Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar 10. nóvember 2025 14:01 Eftir tveggja ára grimmilegt stríð hefur ótryggt vopnahlé fært örþreyttum Gasabúum nokkra ró. Vopnahléið er fyrsti liður í 20 punkta áætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Stöðugur ótti starfsfólks okkar hjá UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálpinni, um að vera drepið í kúlnahríð eða sprengjuárásum herfur vissulega dvínað. Hins vegar eru áhyggjuefnin yfrið nóg. Ekki er heiglum hent að finna húsaskjól, mat og hreint vatn og vetur nálgast óðfluga. Engan tíma má missa til að vinna bug á sulti og sjúkdómum. Ekki er hægt að ýkja hve mikil líkamleg og andleg sár þarf að lækna. Væntingar um meiri aðgang að heilsugæslu og menntun fara vaxandi. Næstu vikur og mánuðir munu leiða í ljós hvort þessi vatnaskil eru fyrstu geislar nýrrar dögunar eða upptaktur enn dýpri vonbrigða. UNRWA hefur þekkingu, getu og traust Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal UNRWA, hafa sérfræðiþekkinguna og úrræðin til að takast á skilvirkan hátt á við gríðarlegar mannúðarþarfir. Leyfa verður okkur að vinna á frjálsan og sjálfstæðan hátt án tilviljanakenndra og ósanngjarnra takmarkanna á flutning vara og vinnuafls. Leiðin til enduruppbyggingar á Gasa verður tæpast greið. Vopnahléið er ótryggt og reynt er á þolrif allra með nánast daglegum brotum. Vopnahlé, sem felur aðeins í sér fjarveru stríðs, er ekki nóg. Ef ekki er rudd lífvænleg leið til friðar munu afdrifarík mistök fortíðarinnar verða endurtekin. Sönn friðsöm framtíð krefst ósvikinnar fjárfestingar í endanlegri pólitískri lausn á átökum Ísraela og Palestínumanna. Grundvallaröryggis er þörf til að enduruppbygging geti hafist. Vopnahlé þarf að styðja með stofnun alþjóðlegrar stöðugleikasveitar. Hún þarf umboð til að koma á ró, vernda mikilvæga innviði og tryggja aðgang mannúðaraðstoðar. Slík sveit gæti skapað skilyrði fyrir því að palestínskar stofnanir yrðu endurreistar. Opinberrar þjónustu er þörf Árangur stöðugleikasveitar og umskipta frá neyðarástandi til stöðugleika er einnig háður því að takast megi að sjá Gasabúum fyrir áreiðanlegri opinberri þjónustu. Einnig þarf að skapa trúverðuga leið til friðar og virðingar fyrir mannréttindum. Þetta er eingöngu hægt í krafti opinberrar þjónustu, sem nýtur trausts samfélagsins. Við höfum reynsluna frá Írak af afleiðingum þess að vanmeta þörfina á því að tryggja stöðuga og skilvirka opinbera þjónustu. Þar var borgaraleg stjórn sundurlimuð árið 2003 með þeim afleiðingum að skapað var tómarúm og áralangur óstöðugleiki fylgdi. Lærdómurinn, sem draga má af því, er að viðhalda ber opinberum stofnunum sem eru færar um að veita íbúunum þýðingarmikla þjónustu. Fagfólk, stjórnendur og samfélagsleiðtogar eiga að vera hluti af lausninni, en ekki fórnarlömb pólitískrar endurnýjunar. Áratuga reynsla UNRWA hefur þúsundir Palestínumanna í þjónustu sinni. Stofnunin hefur getu og sérþekkingu og nýtur trausts, sem þarf til að veita sárþjáðri þjóð heilsugæslu, menntun og aðra opinbera þjónustu. Áratugum saman hafa kennarar, læknar og verkfræðingar á snærum stofnunarinnar verið hryggjarstykki opinberrar þjónustu fyrir milljónir flóttamanna frá Palestínu á Gasa og í heimshlutanum öllum. Í ráðgefandi áliti sínu í síðasta mánuði undirstrikaði Alþjóðadómstóllinn fagmennsku starfsfólks UNRWA, ómissandi hlutverk stofnunarinnar í mannúðarmálum og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri enn sem fyrr óhlutdræg og hlutlaus. Menntun er fjárfesting í friði UNRWA hefur sinnt menntamálum, þar á meðal mannréttindaáætlun sem nýtur viðurkenningar. Hún verður lykilatriði í að koma í veg fyrir að grimmilegt umsátur og Gasa og voðverkin, sem framin hafa verið undanfarin tvö ár, verði ekki vatn á myllu öðfgastefna. Nærri 700 þúsund börn á skólaaldri eigra nú innan um rústirnar. Þau hafa ekki aðeins verið svipt heimilum sínum og ástvinum heldur einnig menntun, sem ætíð hefur verið uppspretta vonar og stolts. Það er fjárfesting í friði og stöðugleika á Gasa og í heimshlutanum öllum að koma börnunum aftur á skólabekk. Auk mannúðaraðstoðar og endurupptöku opinberrar þjónustu, þarf að skapa andrúmsloft trausts, sem getur leyst úr læðingi langtíma fjárfestingu. Fyrirtæki og fjárveitendur verða að geta treyst á að friður haldi svo enduruppbygging sé ekki til einskis. Sannfæra verður þá um að svæðið geti ekki orðið nýjum vítahring tortímingar að bráð. Tveggja ríkja lausn Íbúar Gasa þurfa á fyrirheitum að halda um eðlilegt líf, með varanlegu húsnæði og starfandi sjúkrahúsa og skóla. Enduruppbyging Gasa felur í sér endurreisn stjórnar, réttlætis og almennrar trúar á að friður sé mögulegur innan vébanda tveggja ríkja lausnar. “Gular línur” eru í samkomulaginu, sem rissaðar hafa voru upp í tímabundnu öryggisskyni. Þær mega ekki verða varanlegar og sundra Gasasvæðinu innbyrðis og aðskilja Gasa og Vesturbakkann. Sáttastarf þarf að hefja Síðast en ekki síst verður að hefja sáttastarf nú þegar. Nú eru Ísraelar og Palestínumenn nágrannar sem þekkja ekki hvorn annan. Stríð hefur skilið þá að, einangrun og tortryggni fer enn vaxandi. Það er í senn dapurlegt og kaldhæðnislegt að þeir eiga sameiginlegt að eiga að baki svo langa og djúpa sögu um kúgun og sorg missi að fæst okkar geta ímyndað sér hana eða skilið. Til að Palestínumenn og Ísrelar geti tengst að nýju þarf að takast á við þá afmennskun, sem greitt hefur fyrir hroðalegum voðaverkum. Til að svo megi verða ber að viðurkenna áratuga langa kúgun á Palestínumönnum og það djúpstæða sameiginlega áfall, sem fólst í árásunum 7.október innan Ísraels. Til að koma á varanlegum friði, verður réttlæti að ná fram að ganga og reyna af alvöru að græða sár jafnt Palestínumanna sem Ísraela. Höfundur er forstjóri Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Ísrael Palestína Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Eftir tveggja ára grimmilegt stríð hefur ótryggt vopnahlé fært örþreyttum Gasabúum nokkra ró. Vopnahléið er fyrsti liður í 20 punkta áætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Stöðugur ótti starfsfólks okkar hjá UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálpinni, um að vera drepið í kúlnahríð eða sprengjuárásum herfur vissulega dvínað. Hins vegar eru áhyggjuefnin yfrið nóg. Ekki er heiglum hent að finna húsaskjól, mat og hreint vatn og vetur nálgast óðfluga. Engan tíma má missa til að vinna bug á sulti og sjúkdómum. Ekki er hægt að ýkja hve mikil líkamleg og andleg sár þarf að lækna. Væntingar um meiri aðgang að heilsugæslu og menntun fara vaxandi. Næstu vikur og mánuðir munu leiða í ljós hvort þessi vatnaskil eru fyrstu geislar nýrrar dögunar eða upptaktur enn dýpri vonbrigða. UNRWA hefur þekkingu, getu og traust Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal UNRWA, hafa sérfræðiþekkinguna og úrræðin til að takast á skilvirkan hátt á við gríðarlegar mannúðarþarfir. Leyfa verður okkur að vinna á frjálsan og sjálfstæðan hátt án tilviljanakenndra og ósanngjarnra takmarkanna á flutning vara og vinnuafls. Leiðin til enduruppbyggingar á Gasa verður tæpast greið. Vopnahléið er ótryggt og reynt er á þolrif allra með nánast daglegum brotum. Vopnahlé, sem felur aðeins í sér fjarveru stríðs, er ekki nóg. Ef ekki er rudd lífvænleg leið til friðar munu afdrifarík mistök fortíðarinnar verða endurtekin. Sönn friðsöm framtíð krefst ósvikinnar fjárfestingar í endanlegri pólitískri lausn á átökum Ísraela og Palestínumanna. Grundvallaröryggis er þörf til að enduruppbygging geti hafist. Vopnahlé þarf að styðja með stofnun alþjóðlegrar stöðugleikasveitar. Hún þarf umboð til að koma á ró, vernda mikilvæga innviði og tryggja aðgang mannúðaraðstoðar. Slík sveit gæti skapað skilyrði fyrir því að palestínskar stofnanir yrðu endurreistar. Opinberrar þjónustu er þörf Árangur stöðugleikasveitar og umskipta frá neyðarástandi til stöðugleika er einnig háður því að takast megi að sjá Gasabúum fyrir áreiðanlegri opinberri þjónustu. Einnig þarf að skapa trúverðuga leið til friðar og virðingar fyrir mannréttindum. Þetta er eingöngu hægt í krafti opinberrar þjónustu, sem nýtur trausts samfélagsins. Við höfum reynsluna frá Írak af afleiðingum þess að vanmeta þörfina á því að tryggja stöðuga og skilvirka opinbera þjónustu. Þar var borgaraleg stjórn sundurlimuð árið 2003 með þeim afleiðingum að skapað var tómarúm og áralangur óstöðugleiki fylgdi. Lærdómurinn, sem draga má af því, er að viðhalda ber opinberum stofnunum sem eru færar um að veita íbúunum þýðingarmikla þjónustu. Fagfólk, stjórnendur og samfélagsleiðtogar eiga að vera hluti af lausninni, en ekki fórnarlömb pólitískrar endurnýjunar. Áratuga reynsla UNRWA hefur þúsundir Palestínumanna í þjónustu sinni. Stofnunin hefur getu og sérþekkingu og nýtur trausts, sem þarf til að veita sárþjáðri þjóð heilsugæslu, menntun og aðra opinbera þjónustu. Áratugum saman hafa kennarar, læknar og verkfræðingar á snærum stofnunarinnar verið hryggjarstykki opinberrar þjónustu fyrir milljónir flóttamanna frá Palestínu á Gasa og í heimshlutanum öllum. Í ráðgefandi áliti sínu í síðasta mánuði undirstrikaði Alþjóðadómstóllinn fagmennsku starfsfólks UNRWA, ómissandi hlutverk stofnunarinnar í mannúðarmálum og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri enn sem fyrr óhlutdræg og hlutlaus. Menntun er fjárfesting í friði UNRWA hefur sinnt menntamálum, þar á meðal mannréttindaáætlun sem nýtur viðurkenningar. Hún verður lykilatriði í að koma í veg fyrir að grimmilegt umsátur og Gasa og voðverkin, sem framin hafa verið undanfarin tvö ár, verði ekki vatn á myllu öðfgastefna. Nærri 700 þúsund börn á skólaaldri eigra nú innan um rústirnar. Þau hafa ekki aðeins verið svipt heimilum sínum og ástvinum heldur einnig menntun, sem ætíð hefur verið uppspretta vonar og stolts. Það er fjárfesting í friði og stöðugleika á Gasa og í heimshlutanum öllum að koma börnunum aftur á skólabekk. Auk mannúðaraðstoðar og endurupptöku opinberrar þjónustu, þarf að skapa andrúmsloft trausts, sem getur leyst úr læðingi langtíma fjárfestingu. Fyrirtæki og fjárveitendur verða að geta treyst á að friður haldi svo enduruppbygging sé ekki til einskis. Sannfæra verður þá um að svæðið geti ekki orðið nýjum vítahring tortímingar að bráð. Tveggja ríkja lausn Íbúar Gasa þurfa á fyrirheitum að halda um eðlilegt líf, með varanlegu húsnæði og starfandi sjúkrahúsa og skóla. Enduruppbyging Gasa felur í sér endurreisn stjórnar, réttlætis og almennrar trúar á að friður sé mögulegur innan vébanda tveggja ríkja lausnar. “Gular línur” eru í samkomulaginu, sem rissaðar hafa voru upp í tímabundnu öryggisskyni. Þær mega ekki verða varanlegar og sundra Gasasvæðinu innbyrðis og aðskilja Gasa og Vesturbakkann. Sáttastarf þarf að hefja Síðast en ekki síst verður að hefja sáttastarf nú þegar. Nú eru Ísraelar og Palestínumenn nágrannar sem þekkja ekki hvorn annan. Stríð hefur skilið þá að, einangrun og tortryggni fer enn vaxandi. Það er í senn dapurlegt og kaldhæðnislegt að þeir eiga sameiginlegt að eiga að baki svo langa og djúpa sögu um kúgun og sorg missi að fæst okkar geta ímyndað sér hana eða skilið. Til að Palestínumenn og Ísrelar geti tengst að nýju þarf að takast á við þá afmennskun, sem greitt hefur fyrir hroðalegum voðaverkum. Til að svo megi verða ber að viðurkenna áratuga langa kúgun á Palestínumönnum og það djúpstæða sameiginlega áfall, sem fólst í árásunum 7.október innan Ísraels. Til að koma á varanlegum friði, verður réttlæti að ná fram að ganga og reyna af alvöru að græða sár jafnt Palestínumanna sem Ísraela. Höfundur er forstjóri Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA).
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar