Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 16:55 Ásthildur Lóa er þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Í morgun greindi Seðlabanki Íslands frá að stýrivextir yrðu lækkaðir um 25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 7,25 prósent. Ásthildur Lóa segir lækkunina vera litla og aumingjalega. „0,25 prósenta lækkun þýðir að meginvextir Seðlabankans eru enn yfir sjö prósentum. Hversu lengi er hægt að ganga að heimilum landsins með þessum grimmilega hætti? Hvernig er hægt að réttlæta að láta heimilin sem minnst eiga og mest skulda sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna aukinn kostnað vegna vaxta í hverjum einasta mánuði?“ spurði Ásthildur Lóa þegar hún tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi nú seinnipartinn. Hún gagnrýnir að Seðlabankinn kvarti yfir tásmyndum á Tene á meðan framlag bankans til að minnka þensluna sé ekkert. Íbúar landsins sem skuldi hvað mest í húsnæðislán greiði háar upphæðir, dragi úr útgjöldum en hafi samt sem áður ekkert eftir til að eyða. „[Bankinn] telur sig greinilega yfir það hafinn að draga úr eigin útgjöldum og eyðslu.“ Ásthildur Lóa bendir á að bankinn hafi staðið í breytingum á húsnæði sínu við Kalkofnsveg sem hafi nú þegar kostað 3,5 milljarða króna. Vísar hún þar í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun þar sem kemur fram að upphaflega var kostnaðaráætlun 2,73 milljarðar en er nú kominn upp í 3,5 milljarða. Verkinu er ekki lokið. „Eftir höfðinu dansa limirnir er stundum sagt og fordæmi ráðamanna skipta máli. Hvernig í ósköpunum er það siðferðislega verjandi að Seðlabankinn setji kröfur á heimilin og fyrirtækin í landinu sem hann fer ekki einu sinni sjálfur eftir? Hversu mikilli þenslu hefur hann sjálfur valdið?“ spyr Ásthildur Lóa. Fagnar litla skrefinu Sigurjón Þórðarson, flokksbróðir Ásthildar Lóu, tók einnig vaxtalækkunina fyrir á þinginu. Hann sagðist fagna skerfinu en segir það þó í smæsta lagi. „Það hefur verið ákall eftir vaxtalækkun í samfélaginu. Það hefur komið frá Samtökum iðnaðarins og svo hefur nánast komið neyðaróp frá Hagsmunasamtökum heimilanna,“ segir Sigurjón. Hann segir verðbólguna hérlendis svipaða og þá í Litáen og Austurríki og jafnvel hærri í Eistlandi og Lettlandi. Hins vegar sé stýrivöxtum þar ekki háttað eins og hér heldur séu þeir um sjötíu prósent hærri en verðlagsþróun. „Það er nauðsynlegt að taka það til athugunar og kanna áhrif þessara ofurvaxta með opnum huga. Og kanna það: Er þessi yfirtrompun Seðlabankans að skila tilætluðum árangri? Það er ljóst að þessi fyrirtæki sem eru að greiða tólf prósenta vexti þurfa að velta kostnaðinum með einhverjum hætti út í verðlagið og það ýtir undir óstöðugleika og býr til óvissu um efnahagsþróun.“ Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Í morgun greindi Seðlabanki Íslands frá að stýrivextir yrðu lækkaðir um 25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 7,25 prósent. Ásthildur Lóa segir lækkunina vera litla og aumingjalega. „0,25 prósenta lækkun þýðir að meginvextir Seðlabankans eru enn yfir sjö prósentum. Hversu lengi er hægt að ganga að heimilum landsins með þessum grimmilega hætti? Hvernig er hægt að réttlæta að láta heimilin sem minnst eiga og mest skulda sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna aukinn kostnað vegna vaxta í hverjum einasta mánuði?“ spurði Ásthildur Lóa þegar hún tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi nú seinnipartinn. Hún gagnrýnir að Seðlabankinn kvarti yfir tásmyndum á Tene á meðan framlag bankans til að minnka þensluna sé ekkert. Íbúar landsins sem skuldi hvað mest í húsnæðislán greiði háar upphæðir, dragi úr útgjöldum en hafi samt sem áður ekkert eftir til að eyða. „[Bankinn] telur sig greinilega yfir það hafinn að draga úr eigin útgjöldum og eyðslu.“ Ásthildur Lóa bendir á að bankinn hafi staðið í breytingum á húsnæði sínu við Kalkofnsveg sem hafi nú þegar kostað 3,5 milljarða króna. Vísar hún þar í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun þar sem kemur fram að upphaflega var kostnaðaráætlun 2,73 milljarðar en er nú kominn upp í 3,5 milljarða. Verkinu er ekki lokið. „Eftir höfðinu dansa limirnir er stundum sagt og fordæmi ráðamanna skipta máli. Hvernig í ósköpunum er það siðferðislega verjandi að Seðlabankinn setji kröfur á heimilin og fyrirtækin í landinu sem hann fer ekki einu sinni sjálfur eftir? Hversu mikilli þenslu hefur hann sjálfur valdið?“ spyr Ásthildur Lóa. Fagnar litla skrefinu Sigurjón Þórðarson, flokksbróðir Ásthildar Lóu, tók einnig vaxtalækkunina fyrir á þinginu. Hann sagðist fagna skerfinu en segir það þó í smæsta lagi. „Það hefur verið ákall eftir vaxtalækkun í samfélaginu. Það hefur komið frá Samtökum iðnaðarins og svo hefur nánast komið neyðaróp frá Hagsmunasamtökum heimilanna,“ segir Sigurjón. Hann segir verðbólguna hérlendis svipaða og þá í Litáen og Austurríki og jafnvel hærri í Eistlandi og Lettlandi. Hins vegar sé stýrivöxtum þar ekki háttað eins og hér heldur séu þeir um sjötíu prósent hærri en verðlagsþróun. „Það er nauðsynlegt að taka það til athugunar og kanna áhrif þessara ofurvaxta með opnum huga. Og kanna það: Er þessi yfirtrompun Seðlabankans að skila tilætluðum árangri? Það er ljóst að þessi fyrirtæki sem eru að greiða tólf prósenta vexti þurfa að velta kostnaðinum með einhverjum hætti út í verðlagið og það ýtir undir óstöðugleika og býr til óvissu um efnahagsþróun.“
Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira