Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2025 09:02 Sveindís Jane Jónsdóttir var á Íslandi þegar liðsfélagi hennar, Elizabeth Eddy, fékk umdeilda grein sína birta í New York Post í byrjun vikunnar. Samsett/Getty Grein sem fótboltakonan Elizabeth Eddy , liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Angel City, skrifaði í New York Post hefur valdið mikilli óánægju innan liðsins. Þar krafðist Eddy þess að settar yrðu skýrar reglur um að leikmenn úrvalsdeildar kvenna í Bandaríkjunum þyrftu að hafa fæðst með eggjastokka eða gengist undir kynjapróf. „Þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sögðu fyrirliðarnir Sarah Gorden og Angelina Anderson á blaðamannafundi þegar þær ræddu um grein Eddy, varnarmanns Angel City. Greinin birtist á mánudag, þegar Sveindís var hér á landi vegna landsleikjanna við Norður-Írland, en lokaleikur Angel City á tímabilinu er á morgun. Greinin hefur vakið mikla athygli en þar segir Eddy, sem byrjaði að spila í bandarísku deildinni fyrir ellefu árum síðan en hefur nánast ekkert spilað fyrir Angel City síðustu ár, að standa þurfi vörð um rétt kvenna til þess að spila á jafnréttisgrundvelli. Það þýði að gera þurfi kynjapróf eða sýna fram á að leikmenn hafi fæðst með eggjastokka. Vísar hún meðal annars til reglna um kynjapróf sem settar hafa verið af alþjóða frjálsíþróttasambandinu og fleirum. Sýnir ekki afstöðu þessa liðs Bandarískir miðlar benda á að engin trans kona sé í bandarísku úrvalsdeildinni og segja fyrirliðar Angel City að greinin lýsi bæði transfóbíu og rasisma. Í greininni er meðal annars birt mynd af hinni þeldökku Barbra Banda, landsliðskonu Sambíu, sem valin var knattspyrnukona ársins í Afríku í fyrra, og talað um að hún hafi orðið fyrir aðkasti áhorfenda vegna umræðu um hvort hún hefði fallið á kynjaprófi sem þó hefur aldrei verið staðfest. Fyrirliðinn Sarah Gorden sagði grein Eddy og framsetningu hennar einfaldlega viðbjóðslega.Getty/Liza Rosales „Við sáum öll greinina sem skrifuð var í New York Post fyrr í þessari viku. Ég vil byrja á að segja að þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sagði fyrirliðinn Gorden eins og sjá má hér að ofan, og ljóst að henni var mikið niðri fyrir. Leikmenn í þessum klefa sem verða fyrir beinum skaða af greininni „Í búningsklefanum hef ég átt mörg samtöl við liðsfélaga mína undanfarna daga og þeir eru særðir eftir þessa grein, og finnst sumt af því sem þar er sagt vera viðbjóðslegt. Það er mér mjög mikilvægt að koma því á framfæri að við erum ósammála því sem skrifað var, af fjölmörgum ástæðum en aðallega vegna þess að undirtónninn virðist transfóbískur og einnig rasískur,“ sagði Gorden. „Greinin kallar eftir erfðaprófunum á ákveðnum leikmönnum og er með mynd af afrískum leikmanni í fyrirsögn, og það er mjög skaðlegt, og að mínu mati er það í eðli sínu rasískt, því að taka þennan hóp út fyrir og láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi er algjörlega vandamál. Sem kona af blönduðum uppruna með svarta fjölskyldu er ég niðurbrotin yfir undirtóni þessarar greinar og ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart liðsfélögum mínum og þessu samfélagi sem einnig eru særð út af þessu, og það nær yfir starfsfólk og alla sem eru stuðningsmenn og aðdáendur. Og það eru leikmenn í þessari deild og í þessum búningsklefa sem verða fyrir beinum skaða af því sem skrifað var í greininni,“ bætti fyrirliðinn við. Bandaríski fótboltinn Málefni trans fólks Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
„Þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sögðu fyrirliðarnir Sarah Gorden og Angelina Anderson á blaðamannafundi þegar þær ræddu um grein Eddy, varnarmanns Angel City. Greinin birtist á mánudag, þegar Sveindís var hér á landi vegna landsleikjanna við Norður-Írland, en lokaleikur Angel City á tímabilinu er á morgun. Greinin hefur vakið mikla athygli en þar segir Eddy, sem byrjaði að spila í bandarísku deildinni fyrir ellefu árum síðan en hefur nánast ekkert spilað fyrir Angel City síðustu ár, að standa þurfi vörð um rétt kvenna til þess að spila á jafnréttisgrundvelli. Það þýði að gera þurfi kynjapróf eða sýna fram á að leikmenn hafi fæðst með eggjastokka. Vísar hún meðal annars til reglna um kynjapróf sem settar hafa verið af alþjóða frjálsíþróttasambandinu og fleirum. Sýnir ekki afstöðu þessa liðs Bandarískir miðlar benda á að engin trans kona sé í bandarísku úrvalsdeildinni og segja fyrirliðar Angel City að greinin lýsi bæði transfóbíu og rasisma. Í greininni er meðal annars birt mynd af hinni þeldökku Barbra Banda, landsliðskonu Sambíu, sem valin var knattspyrnukona ársins í Afríku í fyrra, og talað um að hún hafi orðið fyrir aðkasti áhorfenda vegna umræðu um hvort hún hefði fallið á kynjaprófi sem þó hefur aldrei verið staðfest. Fyrirliðinn Sarah Gorden sagði grein Eddy og framsetningu hennar einfaldlega viðbjóðslega.Getty/Liza Rosales „Við sáum öll greinina sem skrifuð var í New York Post fyrr í þessari viku. Ég vil byrja á að segja að þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sagði fyrirliðinn Gorden eins og sjá má hér að ofan, og ljóst að henni var mikið niðri fyrir. Leikmenn í þessum klefa sem verða fyrir beinum skaða af greininni „Í búningsklefanum hef ég átt mörg samtöl við liðsfélaga mína undanfarna daga og þeir eru særðir eftir þessa grein, og finnst sumt af því sem þar er sagt vera viðbjóðslegt. Það er mér mjög mikilvægt að koma því á framfæri að við erum ósammála því sem skrifað var, af fjölmörgum ástæðum en aðallega vegna þess að undirtónninn virðist transfóbískur og einnig rasískur,“ sagði Gorden. „Greinin kallar eftir erfðaprófunum á ákveðnum leikmönnum og er með mynd af afrískum leikmanni í fyrirsögn, og það er mjög skaðlegt, og að mínu mati er það í eðli sínu rasískt, því að taka þennan hóp út fyrir og láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi er algjörlega vandamál. Sem kona af blönduðum uppruna með svarta fjölskyldu er ég niðurbrotin yfir undirtóni þessarar greinar og ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart liðsfélögum mínum og þessu samfélagi sem einnig eru særð út af þessu, og það nær yfir starfsfólk og alla sem eru stuðningsmenn og aðdáendur. Og það eru leikmenn í þessari deild og í þessum búningsklefa sem verða fyrir beinum skaða af því sem skrifað var í greininni,“ bætti fyrirliðinn við.
Bandaríski fótboltinn Málefni trans fólks Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira