Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 09:00 Arnar Gunnlaugsson var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna Real Madrid og þá sérstaklega hjá Vinicius Junior. Getty/ Michael Regan/Sýn Sport Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson ræddi slaka frammistöðu Real Madrid á Anfield í gær þar sem liðið var mjög ósannfærandi og tapaði 1-0 í leik stórliðanna tveggja í Meistaradeildinni í fótbolta. „Arnar, það er ekki hægt að segja að England sé vinur Real Madrid. Þeir eru búnir að vinna tvo á síðustu níu leikjum gegn enskum liðum og það voru margir af þessum stjörnum Real Madrid sem sáu bara ekki til sólar í kvöld,“ sagði Ríkharð Guðnason í upphafi umræðunnar um spænska stórliðið í Meistaradeildarmörkunum. Varð fyrir hrikalegum vonbrigðum „Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum með Vinicius Junior. Það er bara eins og hann hafi engan áhuga á að spila varnarleik og hann var ragur sóknarlega. [Conor] Bradley átti frábæran leik gegn honum í hægri bakverðinum. Þetta er ekki sá Vinicius Junior sem við þekkjum og höfum dáð í gegnum tíðina. Það er eitthvað meiriháttar í gangi þarna að gerast á bak við tjöldin,“ sagði Arnar. Rikki G benti á það að Vinicius Junior hafi verið í vandræðum lengi. „Eftir að hann fór í þetta væl sitt að vera ekki valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu þegar hann fékk ekki gullknöttinn á sínum tíma þá hefur ekkert gerst síðan þá. Í staðinn fyrir að gefa í eins og alvöru leikmenn gera, hætta þessu væli og reyna bara að vinna aftur á næsta ári,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar Gunnlaugson ekki hrifinn af því sem er i gangi hjá Real Madrid Arnar bar líka saman leikmenn Real Madrid í dag og þá sem voru að skila liðinu meistaratitlum á síðustu árum. Unnið á einstaklingsgæðum „Hvaða leikmenn eru komnir í staðinn? Allt frábærir leikmenn, ekki misskilja mig. Real hefur alltaf unnið sína titla frekar á einstaklingsgæðum. Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft neinn strúktúr en það hefur aldrei verið strúktúr, en meira bara svona, heyrðu, þið farið út og reddið þessu. En núna er kominn þjálfari sem vill bara strúktúr, strúktúr, strúktúr, strúktúr,“ sagði Arnar. „Það er eins og sumir leikmenn bara fíli það ekki, fara bara í fýlu eða í verkfall í staðinn fyrir að hjálpa við að færa liðið inn í nútímalegri fótboltavídd,“ sagði Arnar. Það má horfa á Arnar lesa yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
„Arnar, það er ekki hægt að segja að England sé vinur Real Madrid. Þeir eru búnir að vinna tvo á síðustu níu leikjum gegn enskum liðum og það voru margir af þessum stjörnum Real Madrid sem sáu bara ekki til sólar í kvöld,“ sagði Ríkharð Guðnason í upphafi umræðunnar um spænska stórliðið í Meistaradeildarmörkunum. Varð fyrir hrikalegum vonbrigðum „Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum með Vinicius Junior. Það er bara eins og hann hafi engan áhuga á að spila varnarleik og hann var ragur sóknarlega. [Conor] Bradley átti frábæran leik gegn honum í hægri bakverðinum. Þetta er ekki sá Vinicius Junior sem við þekkjum og höfum dáð í gegnum tíðina. Það er eitthvað meiriháttar í gangi þarna að gerast á bak við tjöldin,“ sagði Arnar. Rikki G benti á það að Vinicius Junior hafi verið í vandræðum lengi. „Eftir að hann fór í þetta væl sitt að vera ekki valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu þegar hann fékk ekki gullknöttinn á sínum tíma þá hefur ekkert gerst síðan þá. Í staðinn fyrir að gefa í eins og alvöru leikmenn gera, hætta þessu væli og reyna bara að vinna aftur á næsta ári,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar Gunnlaugson ekki hrifinn af því sem er i gangi hjá Real Madrid Arnar bar líka saman leikmenn Real Madrid í dag og þá sem voru að skila liðinu meistaratitlum á síðustu árum. Unnið á einstaklingsgæðum „Hvaða leikmenn eru komnir í staðinn? Allt frábærir leikmenn, ekki misskilja mig. Real hefur alltaf unnið sína titla frekar á einstaklingsgæðum. Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft neinn strúktúr en það hefur aldrei verið strúktúr, en meira bara svona, heyrðu, þið farið út og reddið þessu. En núna er kominn þjálfari sem vill bara strúktúr, strúktúr, strúktúr, strúktúr,“ sagði Arnar. „Það er eins og sumir leikmenn bara fíli það ekki, fara bara í fýlu eða í verkfall í staðinn fyrir að hjálpa við að færa liðið inn í nútímalegri fótboltavídd,“ sagði Arnar. Það má horfa á Arnar lesa yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira