Handbolti

Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alfa Brá Hagalín var stoðsendingahæst og skoraði að auki sex mörk.
Alfa Brá Hagalín var stoðsendingahæst og skoraði að auki sex mörk.

Fram vann 31-29 gegn Haukum í 10. umferð Olís deildar kvenna í handbolta.

Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik en heimakonur Fram náðu tveggja marka forystu áður en flautað var til leikhlés og héldu þeirri forystu langt fram í seinni hálfleikinn.

Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir tóku Haukar áhlaup og komust marki yfir, en Fram svaraði snöggt fyrir sig. Fram náði að jafnaði leikinn og endurheimta tveggja marka forystuna þegar rúm mínúta var eftir, staðan 30-28.

Rakel Oddný Guðmundsdóttir minnkaði muninn niður í eitt mark í næstu sókn en braut svo af sér og gaf Fram vítakast sem Ásdís Guðmundsdóttir skoraði úr á lokasekúndu leiksins til að tryggja Fram 31-29 sigur.

Ásdís var markahæst í leiknum með 9 mörk úr 12 skotum en Embla Steindórsdóttir og Alexandra Líf Arnarsdóttir voru næstmarkahæstar, með 8 mörk hvor fyrir Hauka.

Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í 5. og 6. sæti Olís deildar kvenna en Fram mun hafa tveggja stiga forystu fram yfir landsleikjahlé.

Þrír leikir eru eftir óspilaðir, einn á morgun og tveir á laugardag, þar til deildin fer í frí fram að 13. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×