Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar 8. nóvember 2025 14:31 Ég man þegar fjölbreytnin á Ísafirði fólst í því hvort fiskurinn var steiktur eða soðinn. Samfélagið var einsleitt og einfalt – brún augu voru jafnvel framandi. Allir þekktu alla – og allir höfðu sitt hlutverk. Börn voru kennd við mæður sínar, það var Gamla bakaríið, Prentsmiðjan og Kaupfélagið, og menn fengu misskemmtileg viðurnefni – allt saman kunnugleg stef úr sjávarbyggðum fortíðarinnar. Ísafjörður var í okkar huga nafli alheimsins. Við vorum sannfærð um að ef við hættum að skaffa til þjóðarbúsins myndi það einfaldlega hrynja. Við héldum Íslandi uppi með okkar framlagi – þetta var okkur kennt og var aldrei nein spurning. Svo hurfu kvótinn og skipin - en það er önnur saga. Þá var „útlendingur“ ekki endilega sá sem kom frá framandi heimsálfum – heldur sá sem kom frá öðrum stöðum á Íslandi, og þá sérstaklega að sunnan. Þeir voru kallaðir utanbæjarmenn – og það sama gilti víða um land. Aðflutt fólk var kallað utanbæjarpakk og sumstaðar aðfluttir andskotar. Það var jafnvel talað um flækinga sem hvergi tolldu, höfðu aldrei migið í saltan sjó og töldu verðmæti verða til á skrifstofum í Reykjavík – alla vega þeir að sunnan. Svo þegar ég flutti til höfuðborgarinnar heyrði ég talað um fákunnandi sveitalýð og flóttafólk, sem flúði horkið í sveitunum, til að þéna á mölinni. Vissulega hefur samfélagið okkar breyst mikið á síðustu áratugum – en höfum við sjálf eitthvað breyst - eða höfum við bara víkkað út hugtakið „utanbæjarfólk“? Það sem áður var einhver úr Reykjavík kemur nú lengra að. Sennilega er fjölmenning hvorki himnasending né vágestur. Hún er bara lífið sjálft – á endalausri hreyfingu. Hún getur verið flókin, krefjandi og stundum ögrandi – en hún er ekki ný. Við höfum alltaf verið á ferðinni frá örófi alda, ein eða í flokkum, þvælst um jörðina í leit að betra lífi - alltaf verið annaðhvort útlendingar eða utanbæjarfólk. Það má sjá nýtt fólk sem ógnun — líka sem tækifæri til að rifja upp hver við erum. Spyrja okkur: Hvaðan komum við? Hvað í sjálfsmynd okkar er kjarni og hvað er bara arfur sem við höfum aldrei endurskoðað? Hverju getum við deilt, hvað getum við lært — og hverju getum við sleppt? Og ef við erum heiðarleg, þá erum við sjálf bara utanbæjarfólk frá ýmsum tímum, sem fann sér stað á Íslandi. Kannski er það besta sem utanbæjarmaður gerir fyrir samfélag er að hrista aðeins upp í sjálfsmyndinni. Samfélag mótast ekki í tómarúmi, heldur í samtalinu um það hvers vegna við erum hér og hvernig við ætlum að vera hér saman. Og ef sagan kennir okkur eitthvað, þá höfum við lært að ekkert samfélag hversu aumt eða voldugt það er, stendur kyrrt. Það er langur vegur frá Ísafirði áttunda áratugarins til nútímans og þótt við værum handviss um að Ísafjörður væri nafli alheimsins og héldi uppi Íslandi – þá vitum við í betur í dag . Enginn heldur uppi samfélagi nema með sameiginlegu átaki allra sem þar búa. Kælum aðeins þjóðernishyggjuna - hún hefur sjaldan reynst uppbyggjandi afl. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Flóttafólk á Íslandi Martha Árnadóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man þegar fjölbreytnin á Ísafirði fólst í því hvort fiskurinn var steiktur eða soðinn. Samfélagið var einsleitt og einfalt – brún augu voru jafnvel framandi. Allir þekktu alla – og allir höfðu sitt hlutverk. Börn voru kennd við mæður sínar, það var Gamla bakaríið, Prentsmiðjan og Kaupfélagið, og menn fengu misskemmtileg viðurnefni – allt saman kunnugleg stef úr sjávarbyggðum fortíðarinnar. Ísafjörður var í okkar huga nafli alheimsins. Við vorum sannfærð um að ef við hættum að skaffa til þjóðarbúsins myndi það einfaldlega hrynja. Við héldum Íslandi uppi með okkar framlagi – þetta var okkur kennt og var aldrei nein spurning. Svo hurfu kvótinn og skipin - en það er önnur saga. Þá var „útlendingur“ ekki endilega sá sem kom frá framandi heimsálfum – heldur sá sem kom frá öðrum stöðum á Íslandi, og þá sérstaklega að sunnan. Þeir voru kallaðir utanbæjarmenn – og það sama gilti víða um land. Aðflutt fólk var kallað utanbæjarpakk og sumstaðar aðfluttir andskotar. Það var jafnvel talað um flækinga sem hvergi tolldu, höfðu aldrei migið í saltan sjó og töldu verðmæti verða til á skrifstofum í Reykjavík – alla vega þeir að sunnan. Svo þegar ég flutti til höfuðborgarinnar heyrði ég talað um fákunnandi sveitalýð og flóttafólk, sem flúði horkið í sveitunum, til að þéna á mölinni. Vissulega hefur samfélagið okkar breyst mikið á síðustu áratugum – en höfum við sjálf eitthvað breyst - eða höfum við bara víkkað út hugtakið „utanbæjarfólk“? Það sem áður var einhver úr Reykjavík kemur nú lengra að. Sennilega er fjölmenning hvorki himnasending né vágestur. Hún er bara lífið sjálft – á endalausri hreyfingu. Hún getur verið flókin, krefjandi og stundum ögrandi – en hún er ekki ný. Við höfum alltaf verið á ferðinni frá örófi alda, ein eða í flokkum, þvælst um jörðina í leit að betra lífi - alltaf verið annaðhvort útlendingar eða utanbæjarfólk. Það má sjá nýtt fólk sem ógnun — líka sem tækifæri til að rifja upp hver við erum. Spyrja okkur: Hvaðan komum við? Hvað í sjálfsmynd okkar er kjarni og hvað er bara arfur sem við höfum aldrei endurskoðað? Hverju getum við deilt, hvað getum við lært — og hverju getum við sleppt? Og ef við erum heiðarleg, þá erum við sjálf bara utanbæjarfólk frá ýmsum tímum, sem fann sér stað á Íslandi. Kannski er það besta sem utanbæjarmaður gerir fyrir samfélag er að hrista aðeins upp í sjálfsmyndinni. Samfélag mótast ekki í tómarúmi, heldur í samtalinu um það hvers vegna við erum hér og hvernig við ætlum að vera hér saman. Og ef sagan kennir okkur eitthvað, þá höfum við lært að ekkert samfélag hversu aumt eða voldugt það er, stendur kyrrt. Það er langur vegur frá Ísafirði áttunda áratugarins til nútímans og þótt við værum handviss um að Ísafjörður væri nafli alheimsins og héldi uppi Íslandi – þá vitum við í betur í dag . Enginn heldur uppi samfélagi nema með sameiginlegu átaki allra sem þar búa. Kælum aðeins þjóðernishyggjuna - hún hefur sjaldan reynst uppbyggjandi afl. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun