Auka sýnileika milli rýma í leikskólum Bjarki Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2025 23:36 Steinn Jóhannsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Vísir/Ívar Fannar Borgarráð hefur samþykkt tillögur um úrbætur í leikskólum Reykjavíkur, sem óskað var eftir í kjölfar þess að Múlaborgarmálið kom fyrst upp. Reynt verður að komast hjá því að starfsfólk geti verið eitt með barni og leikskólastjórar fá aðstoð í ráðningarferlinu. Ráðið samþykkti að vísa tillögunum til skóla- og frístundaráðs sem tekur málið fyrir á næstu dögum. Þær voru lagðar til í kjölfar þess að starfsmaður leikskólans Múlaborgar var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum. Sá hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í tveimur aðskildum tilvikum. Hann hefur játað sök að hluta en málið var þingfest fyrr í vikunni. Efla forvarnir Í tillögunum er meðal annars kveðið á um að veita stjórnendum leikskóla aðstoð við ráðningar á starfsfólki. „Tillögurnar fela í sér að það séu ráðnir mannauðsráðgjafar sem veita stuðning. Það eru gerðar víðtækar hæfnikröfur til þeirra. Við fáum mjög margar umsóknir um ýmsar stöður en það þarf að vanda valið. Það þarf að leita umsagna, fá sakavottorð og annað. Þarna fá þau stuðning við það. Til að minnka álag á stjórnendur leikskólanna. Á sama tíma ætlum við að efla forvarnir, skerpa á verkferlum og skoða hvernig við bregðumst við ofbeldi. Þannig þetta eru víðtækar tillögur,“ segir Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Auka sýnileika milli rýma Þá þarf að breyta húsnæði margra leikskóla og opna rými þar inni. „Við þurfum að breyta mörgum gömlum leikskólum þar sem byggingarnar eru barn síns tíma. Það þarf að gera rýmin opnari svo það sé alltaf sýnilegt milli rýma. Það er það sem er stefnt að í eldri byggingunum,“ segir Steinn. Efla öryggi Steinn segir að börn verði frædd frekar um ofbeldi til að efla öryggi í starfi. „Við höfum verið að efla fræðsluna með því að búa til alls konar efni. Þetta efni sem við höfum verið að útbúa síðustu vikur og mánuði á við allt skóla- og frístundastarf. Þannig það kemur líka inn í grunnskólann og frístundastarfið,“ segir Steinn. Leikskólar Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Ráðið samþykkti að vísa tillögunum til skóla- og frístundaráðs sem tekur málið fyrir á næstu dögum. Þær voru lagðar til í kjölfar þess að starfsmaður leikskólans Múlaborgar var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum. Sá hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í tveimur aðskildum tilvikum. Hann hefur játað sök að hluta en málið var þingfest fyrr í vikunni. Efla forvarnir Í tillögunum er meðal annars kveðið á um að veita stjórnendum leikskóla aðstoð við ráðningar á starfsfólki. „Tillögurnar fela í sér að það séu ráðnir mannauðsráðgjafar sem veita stuðning. Það eru gerðar víðtækar hæfnikröfur til þeirra. Við fáum mjög margar umsóknir um ýmsar stöður en það þarf að vanda valið. Það þarf að leita umsagna, fá sakavottorð og annað. Þarna fá þau stuðning við það. Til að minnka álag á stjórnendur leikskólanna. Á sama tíma ætlum við að efla forvarnir, skerpa á verkferlum og skoða hvernig við bregðumst við ofbeldi. Þannig þetta eru víðtækar tillögur,“ segir Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Auka sýnileika milli rýma Þá þarf að breyta húsnæði margra leikskóla og opna rými þar inni. „Við þurfum að breyta mörgum gömlum leikskólum þar sem byggingarnar eru barn síns tíma. Það þarf að gera rýmin opnari svo það sé alltaf sýnilegt milli rýma. Það er það sem er stefnt að í eldri byggingunum,“ segir Steinn. Efla öryggi Steinn segir að börn verði frædd frekar um ofbeldi til að efla öryggi í starfi. „Við höfum verið að efla fræðsluna með því að búa til alls konar efni. Þetta efni sem við höfum verið að útbúa síðustu vikur og mánuði á við allt skóla- og frístundastarf. Þannig það kemur líka inn í grunnskólann og frístundastarfið,“ segir Steinn.
Leikskólar Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira