Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 22:30 Eftir vel ígrundaða ákvörðun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér sem oddviti Framsóknar í Hveragerði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Svona ákvörðun eru tímamót hjá okkur öllum sem helgum daga okkar og tíma sveitarstjórnarmálum - nærsamfélagi okkar allra. Núna er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa komið að sögulegri uppbyggingu Hveragerðis þetta kjörtímabil, þakklæti fyrir að hafa komið að málum bæjarins á vettvangi bæjarstjórnar í áratug, þakklæti fyrir einstaka samherja og þakklæti fyrir allt það góða samferðafólk sem ég hef kynnst og lært af á vettvangi bæjarpólitíkur - þvert á flokka. Fyrst og fremst er ég þakklát íbúum Hveragerðisbæjar. Einstakt sveitarfélag er fyrst og alltaf fremst fólkið sem bæinn byggir. Það hefur verið mér mikill heiður og forréttindi að leiða hóp Framsóknar í Hveragerði og vinna að málefnum Hveragerðisbæjar á þessu kjörtímabili. Saman höfum við náð fram miklum og áþreifanlegum árangri sem við getum öll verið stolt af. Á kjörtímabilinu hefur Hveragerði gengið í gegnum mesta uppvaxtarskeið í sögu bæjarins. Tekjur bæjarins hafa aldrei verið meiri og við höfum fundið nýja tekjustofna sem skapa sterkan grunn fyrir framtíðina. Löngu tímabær innviðauppbygging er komin af stað og er hvergi nærri hætt. Stjórnsýsla hefur tekið stakkaskiptum, í takt við bæ í gæðavexti. Velferðarmál hafa eflst til muna og álögur á barna og fjölskyldufólk hafa minnkað skipulega allt kjörtímabilið og eru nú með því lægsta á landsvísu í Hveragerði. Við höfum staðið að stórum og mikilvægum verkefnum sem styrkja bæinn til framtíðar: • Stækkun Grunnskólans í Hveragerði, sem tryggir betra rými fyrir fjölbreytt nám og vaxandi hóp nemenda. • Ný og glæsileg viðbygging við leikskólann Óskaland, setur ný viðmið í gæðum leikskólamála, tæmir biðlista eftir leikskólaplássi, eykur þjónustu við ungar fjölskyldur og bætir starfsskilyrði starfsfólks. • Ný skólphreinsistöð leysir loks áskorun fráveitumála í bænum og setur ný viðmið í gæðum og fagmennsku í þessum málaflokki. • Nýtt og glæsilegt hverfi er tekið að myndast í Tröllahrauni, Kambalandi. Fyrstu ellefu lóðunum hefur verið úthlutað - þar sem mikil eftirspurn var og fjöldi umsókna. • Fyrsti gufuhitaði gervigrasvöllur landsins er á lokametrum framkvæmda. Heilsárs knattspyrnuvöllur í bestu gæðum er mesta aðstöðu bylting í sögu knattspyrnu í Hveragerði - þá geta börn, ungmenni og fullorðnir æft og keppt allt árið við bestu aðstæður. • Nýtt íþróttahús við þess gamla góða í Skólamörkinni gjörbreytir aðstöðu fyrir inni- íþróttagreinar í Hveragerði auk þess að sérhæfð aðstaða fyrir fimleika verður einnig í nýja húsinu. • Skipulagsbreytingar á stjórnsýslu bæjarins í takt við breytta tíma með áherslu á skilvirkni, þjónustu og gagnsæi hafa gengið í gegn á kjörtímabilinu. • Fjárhagur bæjarins hefur styrkst, ársreikningur síðasta árs var með einstaka niðurstöðu og fyrstu drög að fjármálaáætlun fyrir árið 2026 sýnir sögulega góða útgönguspá reksturs. • Fjölbreytt menningarverkefni sem hafa styrkt bæjarbraginn og samstöðu íbúa. • Á kjörtímabilinu hefur einnig verið lögð rík áhersla á velferð fjölskyldunnar, sem kristallast í eflingu skóla- og velferðarþjónustunnar. • Settar voru á foreldragreiðslur, sem auðvelda foreldrum að samræma fjölskyldulíf og atvinnu, frístundastyrkur barna og ungmenna hækkaði um 92% á kjörtímabilinu. Þessi verkefni endurspegla þá trú Framsóknar að sterkar fjölskyldur séu hornsteinn öflugs samfélags. Þetta hefur verið tími framfara, samstöðu og árangurs, og ég er ómetanlega þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í þessu ábyrgðarhlutverki. Ég vil færa samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn, öllu starfsfólki bæjarins og íbúum Hveragerðis mínar innilegustu þakkir fyrir gott samstarf, stuðning og samstöðu á undanförnum árum. Það er sannur heiður að hafa fengið að vinna fyrir Hvergerðinga og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur einkennt þetta kjörtímabil. Ég mun njóta þess áfram að fylgja eftir góðum verkefnum fram á vorið í bæ gæða mannlífs og blóma. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2026 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir vel ígrundaða ákvörðun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér sem oddviti Framsóknar í Hveragerði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Svona ákvörðun eru tímamót hjá okkur öllum sem helgum daga okkar og tíma sveitarstjórnarmálum - nærsamfélagi okkar allra. Núna er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa komið að sögulegri uppbyggingu Hveragerðis þetta kjörtímabil, þakklæti fyrir að hafa komið að málum bæjarins á vettvangi bæjarstjórnar í áratug, þakklæti fyrir einstaka samherja og þakklæti fyrir allt það góða samferðafólk sem ég hef kynnst og lært af á vettvangi bæjarpólitíkur - þvert á flokka. Fyrst og fremst er ég þakklát íbúum Hveragerðisbæjar. Einstakt sveitarfélag er fyrst og alltaf fremst fólkið sem bæinn byggir. Það hefur verið mér mikill heiður og forréttindi að leiða hóp Framsóknar í Hveragerði og vinna að málefnum Hveragerðisbæjar á þessu kjörtímabili. Saman höfum við náð fram miklum og áþreifanlegum árangri sem við getum öll verið stolt af. Á kjörtímabilinu hefur Hveragerði gengið í gegnum mesta uppvaxtarskeið í sögu bæjarins. Tekjur bæjarins hafa aldrei verið meiri og við höfum fundið nýja tekjustofna sem skapa sterkan grunn fyrir framtíðina. Löngu tímabær innviðauppbygging er komin af stað og er hvergi nærri hætt. Stjórnsýsla hefur tekið stakkaskiptum, í takt við bæ í gæðavexti. Velferðarmál hafa eflst til muna og álögur á barna og fjölskyldufólk hafa minnkað skipulega allt kjörtímabilið og eru nú með því lægsta á landsvísu í Hveragerði. Við höfum staðið að stórum og mikilvægum verkefnum sem styrkja bæinn til framtíðar: • Stækkun Grunnskólans í Hveragerði, sem tryggir betra rými fyrir fjölbreytt nám og vaxandi hóp nemenda. • Ný og glæsileg viðbygging við leikskólann Óskaland, setur ný viðmið í gæðum leikskólamála, tæmir biðlista eftir leikskólaplássi, eykur þjónustu við ungar fjölskyldur og bætir starfsskilyrði starfsfólks. • Ný skólphreinsistöð leysir loks áskorun fráveitumála í bænum og setur ný viðmið í gæðum og fagmennsku í þessum málaflokki. • Nýtt og glæsilegt hverfi er tekið að myndast í Tröllahrauni, Kambalandi. Fyrstu ellefu lóðunum hefur verið úthlutað - þar sem mikil eftirspurn var og fjöldi umsókna. • Fyrsti gufuhitaði gervigrasvöllur landsins er á lokametrum framkvæmda. Heilsárs knattspyrnuvöllur í bestu gæðum er mesta aðstöðu bylting í sögu knattspyrnu í Hveragerði - þá geta börn, ungmenni og fullorðnir æft og keppt allt árið við bestu aðstæður. • Nýtt íþróttahús við þess gamla góða í Skólamörkinni gjörbreytir aðstöðu fyrir inni- íþróttagreinar í Hveragerði auk þess að sérhæfð aðstaða fyrir fimleika verður einnig í nýja húsinu. • Skipulagsbreytingar á stjórnsýslu bæjarins í takt við breytta tíma með áherslu á skilvirkni, þjónustu og gagnsæi hafa gengið í gegn á kjörtímabilinu. • Fjárhagur bæjarins hefur styrkst, ársreikningur síðasta árs var með einstaka niðurstöðu og fyrstu drög að fjármálaáætlun fyrir árið 2026 sýnir sögulega góða útgönguspá reksturs. • Fjölbreytt menningarverkefni sem hafa styrkt bæjarbraginn og samstöðu íbúa. • Á kjörtímabilinu hefur einnig verið lögð rík áhersla á velferð fjölskyldunnar, sem kristallast í eflingu skóla- og velferðarþjónustunnar. • Settar voru á foreldragreiðslur, sem auðvelda foreldrum að samræma fjölskyldulíf og atvinnu, frístundastyrkur barna og ungmenna hækkaði um 92% á kjörtímabilinu. Þessi verkefni endurspegla þá trú Framsóknar að sterkar fjölskyldur séu hornsteinn öflugs samfélags. Þetta hefur verið tími framfara, samstöðu og árangurs, og ég er ómetanlega þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í þessu ábyrgðarhlutverki. Ég vil færa samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn, öllu starfsfólki bæjarins og íbúum Hveragerðis mínar innilegustu þakkir fyrir gott samstarf, stuðning og samstöðu á undanförnum árum. Það er sannur heiður að hafa fengið að vinna fyrir Hvergerðinga og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur einkennt þetta kjörtímabil. Ég mun njóta þess áfram að fylgja eftir góðum verkefnum fram á vorið í bæ gæða mannlífs og blóma. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun