The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar 18. nóvember 2025 09:32 Kvikmyndin The Thing, eða Veran eins og hún heitir á íslensku, kom út árið 1982 og er endurgerð af kvikmyndinni The Thing from Another World frá árinu 1951 sem er sjálf byggð á bókinni Who Goes There? sem kom út árið 1938. Kvikmyndasagan kemur málinu í dag ekkert við en mér fannst nauðsynlegt að gera það alveg skýrt um hvaða kvikmynd ég væri að tala þar sem að útgáfan frá 1982 er mönnum í dag meira í minni en hinar áður nefndu. Myndin fjallar um að utanaðkomandi hundur af sleðahundaættinni kemur til þorps bandarískra vísindamanna á Suðurlandsskautinu og ber þaðan banvæna veiru sem nær að hylja sig í öðrum lífverum en rífur svo fólk og dýr í tætlur við fyrsta tækifæri. Bandarísku vísindamennirnir þurfa að stoppa þessa veiru frá því að breiða sér út áður en úti verður um þá og þjóðfélag manna. Þetta er söguþráðurinn í hnotskurn og virðist hann keimlíkur flestum þeim söguþráðum á þeim árum sem myndin kom út, þá söguþræði um að eitthvað utanaðkomandi sníkist inn í þjóðfélag vitiborna manna og eyði því. The Thing hefur verið útskýrð sem kvikmynd sem hefur undirliggjandi skilaboð og þau er að hinir bandarísku auðmenn mæta erkifjanda þeirra í verunni sem táknar jafnaðarstefnuna og aldrei er hægt að vita nákvæmlega hver er jafnaðarmaður þar sem hann felur skoðanir sínar á almannafæri en í dimmum skúmaskotum þegar hann mætir manni á förnum vegi sýnir hann sig sem sú skepna sem hann raunverulega, það er að segja fyrir bandarísku vísindamenn kvikmyndarinnar. Þetta er sá skilaboð sem voru gefin til manna á þeim tíma sem myndin kom út og hvort sem Bandaríkjamenn skildu skilaboðin eða ekki þá var þetta andi þess tíma. Nútímamenn bera þó ekki mikinn ótta lengur til jafnaðarstefnu út frá sjónarhóli ríkja þar sem auðvaldsskipulag stýrir lofti og ríkjum og óttinn um að jafnaðarmenn nái völdum og ríkjum haldi ekki mönnum til dags vakandi á nóttu; óttinn er þó orðinn annar. Menn óttast kynþáttarhyggju og kynþáttahatur sem bæði í talmáli eru gefin nafnið rasismi. Sú ógn sem kemur af rasisma er skiljanleg þar sem frá honum er eyðandi afl sem stýrir honum, aflið ógnar ríkisborgurum þjóða og er ekki bundið við föðurlandsást. Frá þessu hatri hafa stúlkur og strákar gert ódæði í skólum landsins síns með byssur sér til handa, karlar og konur gert hið sama á vinnustöðum sínum og vitfirringar með ranghugmyndir skotið samborgara sína á þökum eigin borgar. Hver er rótinn á þessu öllu? Rasismi, það er að segja „við og þeir“’ eða betur sagt „ég og þeir’’ því einstaklingurinn eða lífveran sem finnur þessar tilfinningar upplifir sig ógnuð af því utanaðkomandi þrátt fyrir að slík lífvera sé vera samfélags síns og felur sig meðal fjöldans þar til hún lætur loks til skarar skríða hvort sem það er með orðum eða afli. Slíkur ótti grípur nánast hverjan Íslending þegar útlendingaumræða eða umræða um íslenskukennslu kemur upp og óteljandi óþægilegar tilfinningar þar sem aðrir aðilar vita ekki hvort sá sem tekur upp umræðuna er kynþáttahatari eða ekki. Það er engin leið til þess að vita og þess vegna óttast allir að sá einstaklingur eða sú vera með utanaðkomandi hugsunarhátt smiti þjóðfélagið og eyði hinu núverandi samfélagi því hið eina afl frá kynþáttahöturum er hatur og hatur er eyðandi afl og skaðlegt öllum, einnig þeim sem bera þá byrði að hata sem er hinn mesti sjálfsskaði. Umræðurnar um innflytjendur og íslenskukennslu eru þrátt fyrir það merkilegar og nauðsynlegar og einhver verður að taka þá ábyrgð að taka þær til umræðu. Hið mesta last í þessu öllu hefur verið að umræða um íslenskt mál í þjóðfélagi okkar er oft og títt borin við slíkt skaðlegt afl sem kynþáttahatur er þar sem fólk í þjóðfélaginu veit ekki hvort sá sem tekur upp umræðuna er að gera það af nauðsyn eða hatri, þar sem enginn veit hvað býr í manni nema maðurinn sjálfur. Í kvikmyndinni The Thing var óttinn verulegur af veru sem vildi eyða öllu í sínu umhverfi og vildi vera sú eina vera sem væri til staðar en ég segi að ekkert beri að óttast ef hinir sem meina vel velja að vera til staðar og taka verjandi ákvarðanir fyrir ríkisborgara og íbúa þjóðar sinnar. Umræðan um íslenskt mál er oftast tekin upp af þeim sem þekkja síst vandann og endalaus loforð eru gefin til Íslendinga og útlendinga sem flytja til landsins um að íslenskukennsla verði bætt, fleiri skilti verði á íslensku og koll á kolli og í lokin eru breytingarnar litlar sem engar. Kvikmyndin The Thing nær alltaf að endurvekja sig í gegnum áratugina og ég man þegar ég var ungur drengur kom tölvuleikurinn út og drengir í skóla vildu óðast sjá myndina sem veitti innblásturinn fyrir tölvuleikinn. Þrátt fyrir að við sem börn vildum tala ensku annað slagið þá á engan hátt vildum við glata málinu okkar og ég hugsaði oft af hverju engir tölvuleikir væru talsettir á íslensku eins og sumar barnamyndir í bíói. Hagsjónarástæður væru eflaust gefnar ástæður fyrir,, af hverju’’ en það að ekki talsetja afþreyingarefni fullorðinna einstaklinga hvort sem það eru kvikmyndir, þættir eða tölvuleikir láta krökkum og ungu fólki líða eins og íslenska er fyrir gamalmenni og börn og þeir sem tala ensku þurfa ekki að tala íslensku því að enska er tungumál ungs fólks og þeirra sem fullorðnir eru en íslenska er tungumál ellimanna og barna. Það eru þau skilaboð sem ungu fólki er borið og íslenskan verður þeim sem brotið loforð. Af hverju segi ég brotið loforð? Því íslensk börn, eins og allir í heiminum, allt í einu vita að þau eru til þegar þau eru börn og þau nota mál sem foreldrarnir tala og hugsa ekkert meir um það, þau fara svo í leikskóla og læra fullt af söngvum og sögum sem eru á sama málinu og fara svo heim og horfa á kvikmyndir og þætti sem eru á sama máli og þetta mál er íslenska. Einkum helst eru þetta ungu árin mín og jafnaldra minna sem vorum fyrsta kynslóðin til þess að fá mikið magn af barnaefni á íslensku og ég tek það fram að þrátt fyrir gagnrýni þess tíma þá var íslenskan hjá flestum mjög góð. En brotnaða loforðið birtist svo í því að eldra afþreyingarefni var alltaf á erlendri tungu svo maður tengdi það að verða eldri við það að tala ensku, að þroskast væri að tala ensku og sú veröld sem var sýnd talsett á íslensku var ekkert annað en lygi. Praktískar ástæður eru alltaf gefnar fyrir,,af hverju’’ og ekkert praktískt hefur verið að talsetja Konungljónana, Leikfangasöguna eða Skógardýrið Húgó, hin síðastnefnda hefði getað verið sýnd á dönsku eins og eflaust var gert í Færeyjum en það að þessar kvikmyndir voru talsettar og styrktu íslenskt mál hjá ungu fólki þess tíma verður ævinlega ómetandi fyrir þjóðina þrátt fyrir að eldra fólk þess tíma talaði margt gegn talsetningu og að hún væri einungis fyrir smábörn og vitskerta. Með hverri nýrri kynslóð koma þó nýjar áskoranir og á öðrum áratug þessarar aldar voru flestar kvikmyndir sem gerðar voru fyrir ungmenni Marvel- og Star Wars-myndir og voru ekki talsettar. Þá hefur heil kynslóð komið fram með mjög enskuskotið mál sem er áhyggjuefni. Þessi kynslóð unga fólks horfir ekki eins mikið á sjónvarp og mín kynslóð, þ.e. aldarmótakynslóðin, og eyðir meiri tíma á Youtube og TikTok og skrollar í staðinn fyrir að skipta um rásir. Allt efnið er á ensku, svo fara þau á næstu Marvel mynd á ensku og eru örugglega með vin í skólanum sem þau tala bara við á ensku og þar er hin áskorunin. Íslenska ríkið er að bregðast fleiri fjölda barna sem eru af erlendu bergi brotin, mörg eru fædd á Íslandi og eru að öllu leyti Íslendingar fyrir utan að foreldrarnir eru erlendir. Einnig eru börn sem flytja til landsins með foreldrunum og ná ekki að tala íslensku eins og Íslendingar og hvað er ástæðan? Hið sama sem hrjáir málfar íslenskra barna hrjáir útlensk börn enn meira, það er að allt afþreyingarefni er enskumælandi og hefur gert Ísland og Íslendinga líka þeim smáþjóðum sem voru í návist við Sovétríkin heitnu og töluðu flestir ríkisborgara þessra landa rússnesku nánast sem móðurmál nema Ísland tali mál þeirra stórþjóða sem liggja vel í návist við sig og eru enskumælandi. Margir þeirra sem mæla fyrir bættri íslensku í samfélaginu eru flestir eldri karlmenn og kvenmenn og gagnrýna þau flest úrelta umræðu sem er ekki núverandi vandamálið í þeim raunveruleika sem blasir við þjóðinni í dag. Slettur og það að svara útlendingum alltaf á ensku var mikið vandamál áður og er ennþá til staðar en er ekki aðalvandinn. Vandamálið með enskskotnar slettur í dag er að þær eru að heyra brátt sögunni til því ungt fólk slettir ekki á ensku en talar ensku á sama tíma og íslensku og með amerískum framburði og þegar eitt og eitt enskt orð skín í setningu þá er það ekki íslenskuvætt eins og áður og er þar með töluð sletta heldur er enska orðið borið fram með amerískum hreimi svo fólkið viti að þú kannt að tala rétta ensku og sért ekki barn eða vitskertur. Hitt varðandi að útlendingum sé svarað á ensku gerist enn en er ekki eins stórt vandamál og var þar sem flestir í þjóðfélaginu eru vanari því en áður að útlendingar tali íslensku. Gamalt fólk sem gerir sér annt um hag íslenskunnar og kvartar heima hjá sér á netinu á ellilaunum er eflaust enn fast í sínum gamla veruleika og trúir að staðan sé enn eins og hún var. Reykvíkingar, meira en flestir landsmenn, eru vanir að heyra í útlendingum tala íslensku eða reyna að tala hana en fólk úti á landi, langt í burtu frá þeim framförum í Reykjavík, er mun líklegra til að tala ensku við innflytjendur þar sem flestir innflytjendur hafa í huga að stoppa þar stutt, safna pening og flytja svo í burtu. Þeir í sveitinni eða á bæjum landsins sjá þessa útlendinga aldrei tala íslensku þrátt fyrir að hinir sömu útlendingar læra hana eftir að hafa flutt til Reykjavíkur. Þrátt fyrir að aldrei hafi eins margir í heiminum talað íslensku og nú þá eru margir innflytjendur sem læra aldrei tungumálið. Það eru innflytjendur á Íslandi sem hafa búið lengur á landinu en margir Íslendingar sem fæddust eftir komu þeirra til landsins, sumir í 20 og 30 ár. Margir eru líka þeir innflytjendur sem vilja læra tungumálið og leggja sig fram til þess en eins og íslenska ríkið kom með brotið loforð til íslenskra ungmenna um land og veröld, þar sem íslenska er töluð í hinum talsettu teiknimyndum þá hefur íslenska ríkið einnig lofað innflytjendum að læra íslensku á námskeiðum og að vera í íslensku starfsumhverfi en veruleikinn er sá að flestir vinnustaðir sem þau komast á í landinu eru enskuvæddir og þrátt fyrir að heilt herbergi sé fullt af Íslendingum og útlendingum sem tala íslensku þá verður fundurinn þrátt fyrir það á bjagaðri íslensku-ensku þar sem einn starfsmaður er til staðar sem talar smá ensku og enga íslensku. Þeir útlendingar sem lærðu íslensku þurfa að hlusta á það mál (enskuna) sem þeir hefðu getað talað án þess að þurfa að hafa eytt pening í íslenskunámskeiði, pening sem þeir hefðu getað sent til heimalandsins. Þrátt fyrir að hafa haft forsetaráðherra sem kláraði BA-próf í íslensku og var með meistaragráðu í íslenskum bókmenntum og svo forseta sem hafði skrifað bækur sem voru tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna þá virtust allir í ríkisstjórninni hræddir við að taka þetta óvinsæla málefni upp (íslenskuna) og öll gagnrýni var einfaldlega hundsuð eða bendluð við kynþáttahatur, þjóðrembing eða útkölluð sem rasismi. Ástæðan og veruleikinn þvert á alla gagnrýni er sá að íslenska er þjóðtungan, að íslensk lög standa vörð um íslensku og rétthugsandi fólk stendur við rétt sinn og þá rétti sem mæla um að þjóðtungan sé sameiginlegt mál landsmanna og að stjórnvöld skuli tryggja að unnt verði að nota hana á öllum sviðum íslensks þjóðlífs. Einnig stendur að allir sem eru búsettir hér á landi skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku til almennrar þátttöku í íslensku þjóðlífi en ekki virðist ríkisstjórnin tryggja þau réttindi fólks. Ríkið vill taka ábyrgðina af sjálfu sér og gefa hana þeim innflytjendum sem flytja til landsins og losar ríkið sig þá við allar kröfur og skyldur því ef útlendingur lærir ekki tungumálið þá er ekki hægt að kenna ríkisstjórninni en honum um þar sem hann fór ekki í íslenskunámskeið, hann vildi ekki læra íslensku og landsmenn kenna innflytjendanum fyrir að hafa ekki lært íslensku en ekki ríkinu þar sem ríkið svarar:,,Hann gat skráð sig á námskeið sem kostaði 40 þúsund krónur og hefði fengið það niðurgreitt í 10 þúsund krónur en hann vildi ekki lengur fara á námskeiðið og talar ensku í vinnunni við Íslendinga og útlendinga. Honum að kenna en ekki okkur’’. Hvað á að segja og gera? Íslenska er ekki sem franska og enska og þarf þar meðtalið meiri vernd. Íslenska hefur alltaf þurft vernd þar sem hún er lítið tungumál með minni málhafa en flest tungumál sem eru ekki með sjálfstæð ríki, eins og Wayuu og Kvesjúa. Íslenska er í hættu en ekki út af útlendingum sem flytja til landsins og er gefin sú ábyrgð að læra íslensku en út af ríkisstjórn sem er taugaveikluð við að vera kölluð kynþáttahatursfull, fordómafull eða við að tapa fylgi við óvinsæl málefni eins og íslenskan er orðin. Það sem ríkisstjórnin þorir ekki að segja er að það þarf að breyta verulega til í þjóðfélaginu öllu. Íslenska verður að vera allsýnileg í þjóðfélaginu, meira efni þarf að talsetja og meira að segja unglingaafþreyingarefni, íslenskukennsla þarf að vera verulega bætt og ef til vill eru Íslendingar ekki endilega bestu íslenskukennararnir og það þarf kannski að skoða þau fyrirtæki betur sem ráða einungis erlent vinnuafl og helst þau sem ráða einungis vinnuafl sem talar ekki íslensku og líta til þess af hverju erlent vinnuafl sem er íslenskumælandi sest ekki til starfa hjá slíkum fyrirtækjum. Einnig má raunverulega fara í úttekt á þeim fyrirtækjum sem eru einungis með erlent vinnuafl sem er af einu þjóðarbroti þar sem í mörgum löndum er það leið til þess að misnota vinnuafl. Vinnustaðir þurfa að vera blandaðri og á íslensku. Það þarf að gera íslensku að lingua franca (alþjóðamál/samskiptarmál) vinnustaða. Íslenska tungumálið, alvarleikinn við að ef gott fólk tekur ekki upp þessa óvinsælu umræðu þá munu þeir sem virkilega meina illt láta þessa umræðu tilheyra sér og afvegaleiða fólk með hatrinu: „Ég, við og þeir’’ eða betur sagt „Ég og minn flokkur og svo þeir sem þið hatið’’ og þá er virkilegt skrímsli uppvakið. Höfundur greinar er tungumálaáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kvikmyndin The Thing, eða Veran eins og hún heitir á íslensku, kom út árið 1982 og er endurgerð af kvikmyndinni The Thing from Another World frá árinu 1951 sem er sjálf byggð á bókinni Who Goes There? sem kom út árið 1938. Kvikmyndasagan kemur málinu í dag ekkert við en mér fannst nauðsynlegt að gera það alveg skýrt um hvaða kvikmynd ég væri að tala þar sem að útgáfan frá 1982 er mönnum í dag meira í minni en hinar áður nefndu. Myndin fjallar um að utanaðkomandi hundur af sleðahundaættinni kemur til þorps bandarískra vísindamanna á Suðurlandsskautinu og ber þaðan banvæna veiru sem nær að hylja sig í öðrum lífverum en rífur svo fólk og dýr í tætlur við fyrsta tækifæri. Bandarísku vísindamennirnir þurfa að stoppa þessa veiru frá því að breiða sér út áður en úti verður um þá og þjóðfélag manna. Þetta er söguþráðurinn í hnotskurn og virðist hann keimlíkur flestum þeim söguþráðum á þeim árum sem myndin kom út, þá söguþræði um að eitthvað utanaðkomandi sníkist inn í þjóðfélag vitiborna manna og eyði því. The Thing hefur verið útskýrð sem kvikmynd sem hefur undirliggjandi skilaboð og þau er að hinir bandarísku auðmenn mæta erkifjanda þeirra í verunni sem táknar jafnaðarstefnuna og aldrei er hægt að vita nákvæmlega hver er jafnaðarmaður þar sem hann felur skoðanir sínar á almannafæri en í dimmum skúmaskotum þegar hann mætir manni á förnum vegi sýnir hann sig sem sú skepna sem hann raunverulega, það er að segja fyrir bandarísku vísindamenn kvikmyndarinnar. Þetta er sá skilaboð sem voru gefin til manna á þeim tíma sem myndin kom út og hvort sem Bandaríkjamenn skildu skilaboðin eða ekki þá var þetta andi þess tíma. Nútímamenn bera þó ekki mikinn ótta lengur til jafnaðarstefnu út frá sjónarhóli ríkja þar sem auðvaldsskipulag stýrir lofti og ríkjum og óttinn um að jafnaðarmenn nái völdum og ríkjum haldi ekki mönnum til dags vakandi á nóttu; óttinn er þó orðinn annar. Menn óttast kynþáttarhyggju og kynþáttahatur sem bæði í talmáli eru gefin nafnið rasismi. Sú ógn sem kemur af rasisma er skiljanleg þar sem frá honum er eyðandi afl sem stýrir honum, aflið ógnar ríkisborgurum þjóða og er ekki bundið við föðurlandsást. Frá þessu hatri hafa stúlkur og strákar gert ódæði í skólum landsins síns með byssur sér til handa, karlar og konur gert hið sama á vinnustöðum sínum og vitfirringar með ranghugmyndir skotið samborgara sína á þökum eigin borgar. Hver er rótinn á þessu öllu? Rasismi, það er að segja „við og þeir“’ eða betur sagt „ég og þeir’’ því einstaklingurinn eða lífveran sem finnur þessar tilfinningar upplifir sig ógnuð af því utanaðkomandi þrátt fyrir að slík lífvera sé vera samfélags síns og felur sig meðal fjöldans þar til hún lætur loks til skarar skríða hvort sem það er með orðum eða afli. Slíkur ótti grípur nánast hverjan Íslending þegar útlendingaumræða eða umræða um íslenskukennslu kemur upp og óteljandi óþægilegar tilfinningar þar sem aðrir aðilar vita ekki hvort sá sem tekur upp umræðuna er kynþáttahatari eða ekki. Það er engin leið til þess að vita og þess vegna óttast allir að sá einstaklingur eða sú vera með utanaðkomandi hugsunarhátt smiti þjóðfélagið og eyði hinu núverandi samfélagi því hið eina afl frá kynþáttahöturum er hatur og hatur er eyðandi afl og skaðlegt öllum, einnig þeim sem bera þá byrði að hata sem er hinn mesti sjálfsskaði. Umræðurnar um innflytjendur og íslenskukennslu eru þrátt fyrir það merkilegar og nauðsynlegar og einhver verður að taka þá ábyrgð að taka þær til umræðu. Hið mesta last í þessu öllu hefur verið að umræða um íslenskt mál í þjóðfélagi okkar er oft og títt borin við slíkt skaðlegt afl sem kynþáttahatur er þar sem fólk í þjóðfélaginu veit ekki hvort sá sem tekur upp umræðuna er að gera það af nauðsyn eða hatri, þar sem enginn veit hvað býr í manni nema maðurinn sjálfur. Í kvikmyndinni The Thing var óttinn verulegur af veru sem vildi eyða öllu í sínu umhverfi og vildi vera sú eina vera sem væri til staðar en ég segi að ekkert beri að óttast ef hinir sem meina vel velja að vera til staðar og taka verjandi ákvarðanir fyrir ríkisborgara og íbúa þjóðar sinnar. Umræðan um íslenskt mál er oftast tekin upp af þeim sem þekkja síst vandann og endalaus loforð eru gefin til Íslendinga og útlendinga sem flytja til landsins um að íslenskukennsla verði bætt, fleiri skilti verði á íslensku og koll á kolli og í lokin eru breytingarnar litlar sem engar. Kvikmyndin The Thing nær alltaf að endurvekja sig í gegnum áratugina og ég man þegar ég var ungur drengur kom tölvuleikurinn út og drengir í skóla vildu óðast sjá myndina sem veitti innblásturinn fyrir tölvuleikinn. Þrátt fyrir að við sem börn vildum tala ensku annað slagið þá á engan hátt vildum við glata málinu okkar og ég hugsaði oft af hverju engir tölvuleikir væru talsettir á íslensku eins og sumar barnamyndir í bíói. Hagsjónarástæður væru eflaust gefnar ástæður fyrir,, af hverju’’ en það að ekki talsetja afþreyingarefni fullorðinna einstaklinga hvort sem það eru kvikmyndir, þættir eða tölvuleikir láta krökkum og ungu fólki líða eins og íslenska er fyrir gamalmenni og börn og þeir sem tala ensku þurfa ekki að tala íslensku því að enska er tungumál ungs fólks og þeirra sem fullorðnir eru en íslenska er tungumál ellimanna og barna. Það eru þau skilaboð sem ungu fólki er borið og íslenskan verður þeim sem brotið loforð. Af hverju segi ég brotið loforð? Því íslensk börn, eins og allir í heiminum, allt í einu vita að þau eru til þegar þau eru börn og þau nota mál sem foreldrarnir tala og hugsa ekkert meir um það, þau fara svo í leikskóla og læra fullt af söngvum og sögum sem eru á sama málinu og fara svo heim og horfa á kvikmyndir og þætti sem eru á sama máli og þetta mál er íslenska. Einkum helst eru þetta ungu árin mín og jafnaldra minna sem vorum fyrsta kynslóðin til þess að fá mikið magn af barnaefni á íslensku og ég tek það fram að þrátt fyrir gagnrýni þess tíma þá var íslenskan hjá flestum mjög góð. En brotnaða loforðið birtist svo í því að eldra afþreyingarefni var alltaf á erlendri tungu svo maður tengdi það að verða eldri við það að tala ensku, að þroskast væri að tala ensku og sú veröld sem var sýnd talsett á íslensku var ekkert annað en lygi. Praktískar ástæður eru alltaf gefnar fyrir,,af hverju’’ og ekkert praktískt hefur verið að talsetja Konungljónana, Leikfangasöguna eða Skógardýrið Húgó, hin síðastnefnda hefði getað verið sýnd á dönsku eins og eflaust var gert í Færeyjum en það að þessar kvikmyndir voru talsettar og styrktu íslenskt mál hjá ungu fólki þess tíma verður ævinlega ómetandi fyrir þjóðina þrátt fyrir að eldra fólk þess tíma talaði margt gegn talsetningu og að hún væri einungis fyrir smábörn og vitskerta. Með hverri nýrri kynslóð koma þó nýjar áskoranir og á öðrum áratug þessarar aldar voru flestar kvikmyndir sem gerðar voru fyrir ungmenni Marvel- og Star Wars-myndir og voru ekki talsettar. Þá hefur heil kynslóð komið fram með mjög enskuskotið mál sem er áhyggjuefni. Þessi kynslóð unga fólks horfir ekki eins mikið á sjónvarp og mín kynslóð, þ.e. aldarmótakynslóðin, og eyðir meiri tíma á Youtube og TikTok og skrollar í staðinn fyrir að skipta um rásir. Allt efnið er á ensku, svo fara þau á næstu Marvel mynd á ensku og eru örugglega með vin í skólanum sem þau tala bara við á ensku og þar er hin áskorunin. Íslenska ríkið er að bregðast fleiri fjölda barna sem eru af erlendu bergi brotin, mörg eru fædd á Íslandi og eru að öllu leyti Íslendingar fyrir utan að foreldrarnir eru erlendir. Einnig eru börn sem flytja til landsins með foreldrunum og ná ekki að tala íslensku eins og Íslendingar og hvað er ástæðan? Hið sama sem hrjáir málfar íslenskra barna hrjáir útlensk börn enn meira, það er að allt afþreyingarefni er enskumælandi og hefur gert Ísland og Íslendinga líka þeim smáþjóðum sem voru í návist við Sovétríkin heitnu og töluðu flestir ríkisborgara þessra landa rússnesku nánast sem móðurmál nema Ísland tali mál þeirra stórþjóða sem liggja vel í návist við sig og eru enskumælandi. Margir þeirra sem mæla fyrir bættri íslensku í samfélaginu eru flestir eldri karlmenn og kvenmenn og gagnrýna þau flest úrelta umræðu sem er ekki núverandi vandamálið í þeim raunveruleika sem blasir við þjóðinni í dag. Slettur og það að svara útlendingum alltaf á ensku var mikið vandamál áður og er ennþá til staðar en er ekki aðalvandinn. Vandamálið með enskskotnar slettur í dag er að þær eru að heyra brátt sögunni til því ungt fólk slettir ekki á ensku en talar ensku á sama tíma og íslensku og með amerískum framburði og þegar eitt og eitt enskt orð skín í setningu þá er það ekki íslenskuvætt eins og áður og er þar með töluð sletta heldur er enska orðið borið fram með amerískum hreimi svo fólkið viti að þú kannt að tala rétta ensku og sért ekki barn eða vitskertur. Hitt varðandi að útlendingum sé svarað á ensku gerist enn en er ekki eins stórt vandamál og var þar sem flestir í þjóðfélaginu eru vanari því en áður að útlendingar tali íslensku. Gamalt fólk sem gerir sér annt um hag íslenskunnar og kvartar heima hjá sér á netinu á ellilaunum er eflaust enn fast í sínum gamla veruleika og trúir að staðan sé enn eins og hún var. Reykvíkingar, meira en flestir landsmenn, eru vanir að heyra í útlendingum tala íslensku eða reyna að tala hana en fólk úti á landi, langt í burtu frá þeim framförum í Reykjavík, er mun líklegra til að tala ensku við innflytjendur þar sem flestir innflytjendur hafa í huga að stoppa þar stutt, safna pening og flytja svo í burtu. Þeir í sveitinni eða á bæjum landsins sjá þessa útlendinga aldrei tala íslensku þrátt fyrir að hinir sömu útlendingar læra hana eftir að hafa flutt til Reykjavíkur. Þrátt fyrir að aldrei hafi eins margir í heiminum talað íslensku og nú þá eru margir innflytjendur sem læra aldrei tungumálið. Það eru innflytjendur á Íslandi sem hafa búið lengur á landinu en margir Íslendingar sem fæddust eftir komu þeirra til landsins, sumir í 20 og 30 ár. Margir eru líka þeir innflytjendur sem vilja læra tungumálið og leggja sig fram til þess en eins og íslenska ríkið kom með brotið loforð til íslenskra ungmenna um land og veröld, þar sem íslenska er töluð í hinum talsettu teiknimyndum þá hefur íslenska ríkið einnig lofað innflytjendum að læra íslensku á námskeiðum og að vera í íslensku starfsumhverfi en veruleikinn er sá að flestir vinnustaðir sem þau komast á í landinu eru enskuvæddir og þrátt fyrir að heilt herbergi sé fullt af Íslendingum og útlendingum sem tala íslensku þá verður fundurinn þrátt fyrir það á bjagaðri íslensku-ensku þar sem einn starfsmaður er til staðar sem talar smá ensku og enga íslensku. Þeir útlendingar sem lærðu íslensku þurfa að hlusta á það mál (enskuna) sem þeir hefðu getað talað án þess að þurfa að hafa eytt pening í íslenskunámskeiði, pening sem þeir hefðu getað sent til heimalandsins. Þrátt fyrir að hafa haft forsetaráðherra sem kláraði BA-próf í íslensku og var með meistaragráðu í íslenskum bókmenntum og svo forseta sem hafði skrifað bækur sem voru tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna þá virtust allir í ríkisstjórninni hræddir við að taka þetta óvinsæla málefni upp (íslenskuna) og öll gagnrýni var einfaldlega hundsuð eða bendluð við kynþáttahatur, þjóðrembing eða útkölluð sem rasismi. Ástæðan og veruleikinn þvert á alla gagnrýni er sá að íslenska er þjóðtungan, að íslensk lög standa vörð um íslensku og rétthugsandi fólk stendur við rétt sinn og þá rétti sem mæla um að þjóðtungan sé sameiginlegt mál landsmanna og að stjórnvöld skuli tryggja að unnt verði að nota hana á öllum sviðum íslensks þjóðlífs. Einnig stendur að allir sem eru búsettir hér á landi skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku til almennrar þátttöku í íslensku þjóðlífi en ekki virðist ríkisstjórnin tryggja þau réttindi fólks. Ríkið vill taka ábyrgðina af sjálfu sér og gefa hana þeim innflytjendum sem flytja til landsins og losar ríkið sig þá við allar kröfur og skyldur því ef útlendingur lærir ekki tungumálið þá er ekki hægt að kenna ríkisstjórninni en honum um þar sem hann fór ekki í íslenskunámskeið, hann vildi ekki læra íslensku og landsmenn kenna innflytjendanum fyrir að hafa ekki lært íslensku en ekki ríkinu þar sem ríkið svarar:,,Hann gat skráð sig á námskeið sem kostaði 40 þúsund krónur og hefði fengið það niðurgreitt í 10 þúsund krónur en hann vildi ekki lengur fara á námskeiðið og talar ensku í vinnunni við Íslendinga og útlendinga. Honum að kenna en ekki okkur’’. Hvað á að segja og gera? Íslenska er ekki sem franska og enska og þarf þar meðtalið meiri vernd. Íslenska hefur alltaf þurft vernd þar sem hún er lítið tungumál með minni málhafa en flest tungumál sem eru ekki með sjálfstæð ríki, eins og Wayuu og Kvesjúa. Íslenska er í hættu en ekki út af útlendingum sem flytja til landsins og er gefin sú ábyrgð að læra íslensku en út af ríkisstjórn sem er taugaveikluð við að vera kölluð kynþáttahatursfull, fordómafull eða við að tapa fylgi við óvinsæl málefni eins og íslenskan er orðin. Það sem ríkisstjórnin þorir ekki að segja er að það þarf að breyta verulega til í þjóðfélaginu öllu. Íslenska verður að vera allsýnileg í þjóðfélaginu, meira efni þarf að talsetja og meira að segja unglingaafþreyingarefni, íslenskukennsla þarf að vera verulega bætt og ef til vill eru Íslendingar ekki endilega bestu íslenskukennararnir og það þarf kannski að skoða þau fyrirtæki betur sem ráða einungis erlent vinnuafl og helst þau sem ráða einungis vinnuafl sem talar ekki íslensku og líta til þess af hverju erlent vinnuafl sem er íslenskumælandi sest ekki til starfa hjá slíkum fyrirtækjum. Einnig má raunverulega fara í úttekt á þeim fyrirtækjum sem eru einungis með erlent vinnuafl sem er af einu þjóðarbroti þar sem í mörgum löndum er það leið til þess að misnota vinnuafl. Vinnustaðir þurfa að vera blandaðri og á íslensku. Það þarf að gera íslensku að lingua franca (alþjóðamál/samskiptarmál) vinnustaða. Íslenska tungumálið, alvarleikinn við að ef gott fólk tekur ekki upp þessa óvinsælu umræðu þá munu þeir sem virkilega meina illt láta þessa umræðu tilheyra sér og afvegaleiða fólk með hatrinu: „Ég, við og þeir’’ eða betur sagt „Ég og minn flokkur og svo þeir sem þið hatið’’ og þá er virkilegt skrímsli uppvakið. Höfundur greinar er tungumálaáhugamaður.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun