Innlent

Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fundurinn hófst klukkan tíu í gærmorgun og var slitið á þriðja tímanum.
Fundurinn hófst klukkan tíu í gærmorgun og var slitið á þriðja tímanum. Vísir/Anton Brink

Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 

Arnar Hjálmsson formaður FÍF segir í samtali við fréttastofu að ekkert hafi orðið ágengt í viðræðunum í nokkra daga. 

„Það er fullreynt með þessa tilraun og var ákveðið að stoppa og boða ekki nýjan fund í bili,“ segir Arnar. Samninganefndirnar höfðu sett sér það markmið að ljúka viðræðum í þessari viku en útistandandi eru deilur um launaliðinn og launaþróun. 

Arnar segir ekki liggja fyrir hvort boðað verði til frekari vinnustöðvana en flugumferðarstjórar höfðu boðað til fimm verkfalla í síðustu viku en aðeins eitt þeirra varð að veruleika. Fyrir helgi var tveimur verkföllum frestað, sem áætluð voru á föstudag eða laugardag.

„Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það. Við verðum með félagsfund í næstu viku þar sem verður farið aðeins yfir stöðuna. En nei, engar frekari vinnustöðvanir hafa verið boðaðar.“


Tengdar fréttir

Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins

Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist hóflega bjartsýnn á að viðræður dagsins hjá ríkissáttasemjara gangi vel. Samninganefndir FÍF og Samtaka atvinnulífsins ganga inn á fund klukkan tíu.

„Vonandi klárast þetta á morgun“

Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á fimmta tímanum í dag. Nýr fundur hefur verið boðaður á morgun og í samtali við fréttastofu sagðist Sigríður Margrét Oddsdóttir, vonast til að viðræður deiluaðila klárist á morgun.

Stuttur fundur og hittast næst á mánu­dag

Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á hádegi í dag og næsti fundur boðaður á mánudag. Engar frekari verkfallsaðgerðir eru áætlaðar að svo stöddu segir formaður Félags flugumferðastjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×