Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar 18. nóvember 2025 18:30 Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast. Á tímum þrálátrar verðbólgu, hárra stýrivaxta og hækkandi atvinnuleysis á Suðurnesjum hyggst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar hækka fasteignaskatta á fyrirtæki um tæplega 11% – og það er mjög íhaldssamt mat. Þetta er lítið annað en blaut tuska í andlitið á þeim atvinnurekendum og starfsmönnum sem halda uppi lífvænlegu samfélagi í Reykjanesbæ. Hér eru öflug iðnfyrirtæki, hárgreiðslustofur, hótel, bílaleigur, fiskverkun, verslanir, blaðaútgáfa og fjölbreytt nýsköpunarfyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt – allt fólk sem vinnur hörðum höndum að því að skapa verðmæti, þjónustu og störf. Nú blasir við að öll þessi fyrirtæki þurfa að greiða mun hærri skatta á næsta ári. Það er skref í ranga átt. Blikur eru á lofti í efnahagslífinu og óvissan eykst. Uppbygging er þegar farin að dragast saman, verðbólguhorfur eru daprar og á Suðurnesjum hefur fall stórfyrirtækja á borð við Play komið af stað keðjuverkun sem bitnar á tugum annarra fyrirtækja. Við þekkjum það alltof vel hvernig er að hafa of mörg egg í sömu körfu. Þess vegna höfum við sjálfstæðismenn talað fyrir fjölbreyttara atvinnulífi en til þess þarf að skapa hvata, ekki hindranir. Skattahækkun upp á þessa stærðargráðu vinnur beinlínis gegn þeirri stefnu. Það er þó ekki allt svart. Í upphafi fjárhagsáætlunargerðar var fyrirhugað að láta fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði hækka um vel yfir 10 prósentustig, án þess að meirihlutinn hygðist grípa til nokkurra mótvægisaðgerða. Þau áform hafa nú verið dregin til baka eftir harðar athugasemdir frá m.a. Sjálfstæðisflokknum, bæjarbúum og verkalýðsfélögum. Meirihlutinn ákveður því að lækka álagningarhlutfallið þannig að skattahækkunin fari ekki umfram verðbólgu. Það er skref í rétta átt og ég hrósa meirihlutanum fyrir. Það breytir þó ekki heildarmyndinni. Staðreyndin er sú að fasteignaskattar hafa hækkað verulega að raunvirði frá upphafi kjörtímabilsins 2022: um 12,8% í Keflavík, 13,6% í Njarðvík og 23,1% í Höfnum. Sé litið lengra aftur er myndin enn skýrari; frá árinu 2015 hafa fasteignaskattar í Keflavík hækkað um nær 30% að raunvirði. Það er því ljóst að þessi þróun er ekki tilviljun heldur kerfisbundin stefna. Nú er tími til kominn að hugsa stórt í Reykjanesbæ. Í stað þess að þrengja að fyrirtækjum og heimilum ber okkur að lækka skatta, laða að fjárfestingu og skapa umhverfi þar sem fólk treystir sér til að byggja upp. Ég hef lengi sagt að Reykjanesbær hafi alla burði til að verða stórveldi, en það gerist ekki nema við leyfum krafti og hugviti bæjarbúa að njóta sín. Það gerum við fyrst og fremst með því að ryðja hindrunum úr vegi, ekki reisa nýjar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast. Á tímum þrálátrar verðbólgu, hárra stýrivaxta og hækkandi atvinnuleysis á Suðurnesjum hyggst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar hækka fasteignaskatta á fyrirtæki um tæplega 11% – og það er mjög íhaldssamt mat. Þetta er lítið annað en blaut tuska í andlitið á þeim atvinnurekendum og starfsmönnum sem halda uppi lífvænlegu samfélagi í Reykjanesbæ. Hér eru öflug iðnfyrirtæki, hárgreiðslustofur, hótel, bílaleigur, fiskverkun, verslanir, blaðaútgáfa og fjölbreytt nýsköpunarfyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt – allt fólk sem vinnur hörðum höndum að því að skapa verðmæti, þjónustu og störf. Nú blasir við að öll þessi fyrirtæki þurfa að greiða mun hærri skatta á næsta ári. Það er skref í ranga átt. Blikur eru á lofti í efnahagslífinu og óvissan eykst. Uppbygging er þegar farin að dragast saman, verðbólguhorfur eru daprar og á Suðurnesjum hefur fall stórfyrirtækja á borð við Play komið af stað keðjuverkun sem bitnar á tugum annarra fyrirtækja. Við þekkjum það alltof vel hvernig er að hafa of mörg egg í sömu körfu. Þess vegna höfum við sjálfstæðismenn talað fyrir fjölbreyttara atvinnulífi en til þess þarf að skapa hvata, ekki hindranir. Skattahækkun upp á þessa stærðargráðu vinnur beinlínis gegn þeirri stefnu. Það er þó ekki allt svart. Í upphafi fjárhagsáætlunargerðar var fyrirhugað að láta fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði hækka um vel yfir 10 prósentustig, án þess að meirihlutinn hygðist grípa til nokkurra mótvægisaðgerða. Þau áform hafa nú verið dregin til baka eftir harðar athugasemdir frá m.a. Sjálfstæðisflokknum, bæjarbúum og verkalýðsfélögum. Meirihlutinn ákveður því að lækka álagningarhlutfallið þannig að skattahækkunin fari ekki umfram verðbólgu. Það er skref í rétta átt og ég hrósa meirihlutanum fyrir. Það breytir þó ekki heildarmyndinni. Staðreyndin er sú að fasteignaskattar hafa hækkað verulega að raunvirði frá upphafi kjörtímabilsins 2022: um 12,8% í Keflavík, 13,6% í Njarðvík og 23,1% í Höfnum. Sé litið lengra aftur er myndin enn skýrari; frá árinu 2015 hafa fasteignaskattar í Keflavík hækkað um nær 30% að raunvirði. Það er því ljóst að þessi þróun er ekki tilviljun heldur kerfisbundin stefna. Nú er tími til kominn að hugsa stórt í Reykjanesbæ. Í stað þess að þrengja að fyrirtækjum og heimilum ber okkur að lækka skatta, laða að fjárfestingu og skapa umhverfi þar sem fólk treystir sér til að byggja upp. Ég hef lengi sagt að Reykjanesbær hafi alla burði til að verða stórveldi, en það gerist ekki nema við leyfum krafti og hugviti bæjarbúa að njóta sín. Það gerum við fyrst og fremst með því að ryðja hindrunum úr vegi, ekki reisa nýjar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar