Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar 24. nóvember 2025 09:01 Heydalakirkja í Breiðdal fagnar 50 ára vígsluafmæli með hátíðarguðsþjónustu fyrsta sunndag í aðventu. Kirkja hefur staðið í Breiðdal frá kristnitöku árið 1000, umvafin tignarlegum fjöllum í miðri sveitinni, merkisberi um kristna menningu í landinu og gróandi mannlíf og verið sannkölluð kjölfesta í samfélaginu. Kirkjan er fallegt steinhús og tók 19 ár að byggja. Það var krefjandi verkefni fyrir fámennan og fátækan söfnuð. Þá voru ekki í boði opinberir styrkir sem um munaði, heldur treyst á framlög sóknarbarna, ómælda sjálfboðavinnu, þrautsegju og einlæga hugsjón. Táknrænt um það er, að þegar hafist var handa ákvað sóknarfólk að sníða burt af teikningunni eystri endann af húsinu, kórinn, til að spara í byggingarkostnaði. En þegar húsið var risið fokhelt, þá fannst fólkinu þetta ekki samræmast listrænum kröfum og ákvað að bæta kórnum við eins og teikningin hafði í upphafi gert ráð fyrir. Þetta er dæmigerð saga um kirkjulífið í landinu, þar sem fólkið leggur sig fram um að eiga fallega kirkju, hlúa vel að öllu og njóta þess sem þar er framborið. Því eru það mikil öfugmæli, að Þjóðkirkjan sé ríkiskirkja, að ríkið eigi og reki kirkjurnar. Það er sóknarfólkið sem á kirkjurnar og ber alla ábyrgð af rekstri þeirra. Byggingasaga Heydalakirkju er vitnisburður um það. Svo rann vígsludagurinn upp 13. júlí árið 1975. Stór dagur fyrir mannlíf í Breiðdal og fólkið fjölmennti og fagnaði. Langri byggingasögu var lokið. Tvö bðrn voru skírð og þrenn brúðhjón gefin saman í vígsluathöfninni. Sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, vígði kirkjuna. Við hlið kirkjunnar stóð gamla kirkjan, járnklætt timburhús frá 1856 og þjónað hafði fólkinu lengi, en að niðurlotum komið. Allt dýrmætt hafði verið flutt úr þeirri gömlu í þá nýju. Þessi kirkja brann til kaldra kola 17. júní árið 1982. Ég var sóknarprestur í Heydölum í tæp 33 ár, sótti um embættið í lok árs 1986, var síðasti presturinn sem kosinn var samkvæmt gömlu lögunum um almenna prestkosningu og þjónaði til 1. nóvember árið 2019. Guðjón Sveinsson, skáld og rithöfundur frá Breiðdalsvík, sagði mér eftir innsetningu í embætti, að ég væri númer 33 í röð nafngreindra presta í Heydölum og aldrei gerst að skipaður prestur hafi sótt um annað prestakall. Að vísu hafi Heydalaprestur verið sviptur hempunni vegna frjálslyndis í ástarmálum og síðan gerður að konungsritara í Kaupmannahöfn. Sr Róbert Jack þjónaði í Heydölum í rúm tvö ár og varð síðar prestur í Grímsey, en var aldrei skipaður í embætti í Heydölum, heldur þjónaði þar í afleysingum. Ég stóð við óformlegt áheit Guðjóns, skálds. Aldrei kom mér til hugar að sækja um annað prestakall, burt úr Heydölum. Þar naut ég lífsins og á þaðan hugljúfar minningar. Þar rís hæst samfélagið með fólkinu, traust vinátta og allar þær hjálparhendur sem reyndust mér og kirkjunni svo vel. Svo fannst mér mikill heiður að þjóna í fótsporum sr. Einars Sigurðssonar, sálmaskálds, sem þjónaði í Heydölum 1580-1627 og lagði svo mikið að mörkum með sálmakveðskap sínum svo lúterska siðbyltingin festi djúpar rætur á Íslandi. Sr. Einar er núna þekktastur fyrir jólasálminn, Nóttin var sú ágæt ein. Talið er að allir Íslendingar geti rakið ættir sínar til sr. Einars. Það var og er draumur minn og margra, að minning hans fengi veglegan sess með fallegu menningarhúsi, Einarsstofu, við hlið kirkjunnar í Heydölum. Vonandi fær sú hugsjón góðan byr undir vængi sína. Oft er sagt, að þjóðkirkjan sé prestakirkja. Víst vilja prestarnir stundum vera áberandi. En reynsla mín kennir um velfarnað í kirkjustarfinu, að þar skiptir mestu allt fórnfúsa kirkjufólkið sem unnir kirkjunni sinni og leggur ómælt að mörkum í sjálfboðinni þjónustu í sóknarnefndinni, kirkjukórnum og með beinni þátttöku í helgihaldinu. Þess naut ég innilega og var umvafinn traustu fólki, alltaf reiðubúið til verka fyrir kirkjuna sína. Ásta Herbjörnsdóttir í Snæhvammi var formaður sóknarinnar fyrstu árin mín í embætti, tók svo fallega á móti mér með sóknarnefndarfólkinu, og ég fann svo vel að vera í traustum höndum. Síðar tók Svandís Ósk Ingólfsdóttir á Breiðdalsvík við formennskunni og fylgdi mér fram á síðasta embættisdag og er enn að störfum. Við hlið hennar stendur Unnur Björgvinsdóttir á Breiðdalsvík, sannkallað tvíeyki, valkyrjur sem axla af reisn forystu í kirkjulífinu og hafa umsjón með að allt sé í lagi í kirkjunni og kirkjugarðinum, þar sem virðing og umhyggja er í fyrirúmi. Mikil gæði eru það fyrir prestinn að eiga að traust og gott samstarfsfólk. Þess naut ég og einnig núverandi prestur í Heydölum, sr. Arnaldur Bárðarson, sem þjónar sínu fólki af alúð og myndugleik. Kirkjan í Heydölum er sannkölluð kjölfesta í mannlífinu í Breiðdal. Þangað sækir fólkið á sínum stærstu stundum í blíðu og stríðu, fetar þar í fótspor kynslóðanna og ræktar lifandi trú á Guð sem boðar kærleika og von fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Höfundur er fyrrum sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Heydalakirkja í Breiðdal fagnar 50 ára vígsluafmæli með hátíðarguðsþjónustu fyrsta sunndag í aðventu. Kirkja hefur staðið í Breiðdal frá kristnitöku árið 1000, umvafin tignarlegum fjöllum í miðri sveitinni, merkisberi um kristna menningu í landinu og gróandi mannlíf og verið sannkölluð kjölfesta í samfélaginu. Kirkjan er fallegt steinhús og tók 19 ár að byggja. Það var krefjandi verkefni fyrir fámennan og fátækan söfnuð. Þá voru ekki í boði opinberir styrkir sem um munaði, heldur treyst á framlög sóknarbarna, ómælda sjálfboðavinnu, þrautsegju og einlæga hugsjón. Táknrænt um það er, að þegar hafist var handa ákvað sóknarfólk að sníða burt af teikningunni eystri endann af húsinu, kórinn, til að spara í byggingarkostnaði. En þegar húsið var risið fokhelt, þá fannst fólkinu þetta ekki samræmast listrænum kröfum og ákvað að bæta kórnum við eins og teikningin hafði í upphafi gert ráð fyrir. Þetta er dæmigerð saga um kirkjulífið í landinu, þar sem fólkið leggur sig fram um að eiga fallega kirkju, hlúa vel að öllu og njóta þess sem þar er framborið. Því eru það mikil öfugmæli, að Þjóðkirkjan sé ríkiskirkja, að ríkið eigi og reki kirkjurnar. Það er sóknarfólkið sem á kirkjurnar og ber alla ábyrgð af rekstri þeirra. Byggingasaga Heydalakirkju er vitnisburður um það. Svo rann vígsludagurinn upp 13. júlí árið 1975. Stór dagur fyrir mannlíf í Breiðdal og fólkið fjölmennti og fagnaði. Langri byggingasögu var lokið. Tvö bðrn voru skírð og þrenn brúðhjón gefin saman í vígsluathöfninni. Sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, vígði kirkjuna. Við hlið kirkjunnar stóð gamla kirkjan, járnklætt timburhús frá 1856 og þjónað hafði fólkinu lengi, en að niðurlotum komið. Allt dýrmætt hafði verið flutt úr þeirri gömlu í þá nýju. Þessi kirkja brann til kaldra kola 17. júní árið 1982. Ég var sóknarprestur í Heydölum í tæp 33 ár, sótti um embættið í lok árs 1986, var síðasti presturinn sem kosinn var samkvæmt gömlu lögunum um almenna prestkosningu og þjónaði til 1. nóvember árið 2019. Guðjón Sveinsson, skáld og rithöfundur frá Breiðdalsvík, sagði mér eftir innsetningu í embætti, að ég væri númer 33 í röð nafngreindra presta í Heydölum og aldrei gerst að skipaður prestur hafi sótt um annað prestakall. Að vísu hafi Heydalaprestur verið sviptur hempunni vegna frjálslyndis í ástarmálum og síðan gerður að konungsritara í Kaupmannahöfn. Sr Róbert Jack þjónaði í Heydölum í rúm tvö ár og varð síðar prestur í Grímsey, en var aldrei skipaður í embætti í Heydölum, heldur þjónaði þar í afleysingum. Ég stóð við óformlegt áheit Guðjóns, skálds. Aldrei kom mér til hugar að sækja um annað prestakall, burt úr Heydölum. Þar naut ég lífsins og á þaðan hugljúfar minningar. Þar rís hæst samfélagið með fólkinu, traust vinátta og allar þær hjálparhendur sem reyndust mér og kirkjunni svo vel. Svo fannst mér mikill heiður að þjóna í fótsporum sr. Einars Sigurðssonar, sálmaskálds, sem þjónaði í Heydölum 1580-1627 og lagði svo mikið að mörkum með sálmakveðskap sínum svo lúterska siðbyltingin festi djúpar rætur á Íslandi. Sr. Einar er núna þekktastur fyrir jólasálminn, Nóttin var sú ágæt ein. Talið er að allir Íslendingar geti rakið ættir sínar til sr. Einars. Það var og er draumur minn og margra, að minning hans fengi veglegan sess með fallegu menningarhúsi, Einarsstofu, við hlið kirkjunnar í Heydölum. Vonandi fær sú hugsjón góðan byr undir vængi sína. Oft er sagt, að þjóðkirkjan sé prestakirkja. Víst vilja prestarnir stundum vera áberandi. En reynsla mín kennir um velfarnað í kirkjustarfinu, að þar skiptir mestu allt fórnfúsa kirkjufólkið sem unnir kirkjunni sinni og leggur ómælt að mörkum í sjálfboðinni þjónustu í sóknarnefndinni, kirkjukórnum og með beinni þátttöku í helgihaldinu. Þess naut ég innilega og var umvafinn traustu fólki, alltaf reiðubúið til verka fyrir kirkjuna sína. Ásta Herbjörnsdóttir í Snæhvammi var formaður sóknarinnar fyrstu árin mín í embætti, tók svo fallega á móti mér með sóknarnefndarfólkinu, og ég fann svo vel að vera í traustum höndum. Síðar tók Svandís Ósk Ingólfsdóttir á Breiðdalsvík við formennskunni og fylgdi mér fram á síðasta embættisdag og er enn að störfum. Við hlið hennar stendur Unnur Björgvinsdóttir á Breiðdalsvík, sannkallað tvíeyki, valkyrjur sem axla af reisn forystu í kirkjulífinu og hafa umsjón með að allt sé í lagi í kirkjunni og kirkjugarðinum, þar sem virðing og umhyggja er í fyrirúmi. Mikil gæði eru það fyrir prestinn að eiga að traust og gott samstarfsfólk. Þess naut ég og einnig núverandi prestur í Heydölum, sr. Arnaldur Bárðarson, sem þjónar sínu fólki af alúð og myndugleik. Kirkjan í Heydölum er sannkölluð kjölfesta í mannlífinu í Breiðdal. Þangað sækir fólkið á sínum stærstu stundum í blíðu og stríðu, fetar þar í fótspor kynslóðanna og ræktar lifandi trú á Guð sem boðar kærleika og von fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Höfundur er fyrrum sóknarprestur í Heydölum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun