Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. nóvember 2025 20:15 Guðmundur Ingi Kristinsson tekur undir tillögu um hækkun aldurstakmarks á samfélagsmiðlum. Vísir/Anton Brink Mennta- og barnamálaráðherra vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um áhrif samfélagsmiðla á börn og ungmenni. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar, er málshefjandi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðla sé hækkað úr þrettán árum í fimmtán eða sextán ár. „Við eigum sjálf að setja leikreglurnar, við eigum að setja viðunandi og rétt aldurstakmark. Og við eigum ekki að normalísera að börn, þrettán ára, geti tekið á móti og haft þann þroska til að taka á móti og skilið það efni sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Skúli. „Ég vil sjá hækkun aldurstakmarksins á samfélagsmiðlum, rétt eins og nágrannaþjóðirnar okkar eru að boða. Ekki vegna þess að við viljum útiloka börnin okkar frá stafrænum heimi heldur vegna þess að við verðum að tryggja að börn hafi þroska og færni til að takast á við þennan breytta heim,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra þegar málið var til umræðu á þinginu í dag. „Við þurfum að endurheimta aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum. Rétt eins og við höfum samræmt reglur um útivistartíma barna getum við sem samfélag reynt að koma okkur saman um rafrænan útivistartíma, ef svo má að orði komast.“ Dugir fræðsla til? Samstaða virtist vera meðal þingmanna um að samfélagsmiðlanotkun barna væri áhyggjuefni en einhverjir veltu því upp hvort boð og bönn væru endilega rétta leiðin að úrbótum. „Við þurfum miklu frekar að ræða hvernig við ætlum að taka utan um börnin okkar, kenna þeim að umgangast náungann á Internetinu og hvaða hættur leynast þar. Og við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að gera og segja á Internetinu og höfum það hugfast að Internetið er ekki það sama og notkun samfélagsmiðla,“ sagði Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir varaþingmaður Viðreisnar. Valdefling foreldra Fréttamaður ræddi við Skúla í kvöldfréttum. Hann segir að um samspil margra þátta sé að ræða, að sjálfsögðu þurfi að gefa í á sviði fræðslu, til barna, foreldra og fagfólks. „Ég lagði líka til við ráðherra að við myndum tryggja þessa fræðslu til frambúðar fyrir þessa hópa. Aldurstakmarkið og hækkun á því snýr að því að valdefla foreldra. Að þau geti sjálf tekið ákvarðanir, gefið sérstakt leyfi fyrir notkun ef það er nauðsyn til þess,“ segir Skúli. „Annars sjáum við það, og hættan er, að vel meinandi og ábyrgir foreldrar sem vilja vernda börnin sín missa tökin vegna óbærilegs félagsþrýstings við þrettán ára.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar, er málshefjandi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðla sé hækkað úr þrettán árum í fimmtán eða sextán ár. „Við eigum sjálf að setja leikreglurnar, við eigum að setja viðunandi og rétt aldurstakmark. Og við eigum ekki að normalísera að börn, þrettán ára, geti tekið á móti og haft þann þroska til að taka á móti og skilið það efni sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Skúli. „Ég vil sjá hækkun aldurstakmarksins á samfélagsmiðlum, rétt eins og nágrannaþjóðirnar okkar eru að boða. Ekki vegna þess að við viljum útiloka börnin okkar frá stafrænum heimi heldur vegna þess að við verðum að tryggja að börn hafi þroska og færni til að takast á við þennan breytta heim,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra þegar málið var til umræðu á þinginu í dag. „Við þurfum að endurheimta aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum. Rétt eins og við höfum samræmt reglur um útivistartíma barna getum við sem samfélag reynt að koma okkur saman um rafrænan útivistartíma, ef svo má að orði komast.“ Dugir fræðsla til? Samstaða virtist vera meðal þingmanna um að samfélagsmiðlanotkun barna væri áhyggjuefni en einhverjir veltu því upp hvort boð og bönn væru endilega rétta leiðin að úrbótum. „Við þurfum miklu frekar að ræða hvernig við ætlum að taka utan um börnin okkar, kenna þeim að umgangast náungann á Internetinu og hvaða hættur leynast þar. Og við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að gera og segja á Internetinu og höfum það hugfast að Internetið er ekki það sama og notkun samfélagsmiðla,“ sagði Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir varaþingmaður Viðreisnar. Valdefling foreldra Fréttamaður ræddi við Skúla í kvöldfréttum. Hann segir að um samspil margra þátta sé að ræða, að sjálfsögðu þurfi að gefa í á sviði fræðslu, til barna, foreldra og fagfólks. „Ég lagði líka til við ráðherra að við myndum tryggja þessa fræðslu til frambúðar fyrir þessa hópa. Aldurstakmarkið og hækkun á því snýr að því að valdefla foreldra. Að þau geti sjálf tekið ákvarðanir, gefið sérstakt leyfi fyrir notkun ef það er nauðsyn til þess,“ segir Skúli. „Annars sjáum við það, og hættan er, að vel meinandi og ábyrgir foreldrar sem vilja vernda börnin sín missa tökin vegna óbærilegs félagsþrýstings við þrettán ára.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira