Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar 12. nóvember 2025 12:32 Árið 2020 fór ég til Nagorno-Karabakh sem þingmaður þegar stríðið geisaði og sá með eigin augum þær hörmulegu afleiðleiðingar sem stríðsrekstur hefur á almenna borgara. Þrjú stríð hafa geisað í Nagorno-Karabakh þar sem alls um 40 þúsund manns hafa fallið. Það fyrsta hófst árið 1988 og það síðasta árið 2023. Í desember 2022 lokaði Aserbaísjan eina veginum í Kákasus fjallgarðinum sem tengir Nagorno-Karabakh við Armeníu. Engar vistir bárust til Karabakh í 9 mánuði hvorki matvæli, lyf eða eldsneyti. Loka varð öllum skólum og opinberum byggingum vegna skorts á rafmagni og eldsneyti til húshitunar. Um 30 manns létust á þessu tímabili vegna hungurs og skorts á lyfjum. Í September 2023 réðst Aserbaísjan síðan inn í Nagorno-Karabakh, opnaði veginn til Armeníu og rak alla íbúa Nagorno-Karabakh, 120 þúsund talsins yfir til Armeníu. Þau búa ýmist hjá ættingjum í Armeníu eða í flóttamannabúðum. Íbúarnir eru kristinnar trúar og hefur það verið ásteytingarsteinn í múslimsku ríki Aserbaísjan. Neyð þeirra sem eru í flóttamannabúðum er mikil og þau upplifa sig öllum gleymd nú þegar miklar hörmungar eru í hinum ýmsu hlutum heimsins. Margir hafa lýst þessum aðgerðum Aserbaísjans sem þjóðernishreinsunum. Aserbaísjan hefur nú öll yfirráð í Nagorno-Karabakh. Íbúðarhús og opinberar byggingar standa ýmist auð eða hafa verið tekin yfir af Azerum. Engar bætur hafa verið greiddar til lögmætra eigenda húsanna. Aserbaísjan hefur tekið niður alla krossa á kirkjum í Nagorno-Karabakh og breytt þeim í moskur. Forn kennileiti allt frá 4. öld um kristni hafa verið eyðilögð og kirkjugarðar jafnaðir við jörðu með jarðýtum. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamyndum. Evrópuráðið í Strassborg hefur gert skýrslu um eyðilegginguna og fordæmt framferði Aserbaísjan harðlega. Sömuleiðis hefur UNESCO lýst yfir þungum áhyggjum. Í mars á þessu ári voru gerð drög að friðarsamningi milli Aserbaísjan og Armeníu. Hann hefur ekki verið staðfestur. Nagonro-Karbakh hafði enga aðkomu að þessum samningi og hvergi er minnst á þjóðarbrotið sem þar bjó í 1700 ár en hefur nú verið rekið burt. Fjölmargir stjórnmálamenn og embættismenn frá Nagorno-Karabakh sitja enn í fangelsi í Aserbaísjan. Fimmtudaginn 13. nóvember n.k. kl. 19:30 verða styrktartónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Safnað verður fyrir neyðaraðstoð handa kristnum flóttamönnum frá Nagorno-Karabakh. Fyrrverandi forsætisráðherra Nagorno-Karabakh, Artak Beglaryan flytur erindi, sem lætur engan ósnortinn. Artak er blindur frá 6 ára aldri er hann varð fyrir jarðsprengjubrotum. Kim Harzner, læknir, forstöðumaður dönskur hjálparsamtakanna Mission10forty segir frá stuðningi þeirra. Sýnd verða myndbönd af aðstoð við flóttafólkið og glæsilegur, armenskur píanóleikari, Irina Hayrapetyan, flytur þekkt píanóverk. Viðburðir sem þessi hafa verið haldnir í Færeyjum og Danmörku og fengið mjög góðar viðtökur. Neyðaraðstoðin fer til matargjafa, vetraraðstoðar, lífsviðurværis og sálrænar aðstoðar. Aðgangur er ókeypis en vonast er til að frjáls framlög til styrktar verkefninu komi frá fólki og fyrirtækjum. Höfundur er fv. þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Þórarinsson Nagorno-Karabakh Aserbaídsjan Armenía Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Árið 2020 fór ég til Nagorno-Karabakh sem þingmaður þegar stríðið geisaði og sá með eigin augum þær hörmulegu afleiðleiðingar sem stríðsrekstur hefur á almenna borgara. Þrjú stríð hafa geisað í Nagorno-Karabakh þar sem alls um 40 þúsund manns hafa fallið. Það fyrsta hófst árið 1988 og það síðasta árið 2023. Í desember 2022 lokaði Aserbaísjan eina veginum í Kákasus fjallgarðinum sem tengir Nagorno-Karabakh við Armeníu. Engar vistir bárust til Karabakh í 9 mánuði hvorki matvæli, lyf eða eldsneyti. Loka varð öllum skólum og opinberum byggingum vegna skorts á rafmagni og eldsneyti til húshitunar. Um 30 manns létust á þessu tímabili vegna hungurs og skorts á lyfjum. Í September 2023 réðst Aserbaísjan síðan inn í Nagorno-Karabakh, opnaði veginn til Armeníu og rak alla íbúa Nagorno-Karabakh, 120 þúsund talsins yfir til Armeníu. Þau búa ýmist hjá ættingjum í Armeníu eða í flóttamannabúðum. Íbúarnir eru kristinnar trúar og hefur það verið ásteytingarsteinn í múslimsku ríki Aserbaísjan. Neyð þeirra sem eru í flóttamannabúðum er mikil og þau upplifa sig öllum gleymd nú þegar miklar hörmungar eru í hinum ýmsu hlutum heimsins. Margir hafa lýst þessum aðgerðum Aserbaísjans sem þjóðernishreinsunum. Aserbaísjan hefur nú öll yfirráð í Nagorno-Karabakh. Íbúðarhús og opinberar byggingar standa ýmist auð eða hafa verið tekin yfir af Azerum. Engar bætur hafa verið greiddar til lögmætra eigenda húsanna. Aserbaísjan hefur tekið niður alla krossa á kirkjum í Nagorno-Karabakh og breytt þeim í moskur. Forn kennileiti allt frá 4. öld um kristni hafa verið eyðilögð og kirkjugarðar jafnaðir við jörðu með jarðýtum. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamyndum. Evrópuráðið í Strassborg hefur gert skýrslu um eyðilegginguna og fordæmt framferði Aserbaísjan harðlega. Sömuleiðis hefur UNESCO lýst yfir þungum áhyggjum. Í mars á þessu ári voru gerð drög að friðarsamningi milli Aserbaísjan og Armeníu. Hann hefur ekki verið staðfestur. Nagonro-Karbakh hafði enga aðkomu að þessum samningi og hvergi er minnst á þjóðarbrotið sem þar bjó í 1700 ár en hefur nú verið rekið burt. Fjölmargir stjórnmálamenn og embættismenn frá Nagorno-Karabakh sitja enn í fangelsi í Aserbaísjan. Fimmtudaginn 13. nóvember n.k. kl. 19:30 verða styrktartónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Safnað verður fyrir neyðaraðstoð handa kristnum flóttamönnum frá Nagorno-Karabakh. Fyrrverandi forsætisráðherra Nagorno-Karabakh, Artak Beglaryan flytur erindi, sem lætur engan ósnortinn. Artak er blindur frá 6 ára aldri er hann varð fyrir jarðsprengjubrotum. Kim Harzner, læknir, forstöðumaður dönskur hjálparsamtakanna Mission10forty segir frá stuðningi þeirra. Sýnd verða myndbönd af aðstoð við flóttafólkið og glæsilegur, armenskur píanóleikari, Irina Hayrapetyan, flytur þekkt píanóverk. Viðburðir sem þessi hafa verið haldnir í Færeyjum og Danmörku og fengið mjög góðar viðtökur. Neyðaraðstoðin fer til matargjafa, vetraraðstoðar, lífsviðurværis og sálrænar aðstoðar. Aðgangur er ókeypis en vonast er til að frjáls framlög til styrktar verkefninu komi frá fólki og fyrirtækjum. Höfundur er fv. þingmaður.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar