Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar 31. október 2025 14:31 Nýleg ákvörðun Landsbankans um að hætta að veita verðtryggð lán nema til fyrstu kaupenda hefur haft í för með sér meiri háttar áhrif á fasteignamarkaðinn. Markaðurinn hefur kólnað á örfáum dögum og óvissan magnast. Fólk er óöruggt. Keðjur fasteignakaupa rakna upp. Hvað aðrar fjármálastofnanir gera er enn ekki ljóst. Það getur enginn verið á þeirri skoðun að ástandi sé boðlegt. Engu máli skiptir hvaða stjórnmálaflokki menn tilheyra. Árið er 2025, ekki 1975. Áratuga umræða tekin af borðinu á einni nóttu Í áratugi hefur verið rætt fram og til baka hvort og hvernig draga megi úr vægi verðtryggingar. Vissulega er ákvörðun Landsbankans og eftir atvikum ákvarðanir Arion og Íslandsbanka um framboð verðtryggðra lána bein afleiðing af nýföllnum dómi Hæstaréttar. En þrátt fyrir augljósa annmarka verðtryggingar hefur hún gert þúsundum Íslendinga kleift að eignast heimili. Verðtryggingin, með öllum sínum göllum, er einfaldlega ein af grunnstoðum íslensks fjármagnsmarkaðar. Slík grundvallarstoð fjármögnunar getur ekki breyst á svipstundu, á sama tíma og þjóðin býr eitt hæsta vaxtastig í heimi. Tímasetningin getur ekki verið verri. Allt hagkerfið verður fyrir áhrifum. Greiðslubyrðin orðin óbærileg Fyrir þá lántaka sem ekki falla undir skilgreiningu fyrstu kaupenda blasir við harður veruleiki. Óverðtryggð lán Landsbankans, svo dæmi sé tekið, bera nú um 10 prósenta vexti. Þetta er ekki prentvilla. Ef vextir eru festir til eins, þriggja eða fimm ára eru þeir á bilinu 8,15 til 9,10 prósent. Það þýðir að nánast allir þurfa að festa vexti, a.m.k. til skamms tíma, en greiðslubyrðin er engu að síður gríðarleg. Fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk sem vill stækka við sig getur brotthvarf verðtryggðra lána þýtt tugþúsunda króna hærri greiðslubyrði á mánuði. Alþingi þarf að leggja línurnar Sl. fimmtudag var haldinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að minni beiðni.Þar var ákvörðun Landsbankans rædd og áhrif hennar metin. Gott var að heyra sjónarmið bæði ráðherra og fulltrúa bankans enda snertir þetta mál þjóðina alla. Það eru allir meðvitaðir um alvarleika stöðunnar. En staðan er enn óljós. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum veit enginn hvort og hvernig aðrar fjármálastofnanir muni fylgja í kjölfar Landsbankans, eða t.d. hvort verðtryggð lán verði einungis með föstum vöxtum.Staðreyndin er einfaldlega sú að almenningi og fyrirtækjum er ekki fyllilega ljóst hvaða kjör munu gilda á íslenskum lánamarkaði. Alþingi, stjórnvöld auk Seðlabanka þurfa að bregðast við af festu án tafar. Í því felst t.d. að meta hvort og hvernig lög og reglur um verðtryggingu, þ.m.t. um viðmið fyrir verðtryggð lán með breytilega vexti, þurfi að breytast. Snúum við - strax Við verðum að snúa af þessari leið og tryggja fyrirsjáanleika um framboð verðtryggðra lána með skýrum viðmiðum um vexti. Það blasir við að eigi að gera verulegar breytingar á framboði verðtryggðra lána verður slíkt að gerast í áföngum og á grunni samráðs allra hagaðila til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Eignir og eigið fé almennings eru í húfi. Við megum ekki fá þessar endalausu dýfur og breytingar á lána- og fasteignamarkaði sem valda nánast jarðskjálftum í efnahagslífinu. Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að draga úr vægi verðtryggingar, enda eru verðtryggð lán ein og sér ekki framtíðin. En meiri háttar breytingar á lánakjörum almennings verða að vera í takt við stöðu heimilanna, vel undirbúnar og fyrirsjáanlegar. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Vaxtamálið Lánamál Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg ákvörðun Landsbankans um að hætta að veita verðtryggð lán nema til fyrstu kaupenda hefur haft í för með sér meiri háttar áhrif á fasteignamarkaðinn. Markaðurinn hefur kólnað á örfáum dögum og óvissan magnast. Fólk er óöruggt. Keðjur fasteignakaupa rakna upp. Hvað aðrar fjármálastofnanir gera er enn ekki ljóst. Það getur enginn verið á þeirri skoðun að ástandi sé boðlegt. Engu máli skiptir hvaða stjórnmálaflokki menn tilheyra. Árið er 2025, ekki 1975. Áratuga umræða tekin af borðinu á einni nóttu Í áratugi hefur verið rætt fram og til baka hvort og hvernig draga megi úr vægi verðtryggingar. Vissulega er ákvörðun Landsbankans og eftir atvikum ákvarðanir Arion og Íslandsbanka um framboð verðtryggðra lána bein afleiðing af nýföllnum dómi Hæstaréttar. En þrátt fyrir augljósa annmarka verðtryggingar hefur hún gert þúsundum Íslendinga kleift að eignast heimili. Verðtryggingin, með öllum sínum göllum, er einfaldlega ein af grunnstoðum íslensks fjármagnsmarkaðar. Slík grundvallarstoð fjármögnunar getur ekki breyst á svipstundu, á sama tíma og þjóðin býr eitt hæsta vaxtastig í heimi. Tímasetningin getur ekki verið verri. Allt hagkerfið verður fyrir áhrifum. Greiðslubyrðin orðin óbærileg Fyrir þá lántaka sem ekki falla undir skilgreiningu fyrstu kaupenda blasir við harður veruleiki. Óverðtryggð lán Landsbankans, svo dæmi sé tekið, bera nú um 10 prósenta vexti. Þetta er ekki prentvilla. Ef vextir eru festir til eins, þriggja eða fimm ára eru þeir á bilinu 8,15 til 9,10 prósent. Það þýðir að nánast allir þurfa að festa vexti, a.m.k. til skamms tíma, en greiðslubyrðin er engu að síður gríðarleg. Fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk sem vill stækka við sig getur brotthvarf verðtryggðra lána þýtt tugþúsunda króna hærri greiðslubyrði á mánuði. Alþingi þarf að leggja línurnar Sl. fimmtudag var haldinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að minni beiðni.Þar var ákvörðun Landsbankans rædd og áhrif hennar metin. Gott var að heyra sjónarmið bæði ráðherra og fulltrúa bankans enda snertir þetta mál þjóðina alla. Það eru allir meðvitaðir um alvarleika stöðunnar. En staðan er enn óljós. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum veit enginn hvort og hvernig aðrar fjármálastofnanir muni fylgja í kjölfar Landsbankans, eða t.d. hvort verðtryggð lán verði einungis með föstum vöxtum.Staðreyndin er einfaldlega sú að almenningi og fyrirtækjum er ekki fyllilega ljóst hvaða kjör munu gilda á íslenskum lánamarkaði. Alþingi, stjórnvöld auk Seðlabanka þurfa að bregðast við af festu án tafar. Í því felst t.d. að meta hvort og hvernig lög og reglur um verðtryggingu, þ.m.t. um viðmið fyrir verðtryggð lán með breytilega vexti, þurfi að breytast. Snúum við - strax Við verðum að snúa af þessari leið og tryggja fyrirsjáanleika um framboð verðtryggðra lána með skýrum viðmiðum um vexti. Það blasir við að eigi að gera verulegar breytingar á framboði verðtryggðra lána verður slíkt að gerast í áföngum og á grunni samráðs allra hagaðila til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Eignir og eigið fé almennings eru í húfi. Við megum ekki fá þessar endalausu dýfur og breytingar á lána- og fasteignamarkaði sem valda nánast jarðskjálftum í efnahagslífinu. Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að draga úr vægi verðtryggingar, enda eru verðtryggð lán ein og sér ekki framtíðin. En meiri háttar breytingar á lánakjörum almennings verða að vera í takt við stöðu heimilanna, vel undirbúnar og fyrirsjáanlegar. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar