Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 12. nóvember 2025 19:31 Mosfellsbær hefur um árabil getað státað sig af því að bjóða lægstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður það áfram. Starfsemi leikskóla er gríðarlega mikilvæg í samfélaginu. Samt telst hún ekki vera lögbundin starfsemi sveitarfélaga og engin sérstök framlög koma úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að reka leikskóla. Í Mosfellsbæ greiða foreldrar um 8% af raunkostnaði við leikskólapláss. Öll börn sem orðin eru 12 mánaða þann 1.ágúst ár hvert eiga kost á leikskóladvöl þegar starfsárið hefst þann 1. september. Þá niðurgreiðir Mosfellsbær vistun hjá dagforeldrum frá 12 mánaða aldri barns svo foreldrar greiða sama gjald og greitt er fyrir leikskólavist. Þannig sitja allir foreldrar við sama borð. Engar stórar kerfisbreytingar Starfsfólki leikskóla er treyst fyrir umönnun og menntun okkar yngstu barna og það nýtur mikils trausts í samfélaginu. Allt of lengi voru launakjör og starfsaðstæður í leikskólum óásættanlegar, sem birtist m.a. í því að erfitt var að manna skólana. Með nýjum kjarasamningum og styttingu vinnuvikunnar náðust umtalsverðar kjarabætur sem var ánægjulegt, enda vitum við að gott og framsækið skólastarf byggir á því að í skólunum starfi framúrskarandi starfsfólk sem veit að framlag þess til samfélagsins sé metið að verðleikum. En sveitarfélögum var líka vandi á höndum við að innleiða styttingu vinnuvikunnar og mæta þeim aukna kostnaði sem fólst í kjarasamningunum. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ kaus að fara ekki í miklar kerfisbreytingar líkt og sum önnur sveitarfélög gerðu. Sem hluta af bættu starfsumhverfi í leikskólum var ákveðið að taka upp skráningu barna eftir klukkan 14 á föstudögum ásamt því að skráningardagar voru teknir upp milli jóla og nýárs og í dymbilviku fyrir páska. Með þessu móti varð unnt að innleiða að fullu styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna sem og að uppfylla 30 daga orlofsrétt. Rétt er að taka fram að foreldrar þeirra barna sem þurfa að nýta leikskólaplássið á skráningartíma eða skráningardegi greiða ekki viðbótargjald vegna þess. Þeir foreldrar sem geta nýtt styttinguna fá afslátt af leikskólagjöldum sem nemur tímafjölda. Hækkun um 2900 krónur á mánuði En ofangreindar breytingar duga ekki til. Til að mæta, að hluta til, hækkandi rekstrarkostnaði leikskóla og tryggja áframhaldandi góða þjónustu við börn og foreldra var nauðsynlegt að hækka leikskólagjöldin umfram verðlagshækkanir. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar hafa leikskólagjöld í Mosfellsbæ verið lægst á höfuðborgarsvæðinu um nokkra hríð. Það verður áfram þannig þó leikskólagjöldin hækki. Núverandi gjald fyrir 8 klukkustunda leikskólavist með fæðiskostnaði er 30.745 krónur og þar af er fæðiskostnaður 9.838 krónur. Eftir hækkun um 9,5% sem boðuð er í fjárhagsáætlun næsta árs verður gjaldið 33.669 krónur og þar af verður fæðisgjaldið 10.772. Þannig verður hækkun á 8 stunda gjaldi rúmlega 2900 krónur. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti tekjulægri foreldra eða vegna systkina. Þrátt fyrir þessa hækkun verða leikskólagjöld í Mosfellsbæ áfram umtalsvert lægri en í flestum nágrannasveitarfélögunum. Með þessum breytingum öllum vonumst við til að halda öflugu og faglegu starfsfólki, laða að nýtt og halda áfram að byggja allt leikskólastarf á gæðum, fagmennsku og góðum starfsskilyrðum fyrir starfsfólk – sem er grunnurinn að metnaðarfullu og öflugu leikskólastarfi og kærleiksríkri umönnun barna. Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar, Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar, og Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Sigríður Guðnadóttir Garðabær Leikskólar Framsóknarflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur um árabil getað státað sig af því að bjóða lægstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður það áfram. Starfsemi leikskóla er gríðarlega mikilvæg í samfélaginu. Samt telst hún ekki vera lögbundin starfsemi sveitarfélaga og engin sérstök framlög koma úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að reka leikskóla. Í Mosfellsbæ greiða foreldrar um 8% af raunkostnaði við leikskólapláss. Öll börn sem orðin eru 12 mánaða þann 1.ágúst ár hvert eiga kost á leikskóladvöl þegar starfsárið hefst þann 1. september. Þá niðurgreiðir Mosfellsbær vistun hjá dagforeldrum frá 12 mánaða aldri barns svo foreldrar greiða sama gjald og greitt er fyrir leikskólavist. Þannig sitja allir foreldrar við sama borð. Engar stórar kerfisbreytingar Starfsfólki leikskóla er treyst fyrir umönnun og menntun okkar yngstu barna og það nýtur mikils trausts í samfélaginu. Allt of lengi voru launakjör og starfsaðstæður í leikskólum óásættanlegar, sem birtist m.a. í því að erfitt var að manna skólana. Með nýjum kjarasamningum og styttingu vinnuvikunnar náðust umtalsverðar kjarabætur sem var ánægjulegt, enda vitum við að gott og framsækið skólastarf byggir á því að í skólunum starfi framúrskarandi starfsfólk sem veit að framlag þess til samfélagsins sé metið að verðleikum. En sveitarfélögum var líka vandi á höndum við að innleiða styttingu vinnuvikunnar og mæta þeim aukna kostnaði sem fólst í kjarasamningunum. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ kaus að fara ekki í miklar kerfisbreytingar líkt og sum önnur sveitarfélög gerðu. Sem hluta af bættu starfsumhverfi í leikskólum var ákveðið að taka upp skráningu barna eftir klukkan 14 á föstudögum ásamt því að skráningardagar voru teknir upp milli jóla og nýárs og í dymbilviku fyrir páska. Með þessu móti varð unnt að innleiða að fullu styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna sem og að uppfylla 30 daga orlofsrétt. Rétt er að taka fram að foreldrar þeirra barna sem þurfa að nýta leikskólaplássið á skráningartíma eða skráningardegi greiða ekki viðbótargjald vegna þess. Þeir foreldrar sem geta nýtt styttinguna fá afslátt af leikskólagjöldum sem nemur tímafjölda. Hækkun um 2900 krónur á mánuði En ofangreindar breytingar duga ekki til. Til að mæta, að hluta til, hækkandi rekstrarkostnaði leikskóla og tryggja áframhaldandi góða þjónustu við börn og foreldra var nauðsynlegt að hækka leikskólagjöldin umfram verðlagshækkanir. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar hafa leikskólagjöld í Mosfellsbæ verið lægst á höfuðborgarsvæðinu um nokkra hríð. Það verður áfram þannig þó leikskólagjöldin hækki. Núverandi gjald fyrir 8 klukkustunda leikskólavist með fæðiskostnaði er 30.745 krónur og þar af er fæðiskostnaður 9.838 krónur. Eftir hækkun um 9,5% sem boðuð er í fjárhagsáætlun næsta árs verður gjaldið 33.669 krónur og þar af verður fæðisgjaldið 10.772. Þannig verður hækkun á 8 stunda gjaldi rúmlega 2900 krónur. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti tekjulægri foreldra eða vegna systkina. Þrátt fyrir þessa hækkun verða leikskólagjöld í Mosfellsbæ áfram umtalsvert lægri en í flestum nágrannasveitarfélögunum. Með þessum breytingum öllum vonumst við til að halda öflugu og faglegu starfsfólki, laða að nýtt og halda áfram að byggja allt leikskólastarf á gæðum, fagmennsku og góðum starfsskilyrðum fyrir starfsfólk – sem er grunnurinn að metnaðarfullu og öflugu leikskólastarfi og kærleiksríkri umönnun barna. Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar, Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar, og Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun