Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 10:38 Slysið varð á Reykjanesbraut við Álfabakka 1. apríl síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Slysið varð á Reykjanesbraut þann 1. apríl síðastliðinn, rétt norðan við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 14:42. Slysið varð á þriðja tímanum eftir hádegi þann 1. apríl.RNSA Gangandi vegfarandinn, sem var 49 ára gamall þegar hann lést, hafði sést ganga meðfram Breiðholtsbraut í vesturátt í aðdraganda slyssins. Nokkrir höfðu gert lögreglu viðvart Nokkur vitni, sem komu höfðu auga á hann á gangi, höfðu haft samband við lögreglu fyrir slysið þar sem þau töldu manninn ekki í líkamlegu ástandi til að vera þarna á ferð. Hann hafi verið reikull í spori og nokkrum sinnum virst nálægt því að detta inn á Breiðholtsbraut þegar hann gekk meðfram henni. Maðurinn var á göngu meðfram Reykjanesbrautinni, eftir að hafa gengið við Breiðholtsbraut í nokkra hríð, þegar slysið varð.RNSA Leyfilegur hámarkshraði á Breiðholtsbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund og 80 á Reykjanesbraut. Ökumaður, sem var á leið í norðurátt á Reykjanesbraut, kvaðst hafa verið á um 70 kílómetra hraða áður en hann varð var við vegfarandann. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á brautina Hann hafi hægt á sér þegar hann hafi orðið hans var en bíllinn, sem var af gerðinni Nissan Pathfinder af árgerð 2013, var ekki útbúinn búnaði svo hægt væri að lesa hraðann sem hann var á í aðdraganda slyssins. Fram kemur í skýrslunni að frásögn ökumannsins stemmi við frásögn vitna. Ökumaður Nissan-bílsins sagðist, samkvæmt skýrslunni, hafa séð manninn ganga meðfram Reykjanesbraut í norðurátt þegar hann var nýbúinn að keyra undir brúna við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Hann hafi verið á vinstri akrein og hægt á bílnum þegar hann varð mannsins var. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á akbrautina og hrasað en haldið áfram og að endingu dottið fyrir bíl hans. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að gangandi vegfarandinn hafi ekki nýtt nálægar gönguleiðir sem voru til staðar heldur reynt að þvera akbrautir, þar sem ekki er gert fyrir gangandi og hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Við rannsókn málsins hafi jafnframt komið í ljós mikið magn áfengis í blóði gangandi vegfarandans og hann hafi verið ofurölvi. Þá kvaðst ökumaðurinn hafa veitt vegfarandanum eftirtekt svo skömmu fyrir slysið að hann hafi ekki getað varnað slysinu þrátt fyrir að hafa dregið úr hraða. Samgönguslys Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48 Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Slysið varð á Reykjanesbraut þann 1. apríl síðastliðinn, rétt norðan við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 14:42. Slysið varð á þriðja tímanum eftir hádegi þann 1. apríl.RNSA Gangandi vegfarandinn, sem var 49 ára gamall þegar hann lést, hafði sést ganga meðfram Breiðholtsbraut í vesturátt í aðdraganda slyssins. Nokkrir höfðu gert lögreglu viðvart Nokkur vitni, sem komu höfðu auga á hann á gangi, höfðu haft samband við lögreglu fyrir slysið þar sem þau töldu manninn ekki í líkamlegu ástandi til að vera þarna á ferð. Hann hafi verið reikull í spori og nokkrum sinnum virst nálægt því að detta inn á Breiðholtsbraut þegar hann gekk meðfram henni. Maðurinn var á göngu meðfram Reykjanesbrautinni, eftir að hafa gengið við Breiðholtsbraut í nokkra hríð, þegar slysið varð.RNSA Leyfilegur hámarkshraði á Breiðholtsbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund og 80 á Reykjanesbraut. Ökumaður, sem var á leið í norðurátt á Reykjanesbraut, kvaðst hafa verið á um 70 kílómetra hraða áður en hann varð var við vegfarandann. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á brautina Hann hafi hægt á sér þegar hann hafi orðið hans var en bíllinn, sem var af gerðinni Nissan Pathfinder af árgerð 2013, var ekki útbúinn búnaði svo hægt væri að lesa hraðann sem hann var á í aðdraganda slyssins. Fram kemur í skýrslunni að frásögn ökumannsins stemmi við frásögn vitna. Ökumaður Nissan-bílsins sagðist, samkvæmt skýrslunni, hafa séð manninn ganga meðfram Reykjanesbraut í norðurátt þegar hann var nýbúinn að keyra undir brúna við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Hann hafi verið á vinstri akrein og hægt á bílnum þegar hann varð mannsins var. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á akbrautina og hrasað en haldið áfram og að endingu dottið fyrir bíl hans. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að gangandi vegfarandinn hafi ekki nýtt nálægar gönguleiðir sem voru til staðar heldur reynt að þvera akbrautir, þar sem ekki er gert fyrir gangandi og hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Við rannsókn málsins hafi jafnframt komið í ljós mikið magn áfengis í blóði gangandi vegfarandans og hann hafi verið ofurölvi. Þá kvaðst ökumaðurinn hafa veitt vegfarandanum eftirtekt svo skömmu fyrir slysið að hann hafi ekki getað varnað slysinu þrátt fyrir að hafa dregið úr hraða.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48 Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48
Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01