Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2025 09:08 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, á ekki sjö dagana sæla. Hann er sögulega óvinsæll, flokkur hans hefur hrapað í könnunum og ríkisstjórn hans er líklega til að leggja fram tillögur um skattahækkanir á næstu vikum. Vísir/EPA Staða Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er talin vera í hættu og bandamenn hans óttast að ósáttir þingmenn eða ráðherrar gætu skorað hann á hólm, jafnvel á allra næstu vikum. Ríkisstjórn Starmer er gríðarlega óvinsæl og er í þann veginn að leggja fram fjárlög með miklum skattahækkunum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að vinir forsætisráðherrans séu með böggum hildar vegna þess að þeir telji að óvildarmenn hans bruggi honum nú launráð. Þeir gætu jafnvel reynt að steypa honum af stóli fljótlega eftir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður tekið fyrir eftir tvær vikur. Nokkrir nánustu bandamanna Starmer í ráðherraliðinu eru sagðir geta reynt að taka stöðu hans. Í því samhengi hafa nöfn Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, og Shabönu Mahmood, innanríkisráðherra, sérstaklega verið nefnd. Eins og langt og það nær hefur Streeting hafnað því algerlega að hann ætli gegn forsætisráðherranum. „Ég get ekki séð fyrir mér aðstæður þar sem ég gerði forsætisráðherranum það,“ sagði ráðherrann við BBC. Til þess að velta Starmer úr sessi þarf fimmtungur þingmanna flokksins að tilnefna áskoranda. Þannig þyrfti 81 þingmaður að koma sér saman um valkost við Starmer. Óvinsæll og skattahækkanir í farvatninu Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur átt í vök að verjast frá því að hún tók við völdum í fyrra. Innan við fimmtungur segist styðja flokkinn í skoðanakönnunum og hægrijaðarflokkurinn Umbætur í Bretlandi hefur tekið fram úr bæði Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Þá er Starmer sjálfur mögulega óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands í skoðanakönnunum seinni ára. Ólíklegt er að vinsældir flokksins aukist þegar fjárlagafrumvarp hans verið tekið fyrir í vetur. Flokkurinn lofaði að hækka ekki tekjuskatt eða virðisaukaskatt fyrir kosningar en nýlega hefur Rachel Reeves, fjármálaráðherra, gefið til kynna að skattahækkanir séu líklegar vegna breyttra aðstæðna og þröngrar stöðu ríkissjóðs. Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Starmer. Hann vill ekki kannast við það sjálfur.Vísir/EPA Margir innan Verkamannaflokksins telja að ögurstund fyrir hann verði í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram víða á Englandi og þingkosningar í Skotlandi og Wales. Miðað við núverandi andstæður má reikna með að Verkamannaflokkurinn gjaldi afhroð. Í frétt BBC, sem aðalstjórnmálaskrifendur miðilsins leggja nafn sitt við, kemur fram að vaxandi áhyggjur sé af því innan flokksins að hann geti ekki beðið fram að kosningum með að gera breytingar á forystusveitinni. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC segir að vinir forsætisráðherrans séu með böggum hildar vegna þess að þeir telji að óvildarmenn hans bruggi honum nú launráð. Þeir gætu jafnvel reynt að steypa honum af stóli fljótlega eftir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður tekið fyrir eftir tvær vikur. Nokkrir nánustu bandamanna Starmer í ráðherraliðinu eru sagðir geta reynt að taka stöðu hans. Í því samhengi hafa nöfn Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, og Shabönu Mahmood, innanríkisráðherra, sérstaklega verið nefnd. Eins og langt og það nær hefur Streeting hafnað því algerlega að hann ætli gegn forsætisráðherranum. „Ég get ekki séð fyrir mér aðstæður þar sem ég gerði forsætisráðherranum það,“ sagði ráðherrann við BBC. Til þess að velta Starmer úr sessi þarf fimmtungur þingmanna flokksins að tilnefna áskoranda. Þannig þyrfti 81 þingmaður að koma sér saman um valkost við Starmer. Óvinsæll og skattahækkanir í farvatninu Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur átt í vök að verjast frá því að hún tók við völdum í fyrra. Innan við fimmtungur segist styðja flokkinn í skoðanakönnunum og hægrijaðarflokkurinn Umbætur í Bretlandi hefur tekið fram úr bæði Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Þá er Starmer sjálfur mögulega óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands í skoðanakönnunum seinni ára. Ólíklegt er að vinsældir flokksins aukist þegar fjárlagafrumvarp hans verið tekið fyrir í vetur. Flokkurinn lofaði að hækka ekki tekjuskatt eða virðisaukaskatt fyrir kosningar en nýlega hefur Rachel Reeves, fjármálaráðherra, gefið til kynna að skattahækkanir séu líklegar vegna breyttra aðstæðna og þröngrar stöðu ríkissjóðs. Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Starmer. Hann vill ekki kannast við það sjálfur.Vísir/EPA Margir innan Verkamannaflokksins telja að ögurstund fyrir hann verði í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram víða á Englandi og þingkosningar í Skotlandi og Wales. Miðað við núverandi andstæður má reikna með að Verkamannaflokkurinn gjaldi afhroð. Í frétt BBC, sem aðalstjórnmálaskrifendur miðilsins leggja nafn sitt við, kemur fram að vaxandi áhyggjur sé af því innan flokksins að hann geti ekki beðið fram að kosningum með að gera breytingar á forystusveitinni.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira