Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2025 17:30 Það geta ótrúlegustu hlutir gerst þegar fólk sest niður, lokar á eftir sér og fer ekki út fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Staða raforkumála á Norðausturlandi er óviðunandi og hefur verið það alltof lengi. Ónæg afhendingargeta hefur hamlað atvinnuuppbyggingu, fjárfestingum og orkuöflun á svæðinu. Deilt hefur verið um verkaskiptingu og ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu raforkuinnviða: hvað á Landsnet að gera, hvað á Rarik að gera, á ríkið að stíga inn, hvenær, hvernig, hvers vegna? Svona spurningar hafa fengið að malla í kerfinu árum saman án þess að höggvið sé á hnútinn. Nú verður breyting þar á. Með samkomulagi sem ég undirritaði við Landsnet og Rarik í vikunni liggur loksins fyrir skýr verkaskipting og áætlun um aðgerðir í raforkumálum Norðausturlands. Landsnet hefur skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Þórshafnar. Framkvæmdinni verður ýtt inn á kerfisáætlun, undirbúningsvinnan fer strax af stað og stjórnvöld munu leitast við að skapa forsendur til að flýta megi framkvæmdinni enn frekar, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu í landshlutanum. Til að leysa bráðavanda raforkukerfisins á Langanesi ætlar Rarik að einhenda sér í lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og fá þannig báðir staðirnir rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Á sama tíma mun Landsnet byggja nýtt tengivirki á Bakka við Húsavík til að auðvelda tvítengingu við Húsavík og liðka fyrir starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Sú aðgerð er bæði mikilvæg fyrir afhendingaröryggi raforku á Húsavík og fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi almennt. Gert er ráð fyrir að báðum þessum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028, en ríkið mun styðja við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna strax árið 2026. Það hefur verið gott að vinna með forstjórum Landsnets og RARIK að þessu framfaramáli, Rögnu Árnadóttur og Magnúsi Þór Ásmundssyni, og samkomulagið hefði aldrei raungerst nema vegna góðs samstarfs við Daða Má Kristófersson og hans fólk í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkomulagið er í anda þeirrar lausnamiðuðu og aðgerðadrifnu nálgunar sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur eftir. Það felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum. Íbúar eiga þakkir skildar fyrir að sýna þolinmæði og gefast ekki upp í baráttu sinni fyrir uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Nú tökum við höndum saman um að byggja upp, ekki bara línur og búnað, heldur traust, von og tækifæri á Norðausturlandi. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það geta ótrúlegustu hlutir gerst þegar fólk sest niður, lokar á eftir sér og fer ekki út fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Staða raforkumála á Norðausturlandi er óviðunandi og hefur verið það alltof lengi. Ónæg afhendingargeta hefur hamlað atvinnuuppbyggingu, fjárfestingum og orkuöflun á svæðinu. Deilt hefur verið um verkaskiptingu og ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu raforkuinnviða: hvað á Landsnet að gera, hvað á Rarik að gera, á ríkið að stíga inn, hvenær, hvernig, hvers vegna? Svona spurningar hafa fengið að malla í kerfinu árum saman án þess að höggvið sé á hnútinn. Nú verður breyting þar á. Með samkomulagi sem ég undirritaði við Landsnet og Rarik í vikunni liggur loksins fyrir skýr verkaskipting og áætlun um aðgerðir í raforkumálum Norðausturlands. Landsnet hefur skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Þórshafnar. Framkvæmdinni verður ýtt inn á kerfisáætlun, undirbúningsvinnan fer strax af stað og stjórnvöld munu leitast við að skapa forsendur til að flýta megi framkvæmdinni enn frekar, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu í landshlutanum. Til að leysa bráðavanda raforkukerfisins á Langanesi ætlar Rarik að einhenda sér í lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og fá þannig báðir staðirnir rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Á sama tíma mun Landsnet byggja nýtt tengivirki á Bakka við Húsavík til að auðvelda tvítengingu við Húsavík og liðka fyrir starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Sú aðgerð er bæði mikilvæg fyrir afhendingaröryggi raforku á Húsavík og fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi almennt. Gert er ráð fyrir að báðum þessum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028, en ríkið mun styðja við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna strax árið 2026. Það hefur verið gott að vinna með forstjórum Landsnets og RARIK að þessu framfaramáli, Rögnu Árnadóttur og Magnúsi Þór Ásmundssyni, og samkomulagið hefði aldrei raungerst nema vegna góðs samstarfs við Daða Má Kristófersson og hans fólk í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkomulagið er í anda þeirrar lausnamiðuðu og aðgerðadrifnu nálgunar sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur eftir. Það felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum. Íbúar eiga þakkir skildar fyrir að sýna þolinmæði og gefast ekki upp í baráttu sinni fyrir uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Nú tökum við höndum saman um að byggja upp, ekki bara línur og búnað, heldur traust, von og tækifæri á Norðausturlandi. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar