Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar 18. nóvember 2025 18:30 Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast. Á tímum þrálátrar verðbólgu, hárra stýrivaxta og hækkandi atvinnuleysis á Suðurnesjum hyggst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar hækka fasteignaskatta á fyrirtæki um tæplega 11% – og það er mjög íhaldssamt mat. Þetta er lítið annað en blaut tuska í andlitið á þeim atvinnurekendum og starfsmönnum sem halda uppi lífvænlegu samfélagi í Reykjanesbæ. Hér eru öflug iðnfyrirtæki, hárgreiðslustofur, hótel, bílaleigur, fiskverkun, verslanir, blaðaútgáfa og fjölbreytt nýsköpunarfyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt – allt fólk sem vinnur hörðum höndum að því að skapa verðmæti, þjónustu og störf. Nú blasir við að öll þessi fyrirtæki þurfa að greiða mun hærri skatta á næsta ári. Það er skref í ranga átt. Blikur eru á lofti í efnahagslífinu og óvissan eykst. Uppbygging er þegar farin að dragast saman, verðbólguhorfur eru daprar og á Suðurnesjum hefur fall stórfyrirtækja á borð við Play komið af stað keðjuverkun sem bitnar á tugum annarra fyrirtækja. Við þekkjum það alltof vel hvernig er að hafa of mörg egg í sömu körfu. Þess vegna höfum við sjálfstæðismenn talað fyrir fjölbreyttara atvinnulífi en til þess þarf að skapa hvata, ekki hindranir. Skattahækkun upp á þessa stærðargráðu vinnur beinlínis gegn þeirri stefnu. Það er þó ekki allt svart. Í upphafi fjárhagsáætlunargerðar var fyrirhugað að láta fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði hækka um vel yfir 10 prósentustig, án þess að meirihlutinn hygðist grípa til nokkurra mótvægisaðgerða. Þau áform hafa nú verið dregin til baka eftir harðar athugasemdir frá m.a. Sjálfstæðisflokknum, bæjarbúum og verkalýðsfélögum. Meirihlutinn ákveður því að lækka álagningarhlutfallið þannig að skattahækkunin fari ekki umfram verðbólgu. Það er skref í rétta átt og ég hrósa meirihlutanum fyrir. Það breytir þó ekki heildarmyndinni. Staðreyndin er sú að fasteignaskattar hafa hækkað verulega að raunvirði frá upphafi kjörtímabilsins 2022: um 12,8% í Keflavík, 13,6% í Njarðvík og 23,1% í Höfnum. Sé litið lengra aftur er myndin enn skýrari; frá árinu 2015 hafa fasteignaskattar í Keflavík hækkað um nær 30% að raunvirði. Það er því ljóst að þessi þróun er ekki tilviljun heldur kerfisbundin stefna. Nú er tími til kominn að hugsa stórt í Reykjanesbæ. Í stað þess að þrengja að fyrirtækjum og heimilum ber okkur að lækka skatta, laða að fjárfestingu og skapa umhverfi þar sem fólk treystir sér til að byggja upp. Ég hef lengi sagt að Reykjanesbær hafi alla burði til að verða stórveldi, en það gerist ekki nema við leyfum krafti og hugviti bæjarbúa að njóta sín. Það gerum við fyrst og fremst með því að ryðja hindrunum úr vegi, ekki reisa nýjar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast. Á tímum þrálátrar verðbólgu, hárra stýrivaxta og hækkandi atvinnuleysis á Suðurnesjum hyggst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar hækka fasteignaskatta á fyrirtæki um tæplega 11% – og það er mjög íhaldssamt mat. Þetta er lítið annað en blaut tuska í andlitið á þeim atvinnurekendum og starfsmönnum sem halda uppi lífvænlegu samfélagi í Reykjanesbæ. Hér eru öflug iðnfyrirtæki, hárgreiðslustofur, hótel, bílaleigur, fiskverkun, verslanir, blaðaútgáfa og fjölbreytt nýsköpunarfyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt – allt fólk sem vinnur hörðum höndum að því að skapa verðmæti, þjónustu og störf. Nú blasir við að öll þessi fyrirtæki þurfa að greiða mun hærri skatta á næsta ári. Það er skref í ranga átt. Blikur eru á lofti í efnahagslífinu og óvissan eykst. Uppbygging er þegar farin að dragast saman, verðbólguhorfur eru daprar og á Suðurnesjum hefur fall stórfyrirtækja á borð við Play komið af stað keðjuverkun sem bitnar á tugum annarra fyrirtækja. Við þekkjum það alltof vel hvernig er að hafa of mörg egg í sömu körfu. Þess vegna höfum við sjálfstæðismenn talað fyrir fjölbreyttara atvinnulífi en til þess þarf að skapa hvata, ekki hindranir. Skattahækkun upp á þessa stærðargráðu vinnur beinlínis gegn þeirri stefnu. Það er þó ekki allt svart. Í upphafi fjárhagsáætlunargerðar var fyrirhugað að láta fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði hækka um vel yfir 10 prósentustig, án þess að meirihlutinn hygðist grípa til nokkurra mótvægisaðgerða. Þau áform hafa nú verið dregin til baka eftir harðar athugasemdir frá m.a. Sjálfstæðisflokknum, bæjarbúum og verkalýðsfélögum. Meirihlutinn ákveður því að lækka álagningarhlutfallið þannig að skattahækkunin fari ekki umfram verðbólgu. Það er skref í rétta átt og ég hrósa meirihlutanum fyrir. Það breytir þó ekki heildarmyndinni. Staðreyndin er sú að fasteignaskattar hafa hækkað verulega að raunvirði frá upphafi kjörtímabilsins 2022: um 12,8% í Keflavík, 13,6% í Njarðvík og 23,1% í Höfnum. Sé litið lengra aftur er myndin enn skýrari; frá árinu 2015 hafa fasteignaskattar í Keflavík hækkað um nær 30% að raunvirði. Það er því ljóst að þessi þróun er ekki tilviljun heldur kerfisbundin stefna. Nú er tími til kominn að hugsa stórt í Reykjanesbæ. Í stað þess að þrengja að fyrirtækjum og heimilum ber okkur að lækka skatta, laða að fjárfestingu og skapa umhverfi þar sem fólk treystir sér til að byggja upp. Ég hef lengi sagt að Reykjanesbær hafi alla burði til að verða stórveldi, en það gerist ekki nema við leyfum krafti og hugviti bæjarbúa að njóta sín. Það gerum við fyrst og fremst með því að ryðja hindrunum úr vegi, ekki reisa nýjar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun