Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 12:08 Vitor Roque var sjálfur hissa á öllum látunum en slapp á endanum við leikbann. Getty/Richard Callis Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vitor Roque kom sér í vandræði vegna þessa sem hann setti inn á samfélagsmiðla sína en virðist ætla að sleppa með skrekkinn. Roque átti yfir höfði sér tíu leikja bann fyrir að birta mynd af tígrisdýri að éta dádýr eftir leik Palmeiras og São Paulo. Þetta er nú eitthvað sem þekkist nú vel í náttúrunni og sést víða. Vandræðin koma til vegna þess sem myndin táknar. ⚠️ URGENTE!Palmeiras consegue acordo no STJD e evita suspensão de Vitor Roque, que fará post contra homofobia.O Tribunal aceitou a transação disciplinar oferecida pelo departamento jurídico do Verdão, liderado pelo advogado André Sica.Vitor Roque será multado em R$ 80 mil e… pic.twitter.com/nqXRm0kpF2— Planeta do Futebol 🌎 (@futebol_info) November 15, 2025 Orðið yfir dádýr er slangur fyrir „homma“ og níðyrði sem oft er beint að stuðningsmönnum São Paulo. Hann gerðist þarna sekur um hómófóbíu þegar hann reyndi að gera grín að São Paulo á samfélagsmiðlum sínum. „Ég er ekki hræddur. Lögfræðingar Palmeiras vinna í málinu,“ sagði Vitor Roque áður en málið var tekið fyrir. Leikmaðurinn hafði verið kærður samkvæmt grein 243-G, sem fjallar um mismunun og kveður á um fimm til tíu leikja bann. Roque birti mynd sem sýndi tígrisdýr éta dádýr, sem var vísun í gælunafn hans, „Tigrinho“, og hvernig samkynhneigðir eru kallaðir með niðrandi hætti í fótboltaheiminum. Innan við klukkustund eftir óheppilega færslu eyddi leikmaðurinn henni. „Með því að tengja tákn andstæðingsins við mynd af „dádýri“ í háðs- og fyrirlitningartóni, fer það út fyrir mörk íþróttalegs rígs og telst fyrirlitleg og svívirðileg athöfn sem tengist fordómum á grundvelli kyns og kynhneigðar,“ benti ákæruvaldið á í kærunni á sínum tíma. Vitor Roque treysti á lögfræðideild Palmeiras að ná samkomulagi um agaviðurlög sem hún gerði. Leikmaður Palmeiras mun því aðeins fá sekt upp á áttatíu þúsund brasilíska riala, auk þess að þurfa að birta færslu gegn hómófóbíu og hafa hana fasta á Instagram-prófílnum sínum. Sektin er upp á tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Vitor Roque, sem hefur leikið fyrir brasilíska landsliðið, varði sig með því að segja að þetta hafi bara verið grín. „Ég sé ekki ástæðu fyrir leikbanni eins og margir eru að segja. Ég held að fræðandi samtal sé þegar fullgilt. En ég vildi líka segja að þetta var ekkert tengt hómófóbíu. Þetta var bara grín, sem ég birti án illvilja. Ég bið alla afsökunar sem halda annað,“ sagði Roque. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goal) Brasilía Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
Roque átti yfir höfði sér tíu leikja bann fyrir að birta mynd af tígrisdýri að éta dádýr eftir leik Palmeiras og São Paulo. Þetta er nú eitthvað sem þekkist nú vel í náttúrunni og sést víða. Vandræðin koma til vegna þess sem myndin táknar. ⚠️ URGENTE!Palmeiras consegue acordo no STJD e evita suspensão de Vitor Roque, que fará post contra homofobia.O Tribunal aceitou a transação disciplinar oferecida pelo departamento jurídico do Verdão, liderado pelo advogado André Sica.Vitor Roque será multado em R$ 80 mil e… pic.twitter.com/nqXRm0kpF2— Planeta do Futebol 🌎 (@futebol_info) November 15, 2025 Orðið yfir dádýr er slangur fyrir „homma“ og níðyrði sem oft er beint að stuðningsmönnum São Paulo. Hann gerðist þarna sekur um hómófóbíu þegar hann reyndi að gera grín að São Paulo á samfélagsmiðlum sínum. „Ég er ekki hræddur. Lögfræðingar Palmeiras vinna í málinu,“ sagði Vitor Roque áður en málið var tekið fyrir. Leikmaðurinn hafði verið kærður samkvæmt grein 243-G, sem fjallar um mismunun og kveður á um fimm til tíu leikja bann. Roque birti mynd sem sýndi tígrisdýr éta dádýr, sem var vísun í gælunafn hans, „Tigrinho“, og hvernig samkynhneigðir eru kallaðir með niðrandi hætti í fótboltaheiminum. Innan við klukkustund eftir óheppilega færslu eyddi leikmaðurinn henni. „Með því að tengja tákn andstæðingsins við mynd af „dádýri“ í háðs- og fyrirlitningartóni, fer það út fyrir mörk íþróttalegs rígs og telst fyrirlitleg og svívirðileg athöfn sem tengist fordómum á grundvelli kyns og kynhneigðar,“ benti ákæruvaldið á í kærunni á sínum tíma. Vitor Roque treysti á lögfræðideild Palmeiras að ná samkomulagi um agaviðurlög sem hún gerði. Leikmaður Palmeiras mun því aðeins fá sekt upp á áttatíu þúsund brasilíska riala, auk þess að þurfa að birta færslu gegn hómófóbíu og hafa hana fasta á Instagram-prófílnum sínum. Sektin er upp á tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Vitor Roque, sem hefur leikið fyrir brasilíska landsliðið, varði sig með því að segja að þetta hafi bara verið grín. „Ég sé ekki ástæðu fyrir leikbanni eins og margir eru að segja. Ég held að fræðandi samtal sé þegar fullgilt. En ég vildi líka segja að þetta var ekkert tengt hómófóbíu. Þetta var bara grín, sem ég birti án illvilja. Ég bið alla afsökunar sem halda annað,“ sagði Roque. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goal)
Brasilía Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira