Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2025 07:01 Færa má hæglega rök fyrir því að allt það sem gagnrýna megi EES-samninginn fyrir yrði miklu verra við það að ganga í Evrópusambandið. Þannig yrði Ísland til að mynda undir allt regluverk sambandsins sett ef til inngöngu kæmi, en ekki aðeins þann hluta þess sem fellur undir samninginn, og vægi landsins yrði lítið sem ekkert innan þess. Mælikvarðinn á vægi ríkja innan Evrópusambandsins er enda fyrst og fremst íbúafjöldi þeirra. Þannig yrði vægi Íslands einungis 0,08% í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Yfirfært á Alþingi yrði það á við 5% hlutdeild í einum þingmanni.Fróðlegt er fyrir vikið þegar stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið halda því fram að ákvörðun sambandsins um að brjóta á okkur Íslendingum, með því að leggja verndartolla á landið þvert á EES-samninginn, séu rök fyrir því að ganga þar inn. Líkt og til að mynda Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, gerði í grein á Vísi í gær. Eins og ágætur maður sagði af því tilefni getur það varla talizt ástæða til þess að ganga í hjónaband með einhverjum þegar viðkomandi hefur gerzt brotlegur í sambúð. Miklu fremur rök fyrir því að staldra við og endurskoða sambúðina.Magnús heldur því fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa áhrif innan þess. Sætið við borðið. Það segir sig vitanlega sjálft að vægi á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi væri ávísun á gríðarleg áhrif! Ákvörðun sambandsins um verndartollana á Ísland og Noreg er einmitt lýsandi í þeim efnum. Margfalt fjölmennari ríki en Ísland eins og Svíþjóð, Finnland og Eystrasaltsríkin beittu sér gegn tollunum í ráðherraráðinu en urðu hins vegar undir. Það dugði ekki. Þar skipti mestu máli að fjölmenn ríki eins og Frakkland, Spánn og Pólland studdu tollana. Stóru ríkin eru einfaldlega við stjórnvölinn.Magnús segir að á tímum hnattvæðingar geti einangrun og aðgerðaleysi verið dýrkeypt. Á sama tíma kallar hann eftir því að við Íslendingar einangrum okkur innan tollamúra Evrópusambandsins, gamaldags tollabandalags sem stefnt hefur jafnt og þétt að því að verða að einu ríki, og látum það eftirleiðis stjórna því á hvaða forsendum við getum átt í viðskiptum við afganginn af heiminum þar sem framtíðarmarkaði er miklu fremur að finna. Tollabandalög eru vitanlega í eðli sínu andstaða frjálsra milliríkjaviðskipta enda tilgangurinn að vernda framleiðslu innan þeirra gegn utanaðkomandi samkeppni.Við yrðum enn fremur sjálfkrafa beinir þátttakendur í tollastríðum Evrópusambandsins í framtíðinni sem myndu í fæstum tilfellum hafa eitthvað með okkar hagsmuni að gera vegna þess hversu einhæft atvinnulíf er hér á landi miðað við mörg ríki innan sambandsins með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir íslenzkt efnahagslíf. Til að mynda vegna bifreiða- eða skóframleiðslu innan Evrópusambandsins. Við þyrftum ekki á því að halda. Við þurfum þvert á móti að hafa áfram valdið yfir okkar málum hér innanlands og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir út frá hagsmunum lands og þjóðar og hérlendum aðstæðum.Magnús segir að þegar áföll hafi dunið á hafi Ísland staðið berskjaldað. Nefnir hann bankahrunið og kórónuveirufaraldurinn. Veruleikinn er þó sá að bankakerfi Evrópusambandsins var hársbreidd frá því að falla haustið 2009 eins og þáverandi fjármálaráðherra Finnlands, Jyrki Katainen, viðurkenndi í fjölmiðlum sem var ein ástæða þess að sambandið gekk jafn hart fram gegn Íslandi í Icesave-deilunni og raun bar vitni. Fórna átti okkur á altari meinagallaðs regluverks þess um innistæðutryggingar. Við gátum einmitt varizt í Icesave-deilunni sem og makríldeilunni við Evrópusambandið í krafti fullveldisins.Varðandi faraldurinn var forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseti framkvæmdastjórnar þess), Ursula von der Leyen, spurð að því af blaðamönnum í febrúar 2021 hvers vegna Bretlandi og fleiri ríkjum hefði gengið betur að bólusetja íbúa sína en sambandinu. Svar hennar var svohljóðandi: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip.“ Með öðrum orðum svifaseint, hægfara og lengi að bregðast við. Það hefur enda verið einkennandi fyrir þær krísur sem sambandið hefur staðið frammi fyrir. Þvert á móti þarf að vera hægt að bregðast hratt við eins og hraðbátur.Með inngöngu í Evrópusambandið færum við einfaldlega úr öskunni í eldinn. Miklu fremur væri að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og við gerðum um árið með góðum árangri í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Fyrirkomulag sem hefði ekki í för með sér upptöku á íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá viðsemjandanum og vaxandi framsal valds til hans eins og EES-samningurinn. Fyrirkomulag þar sem setið væri við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Færa má hæglega rök fyrir því að allt það sem gagnrýna megi EES-samninginn fyrir yrði miklu verra við það að ganga í Evrópusambandið. Þannig yrði Ísland til að mynda undir allt regluverk sambandsins sett ef til inngöngu kæmi, en ekki aðeins þann hluta þess sem fellur undir samninginn, og vægi landsins yrði lítið sem ekkert innan þess. Mælikvarðinn á vægi ríkja innan Evrópusambandsins er enda fyrst og fremst íbúafjöldi þeirra. Þannig yrði vægi Íslands einungis 0,08% í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Yfirfært á Alþingi yrði það á við 5% hlutdeild í einum þingmanni.Fróðlegt er fyrir vikið þegar stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið halda því fram að ákvörðun sambandsins um að brjóta á okkur Íslendingum, með því að leggja verndartolla á landið þvert á EES-samninginn, séu rök fyrir því að ganga þar inn. Líkt og til að mynda Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, gerði í grein á Vísi í gær. Eins og ágætur maður sagði af því tilefni getur það varla talizt ástæða til þess að ganga í hjónaband með einhverjum þegar viðkomandi hefur gerzt brotlegur í sambúð. Miklu fremur rök fyrir því að staldra við og endurskoða sambúðina.Magnús heldur því fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa áhrif innan þess. Sætið við borðið. Það segir sig vitanlega sjálft að vægi á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi væri ávísun á gríðarleg áhrif! Ákvörðun sambandsins um verndartollana á Ísland og Noreg er einmitt lýsandi í þeim efnum. Margfalt fjölmennari ríki en Ísland eins og Svíþjóð, Finnland og Eystrasaltsríkin beittu sér gegn tollunum í ráðherraráðinu en urðu hins vegar undir. Það dugði ekki. Þar skipti mestu máli að fjölmenn ríki eins og Frakkland, Spánn og Pólland studdu tollana. Stóru ríkin eru einfaldlega við stjórnvölinn.Magnús segir að á tímum hnattvæðingar geti einangrun og aðgerðaleysi verið dýrkeypt. Á sama tíma kallar hann eftir því að við Íslendingar einangrum okkur innan tollamúra Evrópusambandsins, gamaldags tollabandalags sem stefnt hefur jafnt og þétt að því að verða að einu ríki, og látum það eftirleiðis stjórna því á hvaða forsendum við getum átt í viðskiptum við afganginn af heiminum þar sem framtíðarmarkaði er miklu fremur að finna. Tollabandalög eru vitanlega í eðli sínu andstaða frjálsra milliríkjaviðskipta enda tilgangurinn að vernda framleiðslu innan þeirra gegn utanaðkomandi samkeppni.Við yrðum enn fremur sjálfkrafa beinir þátttakendur í tollastríðum Evrópusambandsins í framtíðinni sem myndu í fæstum tilfellum hafa eitthvað með okkar hagsmuni að gera vegna þess hversu einhæft atvinnulíf er hér á landi miðað við mörg ríki innan sambandsins með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir íslenzkt efnahagslíf. Til að mynda vegna bifreiða- eða skóframleiðslu innan Evrópusambandsins. Við þyrftum ekki á því að halda. Við þurfum þvert á móti að hafa áfram valdið yfir okkar málum hér innanlands og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir út frá hagsmunum lands og þjóðar og hérlendum aðstæðum.Magnús segir að þegar áföll hafi dunið á hafi Ísland staðið berskjaldað. Nefnir hann bankahrunið og kórónuveirufaraldurinn. Veruleikinn er þó sá að bankakerfi Evrópusambandsins var hársbreidd frá því að falla haustið 2009 eins og þáverandi fjármálaráðherra Finnlands, Jyrki Katainen, viðurkenndi í fjölmiðlum sem var ein ástæða þess að sambandið gekk jafn hart fram gegn Íslandi í Icesave-deilunni og raun bar vitni. Fórna átti okkur á altari meinagallaðs regluverks þess um innistæðutryggingar. Við gátum einmitt varizt í Icesave-deilunni sem og makríldeilunni við Evrópusambandið í krafti fullveldisins.Varðandi faraldurinn var forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseti framkvæmdastjórnar þess), Ursula von der Leyen, spurð að því af blaðamönnum í febrúar 2021 hvers vegna Bretlandi og fleiri ríkjum hefði gengið betur að bólusetja íbúa sína en sambandinu. Svar hennar var svohljóðandi: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip.“ Með öðrum orðum svifaseint, hægfara og lengi að bregðast við. Það hefur enda verið einkennandi fyrir þær krísur sem sambandið hefur staðið frammi fyrir. Þvert á móti þarf að vera hægt að bregðast hratt við eins og hraðbátur.Með inngöngu í Evrópusambandið færum við einfaldlega úr öskunni í eldinn. Miklu fremur væri að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og við gerðum um árið með góðum árangri í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Fyrirkomulag sem hefði ekki í för með sér upptöku á íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá viðsemjandanum og vaxandi framsal valds til hans eins og EES-samningurinn. Fyrirkomulag þar sem setið væri við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun