Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar 7. nóvember 2025 08:31 Grindavíkurnefnd óskaði á dögunum eftir sjónarmiðum Grindvíkinga sem snéru að sérstöku umræðuskjali nefndarinnar um eftirfarandi þætti: Hvernig tryggja megi að rödd Grindvíkinga hafi raunverulegt vægi. Útfærslu á kosningarétti í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Hvernig best megi koma á skilvirkri samvinnu ríkis og sveitarfélags. Hvort leita eigi ráðgjafar hjá Alþjóðabankanum eða öðrum alþjóðlegum aðilum. Opið var fyrir umsagnir í samráðsgátt www.island.is til 31. október og var markmiðið var að kalla fram sjónarmið Grindvíkinga og annarra hagaðila um þessa lykilþætti í uppbyggingu og framtíðarsýn bæjarins. Endurreisn Grindavíkur er langtímaferli sem byggir á þátttöku íbúa, bæjarfélagsins, ríkisvalds og sérfræðinga. Þrátt fyrir áframhaldandi jarðhræringar er tímabært að horfa fram á við og móta sameiginlega sýn um framtíð bæjarins. Ég fagna því að íbúar hafi fengið að segja sína skoðun og geri ráð fyrir að horft verði til þeirra sjónarmiða sem þar komu fram þegar næstu skref verða ákveðin. Í umræðuskjalinu eru meðal annars ræddar leiðir til að tryggja lýðræðislegt umboð bæjarins í sveitarstjórnarkosningunum 2026 og hvernig kosningaréttur Grindvíkinga verði best útfærður. Jafnframt er leitað eftir viðhorfum til samvinnu ríkis og sveitarfélags í endurreisnarferlinu, sem og aðkomu alþjóðlegra aðila að ráðgjöf og stuðningi. Til grundvallar umræðunni voru lagðar fram fjórar spurningar eins og áður var nefnt sem snéru að kosningarétti, samstarfi ríkis og sveitarfélags og mögulega aðkomu alþjóðlegra stofnana að endurreisninni. Alls bárust 34 umsagnir, bæði frá einstaklingum og samtökum eins og Samtökum atvinnulífsins og Járngerði. Flestar leggja þær áherslu á að bæjarstjórn eigi að vera í forystu og að þeir sem höfðu lögheimili í Grindavík við rýmingu eigi að geta valið hvar þeir kjósa. Almennt séð finnst umsagnaraðilum jákvætt að fá alþjóðlega ráðgjöf, en þó er lögð áhersla á að stjórn og ábyrgð á endurreisninni skuli vera í höndum íslenskra stjórnvalda og heimamanna. Rýnum betur í umsagnirnar. 1. Hvernig tryggja má að rödd Grindvíkinga heyrist og hafi vægi? Langflestir umsagnaraðilar leggja áherslu á að bæjarstjórnin sé í forystu en jafnframt kalla margir eftir víðtæku samráði við hagaðila. Ríkjandi skoðun er sú að bæjarstjórn Grindavíkur eigi að vera í fararbroddi ákvarðanatöku og helsti tengiliður við ríkisstjórn. Þetta er talin besta leiðin til að tryggja að rödd Grindvíkinga heyrist. Mikilvægt er að tryggja virkt samráð við alla hagaðila, svo sem samtök atvinnurekenda, íbúasamtök (t.d. Járngerði) og félagasamtök. Fulltrúar þeirra þurfa að eiga fastan sess við borðið. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á að rödd atvinnulífsins verði að hafa raunverulegt vægi. Sumir leggja til að stofnuð verði íbúaráðgjafarnefnd eða að starfandi verði nefnd svipuð Grindavíkurnefndinni, en með fulltrúum Grindvíkinga til að tryggja að sjónarmiðin séu tekin inn með bindandi hætti. Ríki og sveitarfélag þurfa að hlusta á og taka mark á heimafólki. Einnig er nefnt að gögn og upplýsingar verði kynntar á mannamáli til að íbúar geti skilið samhengið. 2. Hvernig útfæra á kosningarétt Grindvíkinga? Yfirgnæfandi meirihluti er sammála um að kjósendur verði miðaðir við lögheimili við rýmingu (10. nóvember 2023), oftast með valrétti. 10. nóvember 2023 er lykildagsetning. Mikill meirihluti telur réttast að þeir sem voru skráðir með lögheimili þann dag fái að velja hvort þeir nýti atkvæðisrétt sinn í Grindavík eða í nýju búsetusveitarfélagi.Helstu rök fyrir þessari leið eru að hún tryggi áhrif þeirra sem hafa hug á að snúa aftur til Grindavíkur, en urðu að flytja lögheimili sitt tímabundið vegna aðstæðna, t.d. vegna skólaþjónustu barna. Með því að veita þeim val sem áttu lögheimili við rýmingu er tryggt að fjölbreyttari hópur taka þátt í kosningunum og niðurstaðan endurspegli betur framtíðarsamfélag Grindavíkur. 3. Skilvirk samvinna milli sveitarfélags og ríkis? Áherslurnar dreifast á skýra verkaskiptingu/áætlanir og brýna lausn fasteignamála svo íbúar komi aftur (tengt Þórkötlu). Samvinnan verður að byggja á trausti, virðingu og stöðugu samtali. Komið verði á skýrri verkaskiptingu og samhæfingarkerfi eða áætlun um endurreisn. Sumir telja að “samhæfingarstöð endurreisnar” eigi að vera á bæjarskrifstofu Grindavíkur, í höndum bæjarstjórnar. Brýnasta úrlausnarefnið varðandi endurreisnina er endurkoma íbúa. Fasteignafélagið Þórkatla og ríkisstjórnin verða að eiga samtal við bæjarstjórn og íbúa um endurkaup fasteigna og tryggja fyrirsjáanleika. Einnig er lagt til að setja upp nefnd (t.d. Grindavíkurnefnd) sem væri sett undir forsætisráðuneytið og hefði skýrt umboð til að tryggja bæjarstjórn skjóta afgreiðslu mála. 4. Aðkoma Alþjóðabankans eða annarra alþjóðlegra aðila? Afstaðan er eindregið jákvæð gagnvart ráðgjöf, en með sterkum fyrirvara um beina stjórnun og ákvörðunarvald. Nánast allir umsagnaraðilar telja það jákvætt að fá Alþjóðabankann eða aðra alþjóðlega aðila að borðinu til að veita ráðgjöf. Þetta er rökstutt með vísan til þess að slíkir aðilar hafa mikla reynslu og þekkingu af endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir. Ávinningurinn gæti falist í hraðari uppbyggingu, faglegri greiningu og auknu trausti.Það er þó lykilatriði að erlendir aðilar starfi sem ráðgjafar og samstarfsaðilar, en fari ekki með stjórn eða ákvörðunarvaldið. Stjórnin verður að vera í höndum Grindvíkinga og íslenskra stjórnvalda. Væntingar eru þær að ráðgjöfin styðji við, en ráði ekki ferðinni, og að hún sé aðlöguð íslenskum aðstæðum. Einn aðili bendir á að hætta sé á að aðstoð Alþjóðabankans komi með skilyrðum eða auki skuldsetningu. Niðurstaða umsagnanna er sú að rödd Grindvíkinga á að heyrast best með forystu bæjarstjórnar og virku samráði við hagaðila. Nánast einróma vilji er fyrir því að heimila öllum sem voru lögheimilisskráðir 10. nóvember 2023 að kjósa í Grindavík ef þeir kjósa svo. Skilvirk samvinna krefst trausts, skýrrar stjórnunar og að lausn fasteignamála (endurkoma íbúa í gegnum Þórkötlu) sé í forgangi. Aðkoma Alþjóðabankans er vel þegin, en eingöngu sem ráðgjafi. Lykillinn að framtíðinni felst í því að tryggja endurkomu samfélagsins (að leysa fasteignamál) og að þeir sem eiga rætur í bænum ráði þeirri framtíð með atkvæði sínu. Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Grindavíkurnefnd óskaði á dögunum eftir sjónarmiðum Grindvíkinga sem snéru að sérstöku umræðuskjali nefndarinnar um eftirfarandi þætti: Hvernig tryggja megi að rödd Grindvíkinga hafi raunverulegt vægi. Útfærslu á kosningarétti í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Hvernig best megi koma á skilvirkri samvinnu ríkis og sveitarfélags. Hvort leita eigi ráðgjafar hjá Alþjóðabankanum eða öðrum alþjóðlegum aðilum. Opið var fyrir umsagnir í samráðsgátt www.island.is til 31. október og var markmiðið var að kalla fram sjónarmið Grindvíkinga og annarra hagaðila um þessa lykilþætti í uppbyggingu og framtíðarsýn bæjarins. Endurreisn Grindavíkur er langtímaferli sem byggir á þátttöku íbúa, bæjarfélagsins, ríkisvalds og sérfræðinga. Þrátt fyrir áframhaldandi jarðhræringar er tímabært að horfa fram á við og móta sameiginlega sýn um framtíð bæjarins. Ég fagna því að íbúar hafi fengið að segja sína skoðun og geri ráð fyrir að horft verði til þeirra sjónarmiða sem þar komu fram þegar næstu skref verða ákveðin. Í umræðuskjalinu eru meðal annars ræddar leiðir til að tryggja lýðræðislegt umboð bæjarins í sveitarstjórnarkosningunum 2026 og hvernig kosningaréttur Grindvíkinga verði best útfærður. Jafnframt er leitað eftir viðhorfum til samvinnu ríkis og sveitarfélags í endurreisnarferlinu, sem og aðkomu alþjóðlegra aðila að ráðgjöf og stuðningi. Til grundvallar umræðunni voru lagðar fram fjórar spurningar eins og áður var nefnt sem snéru að kosningarétti, samstarfi ríkis og sveitarfélags og mögulega aðkomu alþjóðlegra stofnana að endurreisninni. Alls bárust 34 umsagnir, bæði frá einstaklingum og samtökum eins og Samtökum atvinnulífsins og Járngerði. Flestar leggja þær áherslu á að bæjarstjórn eigi að vera í forystu og að þeir sem höfðu lögheimili í Grindavík við rýmingu eigi að geta valið hvar þeir kjósa. Almennt séð finnst umsagnaraðilum jákvætt að fá alþjóðlega ráðgjöf, en þó er lögð áhersla á að stjórn og ábyrgð á endurreisninni skuli vera í höndum íslenskra stjórnvalda og heimamanna. Rýnum betur í umsagnirnar. 1. Hvernig tryggja má að rödd Grindvíkinga heyrist og hafi vægi? Langflestir umsagnaraðilar leggja áherslu á að bæjarstjórnin sé í forystu en jafnframt kalla margir eftir víðtæku samráði við hagaðila. Ríkjandi skoðun er sú að bæjarstjórn Grindavíkur eigi að vera í fararbroddi ákvarðanatöku og helsti tengiliður við ríkisstjórn. Þetta er talin besta leiðin til að tryggja að rödd Grindvíkinga heyrist. Mikilvægt er að tryggja virkt samráð við alla hagaðila, svo sem samtök atvinnurekenda, íbúasamtök (t.d. Járngerði) og félagasamtök. Fulltrúar þeirra þurfa að eiga fastan sess við borðið. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á að rödd atvinnulífsins verði að hafa raunverulegt vægi. Sumir leggja til að stofnuð verði íbúaráðgjafarnefnd eða að starfandi verði nefnd svipuð Grindavíkurnefndinni, en með fulltrúum Grindvíkinga til að tryggja að sjónarmiðin séu tekin inn með bindandi hætti. Ríki og sveitarfélag þurfa að hlusta á og taka mark á heimafólki. Einnig er nefnt að gögn og upplýsingar verði kynntar á mannamáli til að íbúar geti skilið samhengið. 2. Hvernig útfæra á kosningarétt Grindvíkinga? Yfirgnæfandi meirihluti er sammála um að kjósendur verði miðaðir við lögheimili við rýmingu (10. nóvember 2023), oftast með valrétti. 10. nóvember 2023 er lykildagsetning. Mikill meirihluti telur réttast að þeir sem voru skráðir með lögheimili þann dag fái að velja hvort þeir nýti atkvæðisrétt sinn í Grindavík eða í nýju búsetusveitarfélagi.Helstu rök fyrir þessari leið eru að hún tryggi áhrif þeirra sem hafa hug á að snúa aftur til Grindavíkur, en urðu að flytja lögheimili sitt tímabundið vegna aðstæðna, t.d. vegna skólaþjónustu barna. Með því að veita þeim val sem áttu lögheimili við rýmingu er tryggt að fjölbreyttari hópur taka þátt í kosningunum og niðurstaðan endurspegli betur framtíðarsamfélag Grindavíkur. 3. Skilvirk samvinna milli sveitarfélags og ríkis? Áherslurnar dreifast á skýra verkaskiptingu/áætlanir og brýna lausn fasteignamála svo íbúar komi aftur (tengt Þórkötlu). Samvinnan verður að byggja á trausti, virðingu og stöðugu samtali. Komið verði á skýrri verkaskiptingu og samhæfingarkerfi eða áætlun um endurreisn. Sumir telja að “samhæfingarstöð endurreisnar” eigi að vera á bæjarskrifstofu Grindavíkur, í höndum bæjarstjórnar. Brýnasta úrlausnarefnið varðandi endurreisnina er endurkoma íbúa. Fasteignafélagið Þórkatla og ríkisstjórnin verða að eiga samtal við bæjarstjórn og íbúa um endurkaup fasteigna og tryggja fyrirsjáanleika. Einnig er lagt til að setja upp nefnd (t.d. Grindavíkurnefnd) sem væri sett undir forsætisráðuneytið og hefði skýrt umboð til að tryggja bæjarstjórn skjóta afgreiðslu mála. 4. Aðkoma Alþjóðabankans eða annarra alþjóðlegra aðila? Afstaðan er eindregið jákvæð gagnvart ráðgjöf, en með sterkum fyrirvara um beina stjórnun og ákvörðunarvald. Nánast allir umsagnaraðilar telja það jákvætt að fá Alþjóðabankann eða aðra alþjóðlega aðila að borðinu til að veita ráðgjöf. Þetta er rökstutt með vísan til þess að slíkir aðilar hafa mikla reynslu og þekkingu af endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir. Ávinningurinn gæti falist í hraðari uppbyggingu, faglegri greiningu og auknu trausti.Það er þó lykilatriði að erlendir aðilar starfi sem ráðgjafar og samstarfsaðilar, en fari ekki með stjórn eða ákvörðunarvaldið. Stjórnin verður að vera í höndum Grindvíkinga og íslenskra stjórnvalda. Væntingar eru þær að ráðgjöfin styðji við, en ráði ekki ferðinni, og að hún sé aðlöguð íslenskum aðstæðum. Einn aðili bendir á að hætta sé á að aðstoð Alþjóðabankans komi með skilyrðum eða auki skuldsetningu. Niðurstaða umsagnanna er sú að rödd Grindvíkinga á að heyrast best með forystu bæjarstjórnar og virku samráði við hagaðila. Nánast einróma vilji er fyrir því að heimila öllum sem voru lögheimilisskráðir 10. nóvember 2023 að kjósa í Grindavík ef þeir kjósa svo. Skilvirk samvinna krefst trausts, skýrrar stjórnunar og að lausn fasteignamála (endurkoma íbúa í gegnum Þórkötlu) sé í forgangi. Aðkoma Alþjóðabankans er vel þegin, en eingöngu sem ráðgjafi. Lykillinn að framtíðinni felst í því að tryggja endurkomu samfélagsins (að leysa fasteignamál) og að þeir sem eiga rætur í bænum ráði þeirri framtíð með atkvæði sínu. Höfundur er Grindvíkingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun