur áunnist og ákveðin í að halda áfram á þeirri góðu leið sem við erum á sem kirkja. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Úkraína Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hugvekja flutt á Kirkjuþingi, 28. október 2025 Mig langar að segja ykkur aðeins frá ferð okkar Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands til Úkraínu þar sem við vorum ásamt lúterskum höfuðbiskupum Norðurlandanna og einum biskupi frá finnsku rétttrúnaðarkirkjunni. Þetta var afskaplega áhrifamikil ferð eins og þið getið ímyndað ykkur. Að fara í gegnum landamæri lands sem er í stríði, að keyra framhjá vegatálmum hermanna, að fara í loftvarnarbyrgi þegar hætta var á árás. Að heimsækja áfallamiðstöð sem verið var að reyna að þjálfa eins margt fólk og þau geta til þess að aðstoðað fólk sem glímir við áföll. Því öll úkraínska þjóðin glímir við stöðug áföll. Það var líka upplifun að heyra frá starfi kirknanna við víglínuna og á hernumdum svæðum rússneskra stjórnvalda. Það var líka áhugavert að sitja fund í úkraínska þinginu þar sem dagskráin sem gestgjafar okkar höfðu útbúið var á þá leið að eftir að forseti úkraínska þingsins hafði talað mættu norrænu biskuparnir tala í virðingarröð. Við ritararnir hlógum aðeins að þessu saman, loksins fengjum við að vita hver virðingarröð norrænu biskupana væri. Ég var ekki búin að nefnaað allir norrænu höfuðbiskuparnir eru karlar einmitt núna fyrir utan biskupinn okkar, en fyrir sænsku kirkjuna var þarna samt kona, Antje Jackelén biskup emerítus. Þegar kom að því að tala var röðin svo þessi, biskup finnsku rétttrúnaðarkirkjunnar var fyrstur, svo finnski biskupinn, svo sá norski, svo danski og allir voru þeir ávarpaðir með nafni og gjörðu svo vel, en svo þegar kom að sænska og íslenska biskupnum þá máttu þær bara ráða hvor myndi tala fyrst, ekkert nafn…bara nú megið þið. Ég deili þessu með ykkur af því að eftir þessa heimsókn er ég ekki bara þakklát fyrir að búa við frið, heldur líka fyrir það hvað við lifum í góðu samfélagi. Þetta norræna velferðarsamfélag sem einkennist af félagslegri ábyrgð, lýðræði og jöfnuði. Í fjölskylduvænu samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er það sjálfsagt að okkar konur gátu ákveðið að sleppa því að móðgast við þessa uppákomu í úkraínska þinginu. Ég held að þetta samfélag okkar, sé samfélag sem frjálslynd lútersk kirkja hefur átt mikinn þátt í að byggja upp. Á tímum þar sem valdaskak einstaka þjóðhöfðingja ógnar heimsfriði, er þessi dýrmæta þjóðfélagsgerð okkar síður en svo sjálfsögð. Á tímum þar sem allt í einu er í boði að tala niður minnihlutahópa, konur og mannréttindi er þessi þjóðfélagsgerð viðkvæm. Það er virkilega uppörvandi að sitja á Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar og hlusta á fólk tala um hvað við erum stolt af því hvað við erum komin langt í jafnréttismálum. Það er líka gott að heyra vilja þingsins til þess að auka hlut ungs fólks á Kirkjuþingi. Ég er viss um að við finnum leiðir til þess. Við skulum ganga inn í þennan dag þakklát fyrir allt sem hefur áunnist og ákveðin í að halda áfram á þeirri góðu leið sem við erum á sem kirkja. Höfundur er biskupsritari.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun