Logi á toppnum en Hákon á bekknum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. nóvember 2025 20:01 Logi Tómasson og félagar í tyrkneska liðinu Samsunspor tylltu sér á toppinn í Sambandsdeildinni. Recep Bilek/Anadolu via Getty Images) Fjöldi leikja fór fram síðdegis í Sambandsdeildinni og Evrópudeildinni, íslenskir landsliðsmenn komu við sögu á ýmsum stöðum en þónokkuð margir voru í minna hlutverki en vanalega. Logi hélt hreinu Logi Tómasson fagnaði 3-0 sigri með Samsunspor gegn Hamrun í Sambansdeildinni. Logi byrjaði leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni en var tekinn af velli þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Samsunspor tyllti sér þar með í toppsætið, með fullt hús stiga og +7 markatölu. Hákon á bekknum Hákon Arnar Haraldsson var á bekknum hjá Lille en spilaði síðustu tíu mínúturnar í 1-0 tapi á útivelli gegn Rauða Stjörnunni í Serbíu. Hákon er alla jafnan byrjunarliðsmaður, fremstur á miðju með Oliver Giroud fyrir framan sig, en liðið tók töluverðum breytingum í þessum leik. Ngal‘ayel Mukau byrjaði í stað Hákons og Hamza Igamane var fremsti maður í stað Giroud. Hinn austurríski Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 85. mínútu. Elías fagnaði sigri Elías Rafn Ólafsson fagnaði 3-1 sigri með danska liðinu Midtjylland gegn skoska liðinu Celtic í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkmaðurinn stóð sig vel milli stanganna og hefði líklega haldið hreinu, en Midtjylland gaf frá sér vítaspyrnu undir lok leiks sem Reo Hatate skoraði úr og klóraði í bakkann. Íslendingalaus Íslendingaslagur Íslendingaliðin Malmö og Panathinaikos mættust í Evrópudeildinni og gríska liðið fór með 0-1 sigur. Enginn Íslendingur kom þó við sögu. Rafa Benítez lét Sverri Inga Ingason sitja á bekknum allan leikinn og sömu sögu er að segja af Daníel Tristani Guðjohnsen, leikmanni Malmö. Enginn Albert með Fiorentina Albert Guðmundsson var ekki með Fiorentina í 2-1 tapi á útivelli í Sambandsdeildinni gegn þýska liðinu Mainz. Albert er staddur hér á landi og mætti fyrir Landsrétt í gær. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Logi hélt hreinu Logi Tómasson fagnaði 3-0 sigri með Samsunspor gegn Hamrun í Sambansdeildinni. Logi byrjaði leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni en var tekinn af velli þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Samsunspor tyllti sér þar með í toppsætið, með fullt hús stiga og +7 markatölu. Hákon á bekknum Hákon Arnar Haraldsson var á bekknum hjá Lille en spilaði síðustu tíu mínúturnar í 1-0 tapi á útivelli gegn Rauða Stjörnunni í Serbíu. Hákon er alla jafnan byrjunarliðsmaður, fremstur á miðju með Oliver Giroud fyrir framan sig, en liðið tók töluverðum breytingum í þessum leik. Ngal‘ayel Mukau byrjaði í stað Hákons og Hamza Igamane var fremsti maður í stað Giroud. Hinn austurríski Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 85. mínútu. Elías fagnaði sigri Elías Rafn Ólafsson fagnaði 3-1 sigri með danska liðinu Midtjylland gegn skoska liðinu Celtic í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkmaðurinn stóð sig vel milli stanganna og hefði líklega haldið hreinu, en Midtjylland gaf frá sér vítaspyrnu undir lok leiks sem Reo Hatate skoraði úr og klóraði í bakkann. Íslendingalaus Íslendingaslagur Íslendingaliðin Malmö og Panathinaikos mættust í Evrópudeildinni og gríska liðið fór með 0-1 sigur. Enginn Íslendingur kom þó við sögu. Rafa Benítez lét Sverri Inga Ingason sitja á bekknum allan leikinn og sömu sögu er að segja af Daníel Tristani Guðjohnsen, leikmanni Malmö. Enginn Albert með Fiorentina Albert Guðmundsson var ekki með Fiorentina í 2-1 tapi á útivelli í Sambandsdeildinni gegn þýska liðinu Mainz. Albert er staddur hér á landi og mætti fyrir Landsrétt í gær.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira