Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 10. nóvember 2025 08:32 Fjórir af hverjum tíu félögum Eflingar stéttarfélags búa við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum, samkvæmt mælikvarða Hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá öðru launafólki. Tæplega fjórir af hverjum tíu foreldrum í Eflingu geta ekki haldið afmælisveislur fyrir börnin sín eða gefið þeim jólagjafir. Þriðjungur getur ekki gefið börnum sínum jafn næringarríkan mat og þau þarfnast eða veitt þeim nauðsynlegan klæðnað. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins frá því í sumar, þar sem afhjúpuð er kerfisbundin fátækt meðal þúsunda á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstaðan hlýtur að vera áfall fyrir íslensk stjórnvöld enda er það pólitískt val þegar til verður fátæktrargildra. Í könnun sem Afstaða gerði á síðasta ári meðal fanga kom í ljós að tæpur helmingur svarenda sem greitt höfðu í lífeyrissjóð greiddu í Eflingu stéttarfélag. Þær niðurstöður gáfu til kynna nauðsyn þess að stjórnvöld skoðuðu félagsfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þeim sem hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu. Mér vitanlega hefur ekkert var gert með þær niðurstöður. Börnin send svöng i skólann Börn sem alast upp í fátækt og eru send svöng í skólann eru líklegri til að misstíga sig síðar á lífsleiðinni og jafnvel lenda í fangelsi. Við erum að tala um börn foreldra, sem er vinnandi fólk en getur ekki greitt reikninga á eindaga og hefur ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Eflingarfólk er að stórum hluta innflytjendur. Þetta er fólk sem sinnir eldhússtörfum, aðstoð við aldraða, afgreiðslu, byggingarvinnu og matvælaframleiðslu. Við verðlaunum þetta fólk með því að gera því ómögulegt að lifa mannsæmandi lífi. Við sendum börn þeirra svöng í skólann. Þetta eru börn sem geta ekki farið í afmælisboð hjá bekkjarfélögum sínum vegna fjárskorts. Börn sem missa af tómstundum vegna þess að foreldrar þeirra vinna í fullu starfi en hafa ekki efni á lífsins nauðsynjum. Heilsa þessa fólks er einnig áhyggjuefni. Fjórðungur Eflingarfólks finnur nánast alla daga fyrir þreytu og orkuleysi og 42% búa við slæma andlega heilsu. Fjórðungur getur ekki greitt fyrir nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Þetta fólk sefur ekki fyrir áhyggjum um reikninga, getur ekki slakað á eða stundað tómstundir og býr við stöðuga óvissu um það hvernig á að ná endum saman. Nú er tími aðgerð Afstaða-réttindafélag kallar eftir því að íslensk stjórnvöld fari gaumgæfilega yfir niðurstöður umræddrar rannsóknar og koma með tillögur að úrbótum. Það þarf að koma á lágmarkslaunum sem tryggja framfærslu og heilbrigðisþjónusta og geðheilbrigðisþjónusta verður að vera að fullu gjaldfrjáls fyrir þá sem eru í fjárhagsvanda. Börnin verður jafnframt að setja í algjöran forgang. Engin börn eiga að búa við efnislegan skort vegna lágra tekna foreldra sinna. Fátækt í auðugu landi er ekki náttúrulögmál. Hún er afleiðing pólitískra ákvarðana. Ákvarðana sem við getum breytt og tryggt að allir vinnandi einstaklingar njóti mannsæmandi lífskjara. Þetta snýst um réttlæti. Þetta snýst um virðingu. Þetta snýst um grundvallarspurninguna: Hvernig samfélag viljum við vera? Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fjórir af hverjum tíu félögum Eflingar stéttarfélags búa við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum, samkvæmt mælikvarða Hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá öðru launafólki. Tæplega fjórir af hverjum tíu foreldrum í Eflingu geta ekki haldið afmælisveislur fyrir börnin sín eða gefið þeim jólagjafir. Þriðjungur getur ekki gefið börnum sínum jafn næringarríkan mat og þau þarfnast eða veitt þeim nauðsynlegan klæðnað. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins frá því í sumar, þar sem afhjúpuð er kerfisbundin fátækt meðal þúsunda á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstaðan hlýtur að vera áfall fyrir íslensk stjórnvöld enda er það pólitískt val þegar til verður fátæktrargildra. Í könnun sem Afstaða gerði á síðasta ári meðal fanga kom í ljós að tæpur helmingur svarenda sem greitt höfðu í lífeyrissjóð greiddu í Eflingu stéttarfélag. Þær niðurstöður gáfu til kynna nauðsyn þess að stjórnvöld skoðuðu félagsfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þeim sem hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu. Mér vitanlega hefur ekkert var gert með þær niðurstöður. Börnin send svöng i skólann Börn sem alast upp í fátækt og eru send svöng í skólann eru líklegri til að misstíga sig síðar á lífsleiðinni og jafnvel lenda í fangelsi. Við erum að tala um börn foreldra, sem er vinnandi fólk en getur ekki greitt reikninga á eindaga og hefur ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Eflingarfólk er að stórum hluta innflytjendur. Þetta er fólk sem sinnir eldhússtörfum, aðstoð við aldraða, afgreiðslu, byggingarvinnu og matvælaframleiðslu. Við verðlaunum þetta fólk með því að gera því ómögulegt að lifa mannsæmandi lífi. Við sendum börn þeirra svöng í skólann. Þetta eru börn sem geta ekki farið í afmælisboð hjá bekkjarfélögum sínum vegna fjárskorts. Börn sem missa af tómstundum vegna þess að foreldrar þeirra vinna í fullu starfi en hafa ekki efni á lífsins nauðsynjum. Heilsa þessa fólks er einnig áhyggjuefni. Fjórðungur Eflingarfólks finnur nánast alla daga fyrir þreytu og orkuleysi og 42% búa við slæma andlega heilsu. Fjórðungur getur ekki greitt fyrir nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Þetta fólk sefur ekki fyrir áhyggjum um reikninga, getur ekki slakað á eða stundað tómstundir og býr við stöðuga óvissu um það hvernig á að ná endum saman. Nú er tími aðgerð Afstaða-réttindafélag kallar eftir því að íslensk stjórnvöld fari gaumgæfilega yfir niðurstöður umræddrar rannsóknar og koma með tillögur að úrbótum. Það þarf að koma á lágmarkslaunum sem tryggja framfærslu og heilbrigðisþjónusta og geðheilbrigðisþjónusta verður að vera að fullu gjaldfrjáls fyrir þá sem eru í fjárhagsvanda. Börnin verður jafnframt að setja í algjöran forgang. Engin börn eiga að búa við efnislegan skort vegna lágra tekna foreldra sinna. Fátækt í auðugu landi er ekki náttúrulögmál. Hún er afleiðing pólitískra ákvarðana. Ákvarðana sem við getum breytt og tryggt að allir vinnandi einstaklingar njóti mannsæmandi lífskjara. Þetta snýst um réttlæti. Þetta snýst um virðingu. Þetta snýst um grundvallarspurninguna: Hvernig samfélag viljum við vera? Höfundur er formaður Afstöðu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun