Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 19:02 Á þessum árstíma velti ég því alltaf fyrir mér hvers vegna Ísland skuli enn fylgja tímabelti sem samræmist illa sólarhæð og náttúrulegum sólargangi. Staðarklukkan okkar er einfaldlega ekki rétt stillt miðað við legu landsins, og þetta misræmi hefur verið viðvarandi frá árinu 1968 þegar ákveðið var að festa landið á miðtíma (UTC) allt árið. Afleiðingin er sú að sólin rís að jafnaði um klukkustund seinna en hún myndi gera ef við fylgdum réttu tímabelti. Munurinn er minnstur fyrir austan en mestur á suðvesturhorninu þar sem hann nemur allt að 90 mínútum. Þegar klukkan er 07:00 er líkamsklukkan því enn stillt á um 05:30 – og heilinn túlkar aðstæður sem næturhúm. Raunverulegt hádegi í Reykjavík, þegar sólin er hæst á lofti, er um 13:30 en ekki kl 12:00. Vegna norðlægrar legu Íslands verður þetta misræmi sérstaklega áberandi yfir dimmasta vetrartímann. Grunnvísindi ekki til staðar Ákvörðunin 1968 var að einhverju leyti rökrétt út frá tæknilegum áskorunum síns tíma. Reglulegar klukkubreytingar þóttu valda ruglingi í millilandaflugi, krefjast mikillar handvirkrar vinnu við endurstillingu klukkukerfa og skapa hættu á mistökum í rannsóknum og mælingum. Einnig var nefnt að svefn barna gæti raskast við klukkubreytingar. Mikilvægt er þó að hafa í huga að á þessum tíma vissum við afar lítið um innri líkamsklukkuna og hvernig hún stjórnar svefni, orku, líðan og hormónavirkni. Þekkingin sem mótar sviðið í dag – genin sem stjórna dægursveiflunni – voru ekki uppgötvuð fyrr en löngu síðar; uppgötvunin hlaut Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2017. Þessi grunnvísindi voru því einfaldlega ekki til staðar þegar ákvörðunin um að festa Ísland á sumartíma var tekin. Í dag er veröldin önnur. Flugkerfi og alþjóðleg samskipti ráða vel við mismunandi tímabelti, öll klukkukerfi eru sjálfvirk og rafræn, og rannsóknir sýna skýrt að stöðugt misræmi milli líkamsklukku og staðartíma hefur neikvæð áhrif á svefn og daglega virkni. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni sem reiða sig á fyrirsjáanlega morgunbirtu til að stilla innri klukkuna. Mikilvægasta merki líkamsklukkunnar Morgunbirtan skiptir hér höfuðmáli: hún er mikilvægasta merkið sem líkamsklukkan stillir sig eftir. Ef klukkan yrði leiðrétt myndu birtustundum á morgnana (kl. 7–12) fjölga um rúm 13% vestast á landinu. Útreikningar sýna jafnframt að björtum vetrarmorgnum kl. 9 myndi fjölga um 64 daga – sem jafngildir rúmum tveimur mánuðum yfir dimmasta tíma ársins. Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga, gengu til skóla í birtu og fengju fyrstu frímínútur dagsins í dagsbirtu í stað niðamyrkurs. Þetta er svo sannarlega ekki smáatriði – heldur þekktur og vel rannsakaður lýðheilsuþáttur. Rannsóknir síðari ára benda einnig til þess of sein klukka geti ýtt undir seinkaða líkamsklukku og styttri svefn, sérstaklega meðal unglinga; með neikvæðum afleiðingum á heilsu, líðan, námsárangur og frammistöðu. Grænland: raunverulegt dæmi um endurmat Samhliða þessu sjáum við aðrar þjóðir endurmeta eigin ákvarðanir. Grænland færði klukkuna fram árið 2022 af viðskiptalegum ástæðum. Nú, tveimur árum síðar, er málið aftur komið á dagskrá hjá grænlenska þinginu, meðal annars vegna þess að foreldrar segja breytinguna hafa haft neikvæð áhrif á svefn barna. Í febrúar verður ákveðið hvort Grænland snúi aftur til fyrra tímabeltis. Það sem Grænland er að endurmeta eftir tvö ár, höfum við haldið fast við í nær sex áratugi. Tími til kominn að setja lýðheilsu í forgang? Á sama tíma er svefnvandi og notkun svefnlyfja mjög útbreidd á Íslandi. Við notum talsvert meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir okkar og íslensk ungmenni skora illa á mörgum mælikvörðum sem varða svefn og líðan. Þótt rangt tímabelti skýri ekki alla þá þætti er ljóst að misræmi við sólina er hluti heildarmyndarinnar. Í ljósi þess sem vísindin sýna í dag er eðlilegt að spyrja: Er ekki kominn tími til að leiðrétta klukkuna á Íslandi og samræma hana gangi sólar?Það væri breyting byggð á vísindum – og raunveruleg fjárfesting í betri lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundur er sálfræðingur og doktor í líf- og læknisfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Á þessum árstíma velti ég því alltaf fyrir mér hvers vegna Ísland skuli enn fylgja tímabelti sem samræmist illa sólarhæð og náttúrulegum sólargangi. Staðarklukkan okkar er einfaldlega ekki rétt stillt miðað við legu landsins, og þetta misræmi hefur verið viðvarandi frá árinu 1968 þegar ákveðið var að festa landið á miðtíma (UTC) allt árið. Afleiðingin er sú að sólin rís að jafnaði um klukkustund seinna en hún myndi gera ef við fylgdum réttu tímabelti. Munurinn er minnstur fyrir austan en mestur á suðvesturhorninu þar sem hann nemur allt að 90 mínútum. Þegar klukkan er 07:00 er líkamsklukkan því enn stillt á um 05:30 – og heilinn túlkar aðstæður sem næturhúm. Raunverulegt hádegi í Reykjavík, þegar sólin er hæst á lofti, er um 13:30 en ekki kl 12:00. Vegna norðlægrar legu Íslands verður þetta misræmi sérstaklega áberandi yfir dimmasta vetrartímann. Grunnvísindi ekki til staðar Ákvörðunin 1968 var að einhverju leyti rökrétt út frá tæknilegum áskorunum síns tíma. Reglulegar klukkubreytingar þóttu valda ruglingi í millilandaflugi, krefjast mikillar handvirkrar vinnu við endurstillingu klukkukerfa og skapa hættu á mistökum í rannsóknum og mælingum. Einnig var nefnt að svefn barna gæti raskast við klukkubreytingar. Mikilvægt er þó að hafa í huga að á þessum tíma vissum við afar lítið um innri líkamsklukkuna og hvernig hún stjórnar svefni, orku, líðan og hormónavirkni. Þekkingin sem mótar sviðið í dag – genin sem stjórna dægursveiflunni – voru ekki uppgötvuð fyrr en löngu síðar; uppgötvunin hlaut Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2017. Þessi grunnvísindi voru því einfaldlega ekki til staðar þegar ákvörðunin um að festa Ísland á sumartíma var tekin. Í dag er veröldin önnur. Flugkerfi og alþjóðleg samskipti ráða vel við mismunandi tímabelti, öll klukkukerfi eru sjálfvirk og rafræn, og rannsóknir sýna skýrt að stöðugt misræmi milli líkamsklukku og staðartíma hefur neikvæð áhrif á svefn og daglega virkni. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni sem reiða sig á fyrirsjáanlega morgunbirtu til að stilla innri klukkuna. Mikilvægasta merki líkamsklukkunnar Morgunbirtan skiptir hér höfuðmáli: hún er mikilvægasta merkið sem líkamsklukkan stillir sig eftir. Ef klukkan yrði leiðrétt myndu birtustundum á morgnana (kl. 7–12) fjölga um rúm 13% vestast á landinu. Útreikningar sýna jafnframt að björtum vetrarmorgnum kl. 9 myndi fjölga um 64 daga – sem jafngildir rúmum tveimur mánuðum yfir dimmasta tíma ársins. Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga, gengu til skóla í birtu og fengju fyrstu frímínútur dagsins í dagsbirtu í stað niðamyrkurs. Þetta er svo sannarlega ekki smáatriði – heldur þekktur og vel rannsakaður lýðheilsuþáttur. Rannsóknir síðari ára benda einnig til þess of sein klukka geti ýtt undir seinkaða líkamsklukku og styttri svefn, sérstaklega meðal unglinga; með neikvæðum afleiðingum á heilsu, líðan, námsárangur og frammistöðu. Grænland: raunverulegt dæmi um endurmat Samhliða þessu sjáum við aðrar þjóðir endurmeta eigin ákvarðanir. Grænland færði klukkuna fram árið 2022 af viðskiptalegum ástæðum. Nú, tveimur árum síðar, er málið aftur komið á dagskrá hjá grænlenska þinginu, meðal annars vegna þess að foreldrar segja breytinguna hafa haft neikvæð áhrif á svefn barna. Í febrúar verður ákveðið hvort Grænland snúi aftur til fyrra tímabeltis. Það sem Grænland er að endurmeta eftir tvö ár, höfum við haldið fast við í nær sex áratugi. Tími til kominn að setja lýðheilsu í forgang? Á sama tíma er svefnvandi og notkun svefnlyfja mjög útbreidd á Íslandi. Við notum talsvert meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir okkar og íslensk ungmenni skora illa á mörgum mælikvörðum sem varða svefn og líðan. Þótt rangt tímabelti skýri ekki alla þá þætti er ljóst að misræmi við sólina er hluti heildarmyndarinnar. Í ljósi þess sem vísindin sýna í dag er eðlilegt að spyrja: Er ekki kominn tími til að leiðrétta klukkuna á Íslandi og samræma hana gangi sólar?Það væri breyting byggð á vísindum – og raunveruleg fjárfesting í betri lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundur er sálfræðingur og doktor í líf- og læknisfræði.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar