Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 15. nóvember 2025 14:00 Það er alkunna að fræðasamfélagið og trúarbrögðin eru ekki alltaf samhljóða. Til dæmis fer tvennum sögum af tilurð íslam. Innan fræðasamfélagsins er sterk samstaða um að íslam séu sögulega ung trúarbrögð sem urðu til á Arabíuskaganum fyrir um 1400 árum. Hins vegar telja múslimar trú sína vera hina upprunalegu trú mannkyns, hvorki meira né minna. Samkvæmt erfikenningum múslima var Múhameð ekki fyrsti músliminn, heldur var hann sá sem endurreisti trúna og opinberaði Kóraninn. Þannig telja þeir Múhameð vera þann síðasta (og mikilvægasta) í langri röð spámanna sem allir áttu að hafa verið múslimar (þar á meðal Abraham og Jesús frá Nasaret). Sagnfræðingar hafna þeirri hugmynd að íslam hafi verið endurreisn eldri trúarbragða. Þeir telja að samfélög á Arabíuskaganum hafi frá örófi alda verið fjölgyðistrúar, en að fjölgyðistrúin hafi síðan lotið í lægra haldi fyrir ýmsum afbrigðum eingyðistrúar. Sagnfræðingurinn Valentina Grasso skrifar (bls. 318): „Arabískir fjölgyðistrúarhópar höfðu þegar misst sitt vægi á öldunum fyrir trúboð Múhameðs... Á fimmtu og sjöttu öld, þegar nærliggjandi heimsveldi juku áhrif sín á ættbálkasamfélög Arabíu, voru fjölmargir eingyðistrúarhópar í örum vexti.“ Hvað varðar fjölgyðistrúna, má enn finna arfleifð hennar í Mekka, helgri borg íslam. Þekktasta kennileiti Mekka nefnist Kaaba, en það er kassalaga steinhús hulið svörtu klæði í miðri al-Haram-moskunni. Í einu horni Kaaba er helgur loftsteinn sem er nefndur Hajar al-Aswad eða „Svarti steinninn“ greyptur í vegginn. Steinar af þessu tagi kallast baetyl-steinar. Þeir voru víða tilbeðnir á fornöld og kenndir við ýmsa ólíka guði. Þegar múslimar biðja bænir sínar krjúpa þeir í áttina að Mekka, nánar tiltekið í áttina að loftsteininum helga. Eingyðistrúarhóparnir sem Grasso nefnir aðhylltust ólík afbrigði kristni og gyðingdóms. Gnostískir hópar, sem voru villutrúarmenn að mati rétttrúaðra kristinna manna og gyðinga, bjuggu einnig á svæðinu. Það er varla tilviljun að sláandi líkindi eru milli kenninga íslam um Jesú og ákveðinna gnostískra kenninga. Í tveimur gnostískum textum skrifuðum um árið 200 eftir krist—Hinni gnostísku opinberun Péturs og Seinni ritgerð hins mikla Sets—er að finna óvenjulegt afbrigði af Píslarsögunni. Þar er Jesús sjálfur ekki krossfestur heldur er annar maður krossfestur í hans stað. Sama afstaða birtist í Kóraninum, skrifuðum rúmum fjögur hundruð árum síðar (sjá neðanmálsgrein 1 hér). Þessi tvö atriði, loftsteinninn í Kaaba og afstaða íslams til Jesú, hljóma ef til vill smávægileg. Engu að síður gegna þau lykilhlutverki í aðgreiningu íslam frá hinum eingyðistrúarbrögðunum. Þau eru einnig dæmi um endurtúlkun og samþættingu sem eru einkennandi fyrir nýjar trúarhreyfingar. Ef íslam væri í raun elstu trúarbrögð heims ættu að hafa fundist næg sönnunargögn sem styddu þá staðhæfingu. Engin slík sönnunargögn hafa fundist og afstaða fræðasamfélagsins hefur því staðið óhögguð: Íslam er yngst af heimstrúarbrögðunum, ekki þau elstu, og rekur uppruna sinn til ólíkra trúarhefða á Arabíuskaganum sem síðan sameinuðust undir einu flaggi. Höfundur er áhugamaður um trúarbrögð og sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Trúmál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er alkunna að fræðasamfélagið og trúarbrögðin eru ekki alltaf samhljóða. Til dæmis fer tvennum sögum af tilurð íslam. Innan fræðasamfélagsins er sterk samstaða um að íslam séu sögulega ung trúarbrögð sem urðu til á Arabíuskaganum fyrir um 1400 árum. Hins vegar telja múslimar trú sína vera hina upprunalegu trú mannkyns, hvorki meira né minna. Samkvæmt erfikenningum múslima var Múhameð ekki fyrsti músliminn, heldur var hann sá sem endurreisti trúna og opinberaði Kóraninn. Þannig telja þeir Múhameð vera þann síðasta (og mikilvægasta) í langri röð spámanna sem allir áttu að hafa verið múslimar (þar á meðal Abraham og Jesús frá Nasaret). Sagnfræðingar hafna þeirri hugmynd að íslam hafi verið endurreisn eldri trúarbragða. Þeir telja að samfélög á Arabíuskaganum hafi frá örófi alda verið fjölgyðistrúar, en að fjölgyðistrúin hafi síðan lotið í lægra haldi fyrir ýmsum afbrigðum eingyðistrúar. Sagnfræðingurinn Valentina Grasso skrifar (bls. 318): „Arabískir fjölgyðistrúarhópar höfðu þegar misst sitt vægi á öldunum fyrir trúboð Múhameðs... Á fimmtu og sjöttu öld, þegar nærliggjandi heimsveldi juku áhrif sín á ættbálkasamfélög Arabíu, voru fjölmargir eingyðistrúarhópar í örum vexti.“ Hvað varðar fjölgyðistrúna, má enn finna arfleifð hennar í Mekka, helgri borg íslam. Þekktasta kennileiti Mekka nefnist Kaaba, en það er kassalaga steinhús hulið svörtu klæði í miðri al-Haram-moskunni. Í einu horni Kaaba er helgur loftsteinn sem er nefndur Hajar al-Aswad eða „Svarti steinninn“ greyptur í vegginn. Steinar af þessu tagi kallast baetyl-steinar. Þeir voru víða tilbeðnir á fornöld og kenndir við ýmsa ólíka guði. Þegar múslimar biðja bænir sínar krjúpa þeir í áttina að Mekka, nánar tiltekið í áttina að loftsteininum helga. Eingyðistrúarhóparnir sem Grasso nefnir aðhylltust ólík afbrigði kristni og gyðingdóms. Gnostískir hópar, sem voru villutrúarmenn að mati rétttrúaðra kristinna manna og gyðinga, bjuggu einnig á svæðinu. Það er varla tilviljun að sláandi líkindi eru milli kenninga íslam um Jesú og ákveðinna gnostískra kenninga. Í tveimur gnostískum textum skrifuðum um árið 200 eftir krist—Hinni gnostísku opinberun Péturs og Seinni ritgerð hins mikla Sets—er að finna óvenjulegt afbrigði af Píslarsögunni. Þar er Jesús sjálfur ekki krossfestur heldur er annar maður krossfestur í hans stað. Sama afstaða birtist í Kóraninum, skrifuðum rúmum fjögur hundruð árum síðar (sjá neðanmálsgrein 1 hér). Þessi tvö atriði, loftsteinninn í Kaaba og afstaða íslams til Jesú, hljóma ef til vill smávægileg. Engu að síður gegna þau lykilhlutverki í aðgreiningu íslam frá hinum eingyðistrúarbrögðunum. Þau eru einnig dæmi um endurtúlkun og samþættingu sem eru einkennandi fyrir nýjar trúarhreyfingar. Ef íslam væri í raun elstu trúarbrögð heims ættu að hafa fundist næg sönnunargögn sem styddu þá staðhæfingu. Engin slík sönnunargögn hafa fundist og afstaða fræðasamfélagsins hefur því staðið óhögguð: Íslam er yngst af heimstrúarbrögðunum, ekki þau elstu, og rekur uppruna sinn til ólíkra trúarhefða á Arabíuskaganum sem síðan sameinuðust undir einu flaggi. Höfundur er áhugamaður um trúarbrögð og sagnfræði.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun