Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 15. nóvember 2025 07:30 Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Um 70% sérfræðinga sem nota gervigreind í starfi nota eigin aðgang. Gervigreindarbyltingin á Íslandi er hafin, kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum. Óásættanlegt að starfsfólk borgi fyrir gervigreindina Séu niðurstöður Visku heimfærðar á allan vinnumarkað má gróflega áætla að um 37.000 sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði noti gervigreind í starfi og greiði fyrir hana sjálf eða noti frían aðgang. Byggt á verðskrá þeirrar lausnar sem flestir nota, ChatGPT, kosta leyfi fyrir slíkan fjölda rúmlega einn milljarð króna árlega. Milljarðurinn er borinn af sérfræðingum en ábatinn fellur enn sem komið er í skaut fyrirtækja. Slíkt væri óhugsandi þegar kemur að öðrum framleiðsluþáttum. Enginn myndi búast við því að starfsfólk keypti sjálft hugbúnaðarleyfi, vinnuvélar eða hráefni í framleiðslu en þegar kemur að gervigreindinni virðist sjálfgefið að sérfræðingar borgi. Það er óásættanlegt að mati Visku. Meirihlutinn vill þjálfun en minnihluti fær hana frá vinnuveitendum Könnun Visku sýnir ekki bara fram á mikla notkun gervigreindar í núinu, heldur skýr merki um aukna notkun í framtíðinni. Um 60% sérfræðinga vilja auka notkun gervigreindar í starfi og um 70% eru mjög áhugasöm um að þróa hæfni sína enn frekar og þiggja fræðslu. Hér standa fyrirtækin sérfræðingum langt að baki en aðeins 34% sérfræðinga hefur verið boðin fræðsla eða þjálfun um gervigreind af hendi vinnuveitenda. Aðrar niðurstöður bera enn fremur vitni um sinnuleysi fyrirtækja gagnvart gervigreindinni. Margir vinnuveitendur eru sagðir neikvæðir, tortryggnir og enn fastir á handbókarstiginu. Óljóst er hvort sinnuleysi vinnuveitenda markist af meðvitaðri áhættufælni eða þeim íslenska ósið að leggja meiri áherslu á viðbragð en frumkvæði. Framtíðarhæfni starfsfólks er sameiginlegt verkefni Að mati Visku þurfa atvinnurekendur að taka skýra afstöðu til gervigreindar og marka sýn um notkun hennar til framtíðar. Fjárfesta þarf í leyfum fyrir heilu vinnustaðina og skilgreina gervigreind strax sem formlegt vinnutæki, ekki einkaverkefni starfsmannsins. Gera ætti kannanir á vinnustöðum um viðhorf og nytsemi og móta áætlun um hnitmiðaða þjálfun og fræðslu. Tilvalið er að eiga í samstarfi og samtali við starfsþróunarsjóði stéttarfélaga um leiðir til að fjármagna sameiginlega fræðslu um gervigreind og styðja við framtíðarhæfni félagsfólks. Fyrir sérfræðinga á vinnumarkaði er gervigreindin enn sem komið er fyrst og fremst leið til að standa sig betur í starfi og halda í við væntingar markaðarins um aukin afköst. Fyrir fyrirtækin hefur gervigreindin þýtt aukna skilvirkni til skemmri tíma en til lengri tíma leiðir hún til lægri einingarkostnaðar og hærri arðsemi. Það er allra hagur að sérfræðingar tileinki sér réttu tólin til þess að fanga hlut í þeirri auknu arðsemi. Og það er fyrirtækjanna að greiða fyrir gervigreindina rétt eins og aðra framleiðsluþætti. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Vilhjálmur Hilmarsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Um 70% sérfræðinga sem nota gervigreind í starfi nota eigin aðgang. Gervigreindarbyltingin á Íslandi er hafin, kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum. Óásættanlegt að starfsfólk borgi fyrir gervigreindina Séu niðurstöður Visku heimfærðar á allan vinnumarkað má gróflega áætla að um 37.000 sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði noti gervigreind í starfi og greiði fyrir hana sjálf eða noti frían aðgang. Byggt á verðskrá þeirrar lausnar sem flestir nota, ChatGPT, kosta leyfi fyrir slíkan fjölda rúmlega einn milljarð króna árlega. Milljarðurinn er borinn af sérfræðingum en ábatinn fellur enn sem komið er í skaut fyrirtækja. Slíkt væri óhugsandi þegar kemur að öðrum framleiðsluþáttum. Enginn myndi búast við því að starfsfólk keypti sjálft hugbúnaðarleyfi, vinnuvélar eða hráefni í framleiðslu en þegar kemur að gervigreindinni virðist sjálfgefið að sérfræðingar borgi. Það er óásættanlegt að mati Visku. Meirihlutinn vill þjálfun en minnihluti fær hana frá vinnuveitendum Könnun Visku sýnir ekki bara fram á mikla notkun gervigreindar í núinu, heldur skýr merki um aukna notkun í framtíðinni. Um 60% sérfræðinga vilja auka notkun gervigreindar í starfi og um 70% eru mjög áhugasöm um að þróa hæfni sína enn frekar og þiggja fræðslu. Hér standa fyrirtækin sérfræðingum langt að baki en aðeins 34% sérfræðinga hefur verið boðin fræðsla eða þjálfun um gervigreind af hendi vinnuveitenda. Aðrar niðurstöður bera enn fremur vitni um sinnuleysi fyrirtækja gagnvart gervigreindinni. Margir vinnuveitendur eru sagðir neikvæðir, tortryggnir og enn fastir á handbókarstiginu. Óljóst er hvort sinnuleysi vinnuveitenda markist af meðvitaðri áhættufælni eða þeim íslenska ósið að leggja meiri áherslu á viðbragð en frumkvæði. Framtíðarhæfni starfsfólks er sameiginlegt verkefni Að mati Visku þurfa atvinnurekendur að taka skýra afstöðu til gervigreindar og marka sýn um notkun hennar til framtíðar. Fjárfesta þarf í leyfum fyrir heilu vinnustaðina og skilgreina gervigreind strax sem formlegt vinnutæki, ekki einkaverkefni starfsmannsins. Gera ætti kannanir á vinnustöðum um viðhorf og nytsemi og móta áætlun um hnitmiðaða þjálfun og fræðslu. Tilvalið er að eiga í samstarfi og samtali við starfsþróunarsjóði stéttarfélaga um leiðir til að fjármagna sameiginlega fræðslu um gervigreind og styðja við framtíðarhæfni félagsfólks. Fyrir sérfræðinga á vinnumarkaði er gervigreindin enn sem komið er fyrst og fremst leið til að standa sig betur í starfi og halda í við væntingar markaðarins um aukin afköst. Fyrir fyrirtækin hefur gervigreindin þýtt aukna skilvirkni til skemmri tíma en til lengri tíma leiðir hún til lægri einingarkostnaðar og hærri arðsemi. Það er allra hagur að sérfræðingar tileinki sér réttu tólin til þess að fanga hlut í þeirri auknu arðsemi. Og það er fyrirtækjanna að greiða fyrir gervigreindina rétt eins og aðra framleiðsluþætti. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun