Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 12. nóvember 2025 19:31 Mosfellsbær hefur um árabil getað státað sig af því að bjóða lægstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður það áfram. Starfsemi leikskóla er gríðarlega mikilvæg í samfélaginu. Samt telst hún ekki vera lögbundin starfsemi sveitarfélaga og engin sérstök framlög koma úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að reka leikskóla. Í Mosfellsbæ greiða foreldrar um 8% af raunkostnaði við leikskólapláss. Öll börn sem orðin eru 12 mánaða þann 1.ágúst ár hvert eiga kost á leikskóladvöl þegar starfsárið hefst þann 1. september. Þá niðurgreiðir Mosfellsbær vistun hjá dagforeldrum frá 12 mánaða aldri barns svo foreldrar greiða sama gjald og greitt er fyrir leikskólavist. Þannig sitja allir foreldrar við sama borð. Engar stórar kerfisbreytingar Starfsfólki leikskóla er treyst fyrir umönnun og menntun okkar yngstu barna og það nýtur mikils trausts í samfélaginu. Allt of lengi voru launakjör og starfsaðstæður í leikskólum óásættanlegar, sem birtist m.a. í því að erfitt var að manna skólana. Með nýjum kjarasamningum og styttingu vinnuvikunnar náðust umtalsverðar kjarabætur sem var ánægjulegt, enda vitum við að gott og framsækið skólastarf byggir á því að í skólunum starfi framúrskarandi starfsfólk sem veit að framlag þess til samfélagsins sé metið að verðleikum. En sveitarfélögum var líka vandi á höndum við að innleiða styttingu vinnuvikunnar og mæta þeim aukna kostnaði sem fólst í kjarasamningunum. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ kaus að fara ekki í miklar kerfisbreytingar líkt og sum önnur sveitarfélög gerðu. Sem hluta af bættu starfsumhverfi í leikskólum var ákveðið að taka upp skráningu barna eftir klukkan 14 á föstudögum ásamt því að skráningardagar voru teknir upp milli jóla og nýárs og í dymbilviku fyrir páska. Með þessu móti varð unnt að innleiða að fullu styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna sem og að uppfylla 30 daga orlofsrétt. Rétt er að taka fram að foreldrar þeirra barna sem þurfa að nýta leikskólaplássið á skráningartíma eða skráningardegi greiða ekki viðbótargjald vegna þess. Þeir foreldrar sem geta nýtt styttinguna fá afslátt af leikskólagjöldum sem nemur tímafjölda. Hækkun um 2900 krónur á mánuði En ofangreindar breytingar duga ekki til. Til að mæta, að hluta til, hækkandi rekstrarkostnaði leikskóla og tryggja áframhaldandi góða þjónustu við börn og foreldra var nauðsynlegt að hækka leikskólagjöldin umfram verðlagshækkanir. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar hafa leikskólagjöld í Mosfellsbæ verið lægst á höfuðborgarsvæðinu um nokkra hríð. Það verður áfram þannig þó leikskólagjöldin hækki. Núverandi gjald fyrir 8 klukkustunda leikskólavist með fæðiskostnaði er 30.745 krónur og þar af er fæðiskostnaður 9.838 krónur. Eftir hækkun um 9,5% sem boðuð er í fjárhagsáætlun næsta árs verður gjaldið 33.669 krónur og þar af verður fæðisgjaldið 10.772. Þannig verður hækkun á 8 stunda gjaldi rúmlega 2900 krónur. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti tekjulægri foreldra eða vegna systkina. Þrátt fyrir þessa hækkun verða leikskólagjöld í Mosfellsbæ áfram umtalsvert lægri en í flestum nágrannasveitarfélögunum. Með þessum breytingum öllum vonumst við til að halda öflugu og faglegu starfsfólki, laða að nýtt og halda áfram að byggja allt leikskólastarf á gæðum, fagmennsku og góðum starfsskilyrðum fyrir starfsfólk – sem er grunnurinn að metnaðarfullu og öflugu leikskólastarfi og kærleiksríkri umönnun barna. Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar, Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar, og Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Sigríður Guðnadóttir Garðabær Leikskólar Framsóknarflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur um árabil getað státað sig af því að bjóða lægstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður það áfram. Starfsemi leikskóla er gríðarlega mikilvæg í samfélaginu. Samt telst hún ekki vera lögbundin starfsemi sveitarfélaga og engin sérstök framlög koma úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að reka leikskóla. Í Mosfellsbæ greiða foreldrar um 8% af raunkostnaði við leikskólapláss. Öll börn sem orðin eru 12 mánaða þann 1.ágúst ár hvert eiga kost á leikskóladvöl þegar starfsárið hefst þann 1. september. Þá niðurgreiðir Mosfellsbær vistun hjá dagforeldrum frá 12 mánaða aldri barns svo foreldrar greiða sama gjald og greitt er fyrir leikskólavist. Þannig sitja allir foreldrar við sama borð. Engar stórar kerfisbreytingar Starfsfólki leikskóla er treyst fyrir umönnun og menntun okkar yngstu barna og það nýtur mikils trausts í samfélaginu. Allt of lengi voru launakjör og starfsaðstæður í leikskólum óásættanlegar, sem birtist m.a. í því að erfitt var að manna skólana. Með nýjum kjarasamningum og styttingu vinnuvikunnar náðust umtalsverðar kjarabætur sem var ánægjulegt, enda vitum við að gott og framsækið skólastarf byggir á því að í skólunum starfi framúrskarandi starfsfólk sem veit að framlag þess til samfélagsins sé metið að verðleikum. En sveitarfélögum var líka vandi á höndum við að innleiða styttingu vinnuvikunnar og mæta þeim aukna kostnaði sem fólst í kjarasamningunum. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ kaus að fara ekki í miklar kerfisbreytingar líkt og sum önnur sveitarfélög gerðu. Sem hluta af bættu starfsumhverfi í leikskólum var ákveðið að taka upp skráningu barna eftir klukkan 14 á föstudögum ásamt því að skráningardagar voru teknir upp milli jóla og nýárs og í dymbilviku fyrir páska. Með þessu móti varð unnt að innleiða að fullu styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna sem og að uppfylla 30 daga orlofsrétt. Rétt er að taka fram að foreldrar þeirra barna sem þurfa að nýta leikskólaplássið á skráningartíma eða skráningardegi greiða ekki viðbótargjald vegna þess. Þeir foreldrar sem geta nýtt styttinguna fá afslátt af leikskólagjöldum sem nemur tímafjölda. Hækkun um 2900 krónur á mánuði En ofangreindar breytingar duga ekki til. Til að mæta, að hluta til, hækkandi rekstrarkostnaði leikskóla og tryggja áframhaldandi góða þjónustu við börn og foreldra var nauðsynlegt að hækka leikskólagjöldin umfram verðlagshækkanir. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar hafa leikskólagjöld í Mosfellsbæ verið lægst á höfuðborgarsvæðinu um nokkra hríð. Það verður áfram þannig þó leikskólagjöldin hækki. Núverandi gjald fyrir 8 klukkustunda leikskólavist með fæðiskostnaði er 30.745 krónur og þar af er fæðiskostnaður 9.838 krónur. Eftir hækkun um 9,5% sem boðuð er í fjárhagsáætlun næsta árs verður gjaldið 33.669 krónur og þar af verður fæðisgjaldið 10.772. Þannig verður hækkun á 8 stunda gjaldi rúmlega 2900 krónur. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti tekjulægri foreldra eða vegna systkina. Þrátt fyrir þessa hækkun verða leikskólagjöld í Mosfellsbæ áfram umtalsvert lægri en í flestum nágrannasveitarfélögunum. Með þessum breytingum öllum vonumst við til að halda öflugu og faglegu starfsfólki, laða að nýtt og halda áfram að byggja allt leikskólastarf á gæðum, fagmennsku og góðum starfsskilyrðum fyrir starfsfólk – sem er grunnurinn að metnaðarfullu og öflugu leikskólastarfi og kærleiksríkri umönnun barna. Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar, Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar, og Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun