Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2025 14:03 Strætó er með fimmtán Yutong-rafmagnsvagna (t.h.) á sínum snærum. Jóhannes Rúnar, framkvæmdastjóri Strætó, (t.v.) segir framleiðandann lítið geta ráðskast með þá vegna þess að þeir séu af eldri gerð en vagnarnir í Skandinavíu. Vísir Kínverskir rafmagnsstrætisvagnar Strætó eru svo gamlir að framleiðandi þeirra getur fátt gert við þá úr fjarlægð annað en að stöðva þá. Danir og Norðmenn kanna nú öryggisbresti í kínversku vögnunum sem eru sagðir gera framleiðanda þeirra kleift að stjórna frá Kína. Norska almenningssamgöngufyrirtækið Ruter komst nýlega að því að Yutong-bílaframleiðandinn hefði aðgang að hugbúnaði í rafstrætisvögnum sínum sem þýddi að hann gæti meðal annars stöðvað þá og gert ónothæfa. Í Danmörku segjast menn nú vinna að því að loka þessari öryggisgloppu í kjölfar fréttanna frá Noregi. Hundruð vagna af Yutong-gerð eru í Danmörku og Noregi. Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur fimmtán Yutong-rafmagnsvagna. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist hafa átt símafund með norskum og dönskum kollegum um málið, stöðuna og næstu skref. Engir vagnar hafi verið teknir úr umferð í Skandinavíu að honum vitandi. Yutong-vagnar Strætó eru frá 2018 og 2019, nokkuð eldri en þeir sem eru ráðandi í Danmörku og Noregi, að sögn Jóhannesar. Minna sé hægt að eiga við þá úr fjarlægð. „Þær upplýsingar sem við höfum er að það er mjög lítið annað hægt að gera en að stoppa þá ef eitthvað slíkt kemur upp. Það á á engan hátt að vera hægt að stýra þeim samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum,“ segir hann. Lítið mál að kveikja aftur á vögnunum YES-EU er umboðsaðili Yutong-rafmagsnvagnanna á Íslandi og í Skandinavíu. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU á Íslandi, segir eina sem framleiðandinn gæti mögulega gert við þessa eldri gerð vagna sem Strætó rekur væri að slökkva á rafhlöðu þeirra. „Í þeim ólíklegu aðstæðum að þeir myndu slökkva á batteríinu þá er ekkert mál að taka bara sim-kortið úr og setja búnað í til þess að kveikja á þeim aftur og þá er búið að klippa á Kínverjana,“ segir Hjalti við Vísi. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU ehf., umboðsaðila Yutong á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur Í vögnunum sé sendingarbúnaður sem sendir gögn til Kína til þess að framleiðandinn geti fylgst með sliti og gripið inn í fyrir bilanir. „Notendur vilja kannski frekar að þeir hafi aðgang að þessu af því að þeir eru að fylgjast með og koma í veg fyrir bilanir sem gætu orðið. Þetta er fyrirbyggjandi viðhald. Þannig að við höfum litlar áhyggjur af þessu, segir Hjalti. Skoða að fjarlægja sendingarbúnað og halda gögnunum í Evrópu Í kjölfar umfjöllunarinnar í Skandinavíu vinna Yutong og YES-EU nú að lausn þar sem sendingarbúnaðurinn yrði tekinn úr sambandi og nýr hugbúnaður settur í staðinn á vegum umboðsins. Þannig yrðu öll gögn úr vögnunum áfram innan Evrópu. Hjalti bendir á að það að framleiðendur geti átt við bíla einskorðist ekki við strætisvagna. Framleiðendur rafmagnsfólksbíla geti örugglega slökkt á þeim líka. „Þetta er náttúrulega aðeins nýtt í þessum rafbílum. Þetta eru bara keyrandi tölvur liggur við sem eru sítengdar,“ segir hann. YES-EU á Íslandi er í eigu Benedikts Gísla Guðmundssonar í gegnum félagið GT Group ehf. Það er með umboð fyrir Yutong-vögnunum á Íslandi, Skandinavíu og nokkrum Evrópulöndum. Strætó Vistvænir bílar Kína Bílar Noregur Danmörk Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Norska almenningssamgöngufyrirtækið Ruter komst nýlega að því að Yutong-bílaframleiðandinn hefði aðgang að hugbúnaði í rafstrætisvögnum sínum sem þýddi að hann gæti meðal annars stöðvað þá og gert ónothæfa. Í Danmörku segjast menn nú vinna að því að loka þessari öryggisgloppu í kjölfar fréttanna frá Noregi. Hundruð vagna af Yutong-gerð eru í Danmörku og Noregi. Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur fimmtán Yutong-rafmagnsvagna. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist hafa átt símafund með norskum og dönskum kollegum um málið, stöðuna og næstu skref. Engir vagnar hafi verið teknir úr umferð í Skandinavíu að honum vitandi. Yutong-vagnar Strætó eru frá 2018 og 2019, nokkuð eldri en þeir sem eru ráðandi í Danmörku og Noregi, að sögn Jóhannesar. Minna sé hægt að eiga við þá úr fjarlægð. „Þær upplýsingar sem við höfum er að það er mjög lítið annað hægt að gera en að stoppa þá ef eitthvað slíkt kemur upp. Það á á engan hátt að vera hægt að stýra þeim samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum,“ segir hann. Lítið mál að kveikja aftur á vögnunum YES-EU er umboðsaðili Yutong-rafmagsnvagnanna á Íslandi og í Skandinavíu. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU á Íslandi, segir eina sem framleiðandinn gæti mögulega gert við þessa eldri gerð vagna sem Strætó rekur væri að slökkva á rafhlöðu þeirra. „Í þeim ólíklegu aðstæðum að þeir myndu slökkva á batteríinu þá er ekkert mál að taka bara sim-kortið úr og setja búnað í til þess að kveikja á þeim aftur og þá er búið að klippa á Kínverjana,“ segir Hjalti við Vísi. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU ehf., umboðsaðila Yutong á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur Í vögnunum sé sendingarbúnaður sem sendir gögn til Kína til þess að framleiðandinn geti fylgst með sliti og gripið inn í fyrir bilanir. „Notendur vilja kannski frekar að þeir hafi aðgang að þessu af því að þeir eru að fylgjast með og koma í veg fyrir bilanir sem gætu orðið. Þetta er fyrirbyggjandi viðhald. Þannig að við höfum litlar áhyggjur af þessu, segir Hjalti. Skoða að fjarlægja sendingarbúnað og halda gögnunum í Evrópu Í kjölfar umfjöllunarinnar í Skandinavíu vinna Yutong og YES-EU nú að lausn þar sem sendingarbúnaðurinn yrði tekinn úr sambandi og nýr hugbúnaður settur í staðinn á vegum umboðsins. Þannig yrðu öll gögn úr vögnunum áfram innan Evrópu. Hjalti bendir á að það að framleiðendur geti átt við bíla einskorðist ekki við strætisvagna. Framleiðendur rafmagnsfólksbíla geti örugglega slökkt á þeim líka. „Þetta er náttúrulega aðeins nýtt í þessum rafbílum. Þetta eru bara keyrandi tölvur liggur við sem eru sítengdar,“ segir hann. YES-EU á Íslandi er í eigu Benedikts Gísla Guðmundssonar í gegnum félagið GT Group ehf. Það er með umboð fyrir Yutong-vögnunum á Íslandi, Skandinavíu og nokkrum Evrópulöndum.
Strætó Vistvænir bílar Kína Bílar Noregur Danmörk Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira