Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2025 09:08 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, á ekki sjö dagana sæla. Hann er sögulega óvinsæll, flokkur hans hefur hrapað í könnunum og ríkisstjórn hans er líklega til að leggja fram tillögur um skattahækkanir á næstu vikum. Vísir/EPA Staða Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er talin vera í hættu og bandamenn hans óttast að ósáttir þingmenn eða ráðherrar gætu skorað hann á hólm, jafnvel á allra næstu vikum. Ríkisstjórn Starmer er gríðarlega óvinsæl og er í þann veginn að leggja fram fjárlög með miklum skattahækkunum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að vinir forsætisráðherrans séu með böggum hildar vegna þess að þeir telji að óvildarmenn hans bruggi honum nú launráð. Þeir gætu jafnvel reynt að steypa honum af stóli fljótlega eftir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður tekið fyrir eftir tvær vikur. Nokkrir nánustu bandamanna Starmer í ráðherraliðinu eru sagðir geta reynt að taka stöðu hans. Í því samhengi hafa nöfn Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, og Shabönu Mahmood, innanríkisráðherra, sérstaklega verið nefnd. Eins og langt og það nær hefur Streeting hafnað því algerlega að hann ætli gegn forsætisráðherranum. „Ég get ekki séð fyrir mér aðstæður þar sem ég gerði forsætisráðherranum það,“ sagði ráðherrann við BBC. Til þess að velta Starmer úr sessi þarf fimmtungur þingmanna flokksins að tilnefna áskoranda. Þannig þyrfti 81 þingmaður að koma sér saman um valkost við Starmer. Óvinsæll og skattahækkanir í farvatninu Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur átt í vök að verjast frá því að hún tók við völdum í fyrra. Innan við fimmtungur segist styðja flokkinn í skoðanakönnunum og hægrijaðarflokkurinn Umbætur í Bretlandi hefur tekið fram úr bæði Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Þá er Starmer sjálfur mögulega óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands í skoðanakönnunum seinni ára. Ólíklegt er að vinsældir flokksins aukist þegar fjárlagafrumvarp hans verið tekið fyrir í vetur. Flokkurinn lofaði að hækka ekki tekjuskatt eða virðisaukaskatt fyrir kosningar en nýlega hefur Rachel Reeves, fjármálaráðherra, gefið til kynna að skattahækkanir séu líklegar vegna breyttra aðstæðna og þröngrar stöðu ríkissjóðs. Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Starmer. Hann vill ekki kannast við það sjálfur.Vísir/EPA Margir innan Verkamannaflokksins telja að ögurstund fyrir hann verði í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram víða á Englandi og þingkosningar í Skotlandi og Wales. Miðað við núverandi andstæður má reikna með að Verkamannaflokkurinn gjaldi afhroð. Í frétt BBC, sem aðalstjórnmálaskrifendur miðilsins leggja nafn sitt við, kemur fram að vaxandi áhyggjur sé af því innan flokksins að hann geti ekki beðið fram að kosningum með að gera breytingar á forystusveitinni. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC segir að vinir forsætisráðherrans séu með böggum hildar vegna þess að þeir telji að óvildarmenn hans bruggi honum nú launráð. Þeir gætu jafnvel reynt að steypa honum af stóli fljótlega eftir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður tekið fyrir eftir tvær vikur. Nokkrir nánustu bandamanna Starmer í ráðherraliðinu eru sagðir geta reynt að taka stöðu hans. Í því samhengi hafa nöfn Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, og Shabönu Mahmood, innanríkisráðherra, sérstaklega verið nefnd. Eins og langt og það nær hefur Streeting hafnað því algerlega að hann ætli gegn forsætisráðherranum. „Ég get ekki séð fyrir mér aðstæður þar sem ég gerði forsætisráðherranum það,“ sagði ráðherrann við BBC. Til þess að velta Starmer úr sessi þarf fimmtungur þingmanna flokksins að tilnefna áskoranda. Þannig þyrfti 81 þingmaður að koma sér saman um valkost við Starmer. Óvinsæll og skattahækkanir í farvatninu Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur átt í vök að verjast frá því að hún tók við völdum í fyrra. Innan við fimmtungur segist styðja flokkinn í skoðanakönnunum og hægrijaðarflokkurinn Umbætur í Bretlandi hefur tekið fram úr bæði Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Þá er Starmer sjálfur mögulega óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands í skoðanakönnunum seinni ára. Ólíklegt er að vinsældir flokksins aukist þegar fjárlagafrumvarp hans verið tekið fyrir í vetur. Flokkurinn lofaði að hækka ekki tekjuskatt eða virðisaukaskatt fyrir kosningar en nýlega hefur Rachel Reeves, fjármálaráðherra, gefið til kynna að skattahækkanir séu líklegar vegna breyttra aðstæðna og þröngrar stöðu ríkissjóðs. Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Starmer. Hann vill ekki kannast við það sjálfur.Vísir/EPA Margir innan Verkamannaflokksins telja að ögurstund fyrir hann verði í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram víða á Englandi og þingkosningar í Skotlandi og Wales. Miðað við núverandi andstæður má reikna með að Verkamannaflokkurinn gjaldi afhroð. Í frétt BBC, sem aðalstjórnmálaskrifendur miðilsins leggja nafn sitt við, kemur fram að vaxandi áhyggjur sé af því innan flokksins að hann geti ekki beðið fram að kosningum með að gera breytingar á forystusveitinni.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira