Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar 10. nóvember 2025 15:02 Umræðan um klukkuna er sígilt þrætumál hér á landi. Rökin með og á móti hafa að mestu leyti ekkert breyst frá árinu 1968 þega ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ákvað að færa klukkuna fram um eina klukkustund og miða hana allt árið við Greenwich Mean Time (UTC). Breytingin var gerð á viðskiptalegum forsendum, rökstudd með því að Ísland yrði þá á sama tímabelti og Bretland og flest ríki Evrópu. Það merkilega gerðist skömmu síðar að Bretar og Evrópuríkin tóku upp vor- og hausttíma, breyttu klukkunni tvisvar á ári. Meginrökin frá 1968 voru því markleysa nánast frá upphafi! Við höfum hvorki notið þess hagræðis eða samræmis sem stefnt var að né lifað í takt við náttúrulegan sólartíma. Rökin fyrir breytingu á klukkunni hafa sífellt orðið veigameiri með ítarlegri rannsóknum á lífsgæðum og lýðheilsu. En Íslandsklukkan stendur í stað. Óbreytt ár frá ári. Tregðulögmálið er illskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að rök og rannsóknir liggja á borðinu. Auðvitað kostar eitthvað fyrir ríki og atvinnulíf að samstilla tölvukerfi við slíka breytingu en ef þjóðir álfunnar geta staðið fyrir slíkum breytingum tvisvar á ári ætti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja út fyrir þeim kostnaði, í eitt skipti. Því við erum ekki að tala um tilfærslur að vori og hausti heldur að færa klukkuna aftur í það sem hún var fyrir árið 1968, í UTC-1. Þá værum við sem þjóð í betri samhljómi við sól og líkamsklukku. Þegar sól er hæst á lofti í Kópavogi er klukkan ekki tólf eins og hún ætti að vera. Hún er að verða hálftvö! Við erum því nánast hálfum öðrum tíma á undan náttúrunni. Gott að vera fremstur meðal jafningja en að þessu leyti er það ekki aðeins óheppilegt heldur skaðlegt. Fræðafólk kallar þetta samfélagslega flugþreytu (social jet lag) og afleiðingarnar eru þekktar: fólk sefur minna, vaknar þreyttara og nær síður að hvílast. Íslenskar rannsóknir sýna að ungmenni sofa að jafnaði einum til tveimur klukkustundum of lítið á virkum dögum. Það hefur áhrif á einbeitingu, námsárangur og almenna líðan. Ef klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund kæmi dagsbirtan fyrr á morgnana og rökkva tæki fyrr á kvöldin. Það er endalaust hægt að deila um það hvað ávinnst, hvað glatast, en meginrökin hljóta að vera þau að klukkan á veggnum og líkamsklukkan ganga ekki í takt. Til þess að okkur líði vel þurfa þær báðar að slá í takt, líkamsklukkan og Íslandsklukkan. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Klukkan á Íslandi Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Umræðan um klukkuna er sígilt þrætumál hér á landi. Rökin með og á móti hafa að mestu leyti ekkert breyst frá árinu 1968 þega ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ákvað að færa klukkuna fram um eina klukkustund og miða hana allt árið við Greenwich Mean Time (UTC). Breytingin var gerð á viðskiptalegum forsendum, rökstudd með því að Ísland yrði þá á sama tímabelti og Bretland og flest ríki Evrópu. Það merkilega gerðist skömmu síðar að Bretar og Evrópuríkin tóku upp vor- og hausttíma, breyttu klukkunni tvisvar á ári. Meginrökin frá 1968 voru því markleysa nánast frá upphafi! Við höfum hvorki notið þess hagræðis eða samræmis sem stefnt var að né lifað í takt við náttúrulegan sólartíma. Rökin fyrir breytingu á klukkunni hafa sífellt orðið veigameiri með ítarlegri rannsóknum á lífsgæðum og lýðheilsu. En Íslandsklukkan stendur í stað. Óbreytt ár frá ári. Tregðulögmálið er illskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að rök og rannsóknir liggja á borðinu. Auðvitað kostar eitthvað fyrir ríki og atvinnulíf að samstilla tölvukerfi við slíka breytingu en ef þjóðir álfunnar geta staðið fyrir slíkum breytingum tvisvar á ári ætti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja út fyrir þeim kostnaði, í eitt skipti. Því við erum ekki að tala um tilfærslur að vori og hausti heldur að færa klukkuna aftur í það sem hún var fyrir árið 1968, í UTC-1. Þá værum við sem þjóð í betri samhljómi við sól og líkamsklukku. Þegar sól er hæst á lofti í Kópavogi er klukkan ekki tólf eins og hún ætti að vera. Hún er að verða hálftvö! Við erum því nánast hálfum öðrum tíma á undan náttúrunni. Gott að vera fremstur meðal jafningja en að þessu leyti er það ekki aðeins óheppilegt heldur skaðlegt. Fræðafólk kallar þetta samfélagslega flugþreytu (social jet lag) og afleiðingarnar eru þekktar: fólk sefur minna, vaknar þreyttara og nær síður að hvílast. Íslenskar rannsóknir sýna að ungmenni sofa að jafnaði einum til tveimur klukkustundum of lítið á virkum dögum. Það hefur áhrif á einbeitingu, námsárangur og almenna líðan. Ef klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund kæmi dagsbirtan fyrr á morgnana og rökkva tæki fyrr á kvöldin. Það er endalaust hægt að deila um það hvað ávinnst, hvað glatast, en meginrökin hljóta að vera þau að klukkan á veggnum og líkamsklukkan ganga ekki í takt. Til þess að okkur líði vel þurfa þær báðar að slá í takt, líkamsklukkan og Íslandsklukkan. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun