Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 11:01 Það er eitt mikilvægasta verkefni samfélagsins að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms – líka þeim sem hingað flytja og eiga enn eftir að læra tungumálið okkar. Fjölgun barna af erlendum uppruna hefur verið hröð á undanförnum árum; í dag hafa nær 8000 grunnskólanemar erlendan bakgrunn og stór hluti þeirra talar ekki stakt orð í íslensku þegar þau hefja nám. Þessi börn hafa mikinn vilja til að læra, en það er okkar ábyrgð að skapa aðstæður sem gera þeim það raunverulega mögulegt. Reynsla kennara og skólastjórnenda sýnir að núverandi fyrirkomulag nægir ekki til að mæta þörfum þessa hóps. Kennarar í almennum bekkjum reyna af einlægni að styðja börn sem tala ekki tungumálið, en í fjölmennum bekkjum er einfaldlega ekki hægt að veita þeim þann undirbúning og þann stuðning sem þau þurfa til að fóta sig í nýju samfélagi. Þarna þarf kerfið að bregðast við – með móttökuskólum og móttökudeildum sem byggja á fagmennsku, sérhæfðri kennslu og virðingu fyrir þörfum hvers barns. Móttökuskólar eru ekki einangrandi heldur inngildandi. Þeir eru fyrsta skref barna að því að verða hluti af íslensku samfélagi. Þar getur barnið lært íslensku á eigin hraða, fengið stuðning við félagsfærni, og ekki síst verið metið af kennurum og sérfræðingum sem greina námsstöðu, málþroska og mögulega erfiðleika. Þegar slíkt mat liggur fyrir getur bekkjarkennari í heimaskólanum tekið við barninu með meiri skilningi og réttum verkfærum. Þannig þjónustum við ekki aðeins barnið sem er nýflutt til landsins – heldur allt skólakerfið. Þetta er ekki spurning um „töfralausn“, heldur um réttláta og raunhæfa leið til inngildingar. Með því að byggja upp móttökuskóla eða -deildir með samræmdu námsmati, markvissri tungumálakennslu og greiningu á stöðu barna, sköpum við grunn að farsælli menntavegferð. Börnin fá tíma til að aðlagast, vinna úr reynslu og byggja sjálfstraust áður en þau ganga inn í almennan bekk. Samhliða fá kennarar betri yfirsýn, aukið svigrúm og færi á að sinna öllum nemendum sínum af meiri festu og umhyggju. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir að þetta virkar. Í Noregi og Danmörku hefur verið byggt upp móttökukerfi þar sem markmiðið er að flýta tungumálanámi og styrkja félagslega aðlögun. Þessi nálgun byggir á þeirri einföldu hugsun að best sé að mæta barni þar sem það er – ekki þar sem við viljum að það sé. Við eigum að leggja grunn að því hér á landi líka. Móttökuskólar og móttökudeildir eru fjárfesting í framtíð barnanna sem hingað koma – og í framtíð íslensks samfélags. Því þegar börnin fá að hefja nám á forsendum sínum, með stuðningi og skilningi, þá eflum við líka bekkjarsamfélagið allt, kennarana og menntakerfið í heild sinni. Af þessum sökum hef ég nú lagt fram að nýju þingsályktun um að fela mennta- og barnamálaráðherra að setja á fót móttökuskóla. 12/157 þáltill.: þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna | Þingtíðindi | Alþingi Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eitt mikilvægasta verkefni samfélagsins að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms – líka þeim sem hingað flytja og eiga enn eftir að læra tungumálið okkar. Fjölgun barna af erlendum uppruna hefur verið hröð á undanförnum árum; í dag hafa nær 8000 grunnskólanemar erlendan bakgrunn og stór hluti þeirra talar ekki stakt orð í íslensku þegar þau hefja nám. Þessi börn hafa mikinn vilja til að læra, en það er okkar ábyrgð að skapa aðstæður sem gera þeim það raunverulega mögulegt. Reynsla kennara og skólastjórnenda sýnir að núverandi fyrirkomulag nægir ekki til að mæta þörfum þessa hóps. Kennarar í almennum bekkjum reyna af einlægni að styðja börn sem tala ekki tungumálið, en í fjölmennum bekkjum er einfaldlega ekki hægt að veita þeim þann undirbúning og þann stuðning sem þau þurfa til að fóta sig í nýju samfélagi. Þarna þarf kerfið að bregðast við – með móttökuskólum og móttökudeildum sem byggja á fagmennsku, sérhæfðri kennslu og virðingu fyrir þörfum hvers barns. Móttökuskólar eru ekki einangrandi heldur inngildandi. Þeir eru fyrsta skref barna að því að verða hluti af íslensku samfélagi. Þar getur barnið lært íslensku á eigin hraða, fengið stuðning við félagsfærni, og ekki síst verið metið af kennurum og sérfræðingum sem greina námsstöðu, málþroska og mögulega erfiðleika. Þegar slíkt mat liggur fyrir getur bekkjarkennari í heimaskólanum tekið við barninu með meiri skilningi og réttum verkfærum. Þannig þjónustum við ekki aðeins barnið sem er nýflutt til landsins – heldur allt skólakerfið. Þetta er ekki spurning um „töfralausn“, heldur um réttláta og raunhæfa leið til inngildingar. Með því að byggja upp móttökuskóla eða -deildir með samræmdu námsmati, markvissri tungumálakennslu og greiningu á stöðu barna, sköpum við grunn að farsælli menntavegferð. Börnin fá tíma til að aðlagast, vinna úr reynslu og byggja sjálfstraust áður en þau ganga inn í almennan bekk. Samhliða fá kennarar betri yfirsýn, aukið svigrúm og færi á að sinna öllum nemendum sínum af meiri festu og umhyggju. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir að þetta virkar. Í Noregi og Danmörku hefur verið byggt upp móttökukerfi þar sem markmiðið er að flýta tungumálanámi og styrkja félagslega aðlögun. Þessi nálgun byggir á þeirri einföldu hugsun að best sé að mæta barni þar sem það er – ekki þar sem við viljum að það sé. Við eigum að leggja grunn að því hér á landi líka. Móttökuskólar og móttökudeildir eru fjárfesting í framtíð barnanna sem hingað koma – og í framtíð íslensks samfélags. Því þegar börnin fá að hefja nám á forsendum sínum, með stuðningi og skilningi, þá eflum við líka bekkjarsamfélagið allt, kennarana og menntakerfið í heild sinni. Af þessum sökum hef ég nú lagt fram að nýju þingsályktun um að fela mennta- og barnamálaráðherra að setja á fót móttökuskóla. 12/157 þáltill.: þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna | Þingtíðindi | Alþingi Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun