Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 09:31 Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna? Mér finnst margir í leikskólastarfi vera óvissir um þessi svör og ég hef sjálf fundið þörf fyrir að staldra við og hugsa: hvað vil ég standa fyrir? Fyrir mér byrjar allt á gleðinni. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin hlæja, þar sem við eigum augnablik sem skipta máli og þar sem húmorinn brýtur upp hversdaginn. Ef gleðin er til staðar þá skapast andrúmsloft sem kallar fram áhuga og sköpun. En gleði getur ekki staðið ein og sér, hún þarf að hvíla á trausti og öryggi. Það er þar sem umhyggjan kemur inn. Ég vil að börnin, foreldrar og samstarfsfólk finni að þau séu í öruggu umhverfi, þar sem er hlustað, tekið utan um og staðið saman. Umhyggja er ekki bara hlý orð, hún er verknaður sem býr til tengsl. Að lokum er virðingin. Hún er ekki eitthvað sem við krefjumst, heldur eitthvað sem við byggjum upp í daglegum samskiptum. Virðing fyrir börnunum og fjölskyldum þeirra, fyrir samstarfsfólki og fyrir sjálfum okkur. Þegar við berum virðingu birtist hún í augnsambandi, í því að hlusta af einlægni, í því að meta hvert framlag sem mikilvægt. Þessi þrjú gildi – gleði, umhyggja og virðing – eru ekki bara orð á blaði. Þau eru stefna mín í starfi. Þau eru leiðarljós sem ég vil að allir í leikskólanum finni, bæði börnin og við sem vinnum með þeim. En mín gildi eru ekki eina leiðin. Það sem skiptir máli er að hver og einn gefi sér tíma til að íhuga sín eigin. Fyrir einhvern gæti frumkvæði verið í forgrunni, fyrir annan sjálfstæði eða útsjónarsemi. Það er ekkert minna virði en gleði, umhyggja eða virðing því það sem skiptir máli er að við vitum hvað við stöndum fyrir. Með því að kynnast okkar eigin gildum og leyfa þeim að leiða starfið, verður það bæði meðvitaðra og markvissara. Það var í þessum hugleiðingum sem hugmyndin kviknaði: að mynda eins konar lærdómssamfélag í leikskólanum mínum. Ég vildi skapa vettvang þar sem við tökum okkur tíma til að kafa inn á við, ræða gildin okkar og deila hugmyndum um hvað við teljum mikilvægast í starfinu. Ég lagði hugmyndina fram á stjórnendafundi og fékk góðar viðtökur. Nú á döfinni er stefnan að halda örnámskeið fyrir samstarfsfólkið, þar sem við íhugum þessa spurningu saman: Hvaða gildi vil ég kenna? Hugmyndin fékk fljótt byr undir báða vængi og nú erum við með plan um mánaðarleg örnámskeið þar sem starfsfólk fær tækifæri til að miðla vitneskju sinni og áhuga til annarra. Þannig byggjum við upp lærdómssamfélag sem er lifandi, fjölbreytt og styrkjandi fyrir okkur öll. Ég trúi því að þegar við gefum okkur tíma til að staldra við og spyrja: Af hverju vinn ég hér? Hvað vil ég leggja af mörkum? þá styrkjum við ekki bara okkur sjálf heldur líka leikskólastarfið í heild. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin upplifa gildi eins og virðingu, umhyggju og gleði eða hvaða gildi sem við sem starfsfólk höfum í hávegum. Það gerist aðeins þegar við stöldrum við, finnum okkar eigin gildi, látum þau skína og deilum þeim með öðrum. Höfundur er háskólamenntaður deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna? Mér finnst margir í leikskólastarfi vera óvissir um þessi svör og ég hef sjálf fundið þörf fyrir að staldra við og hugsa: hvað vil ég standa fyrir? Fyrir mér byrjar allt á gleðinni. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin hlæja, þar sem við eigum augnablik sem skipta máli og þar sem húmorinn brýtur upp hversdaginn. Ef gleðin er til staðar þá skapast andrúmsloft sem kallar fram áhuga og sköpun. En gleði getur ekki staðið ein og sér, hún þarf að hvíla á trausti og öryggi. Það er þar sem umhyggjan kemur inn. Ég vil að börnin, foreldrar og samstarfsfólk finni að þau séu í öruggu umhverfi, þar sem er hlustað, tekið utan um og staðið saman. Umhyggja er ekki bara hlý orð, hún er verknaður sem býr til tengsl. Að lokum er virðingin. Hún er ekki eitthvað sem við krefjumst, heldur eitthvað sem við byggjum upp í daglegum samskiptum. Virðing fyrir börnunum og fjölskyldum þeirra, fyrir samstarfsfólki og fyrir sjálfum okkur. Þegar við berum virðingu birtist hún í augnsambandi, í því að hlusta af einlægni, í því að meta hvert framlag sem mikilvægt. Þessi þrjú gildi – gleði, umhyggja og virðing – eru ekki bara orð á blaði. Þau eru stefna mín í starfi. Þau eru leiðarljós sem ég vil að allir í leikskólanum finni, bæði börnin og við sem vinnum með þeim. En mín gildi eru ekki eina leiðin. Það sem skiptir máli er að hver og einn gefi sér tíma til að íhuga sín eigin. Fyrir einhvern gæti frumkvæði verið í forgrunni, fyrir annan sjálfstæði eða útsjónarsemi. Það er ekkert minna virði en gleði, umhyggja eða virðing því það sem skiptir máli er að við vitum hvað við stöndum fyrir. Með því að kynnast okkar eigin gildum og leyfa þeim að leiða starfið, verður það bæði meðvitaðra og markvissara. Það var í þessum hugleiðingum sem hugmyndin kviknaði: að mynda eins konar lærdómssamfélag í leikskólanum mínum. Ég vildi skapa vettvang þar sem við tökum okkur tíma til að kafa inn á við, ræða gildin okkar og deila hugmyndum um hvað við teljum mikilvægast í starfinu. Ég lagði hugmyndina fram á stjórnendafundi og fékk góðar viðtökur. Nú á döfinni er stefnan að halda örnámskeið fyrir samstarfsfólkið, þar sem við íhugum þessa spurningu saman: Hvaða gildi vil ég kenna? Hugmyndin fékk fljótt byr undir báða vængi og nú erum við með plan um mánaðarleg örnámskeið þar sem starfsfólk fær tækifæri til að miðla vitneskju sinni og áhuga til annarra. Þannig byggjum við upp lærdómssamfélag sem er lifandi, fjölbreytt og styrkjandi fyrir okkur öll. Ég trúi því að þegar við gefum okkur tíma til að staldra við og spyrja: Af hverju vinn ég hér? Hvað vil ég leggja af mörkum? þá styrkjum við ekki bara okkur sjálf heldur líka leikskólastarfið í heild. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin upplifa gildi eins og virðingu, umhyggju og gleði eða hvaða gildi sem við sem starfsfólk höfum í hávegum. Það gerist aðeins þegar við stöldrum við, finnum okkar eigin gildi, látum þau skína og deilum þeim með öðrum. Höfundur er háskólamenntaður deildarstjóri á leikskóla.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun